Ögrar Vopnfirðingum til að hreyfa sig úti í náttúrunni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júlí 2018 14:30 Bjarney Guðrún Jónsdóttir, íþróttafræðingur á Vopnafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íþróttafræðingur á Vopnafirði hefur upp á sitt eigið einsdæmi hafið átak til að hvetja heimamenn og ferðamenn til aukinnar hreyfingar og útivistar í héraðinu í sumar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Bjarney Guðrún Jónsdóttir stendur á bak við átakið, sem hún kallar Ögrun í Vopnafirði, og miðar að bættri lýðheilsu. Bjarney kveðst hafa byrjað á því að búa til ratleik í fyrrasumar. Hún bjó síðan til bækling í vetur og bar hann út á hvert einasta heimili á Vopnafirði í lok maímánaðar. Í honum er bent á fjörutíu mismunandi möguleika til útivistar og samveru í héraðinu. „Svo bara merkir fólk við og getur skilað þessu inn í lok sumars, og farið í pott og fengið verðlaun,“ segir Bjarney. Í ár hefur hún sérstakt fossaþema. „Þar er ég að hvetja Vopnfirðinga til að skoða fossa í öllum þessum vatnsföllum sem við höfum hérna út um allt, taka myndir af þeim og pósta þeim á netinu, setja myllumerki og reyna að auglýsa Vopnafjörð í leiðinni til þess að fá ferðafólkið til okkar.“Á rölti í Búðaröxl ofan byggðarinnar á Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En virkar þetta á Vopnfirðinga? „Ég hef alveg fengið góð viðbrögð og það er fólk að taka þátt. Ég svo sem veit ekki alveg hversu margir gera það, - ég er allavegana að reyna. Til þess að hvetja fólk til þess að fara, því að stundum þarftu bara svona smá.. að svona ýta á þig.“ En jafnframt vekur hún athygli á náttúrunni. „Ég er líka að reyna að benda okkur Vopnfirðingum á hvað við höfum það gott hérna. Við eigum hérna frábæru náttúru, ótrúlega fallega staði, sem sumir hérna vita kannski ekki af og eru bara hérna við bæjardyrnar hjá okkur.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vopnafjörður Tengdar fréttir Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Íþróttafræðingur á Vopnafirði hefur upp á sitt eigið einsdæmi hafið átak til að hvetja heimamenn og ferðamenn til aukinnar hreyfingar og útivistar í héraðinu í sumar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Bjarney Guðrún Jónsdóttir stendur á bak við átakið, sem hún kallar Ögrun í Vopnafirði, og miðar að bættri lýðheilsu. Bjarney kveðst hafa byrjað á því að búa til ratleik í fyrrasumar. Hún bjó síðan til bækling í vetur og bar hann út á hvert einasta heimili á Vopnafirði í lok maímánaðar. Í honum er bent á fjörutíu mismunandi möguleika til útivistar og samveru í héraðinu. „Svo bara merkir fólk við og getur skilað þessu inn í lok sumars, og farið í pott og fengið verðlaun,“ segir Bjarney. Í ár hefur hún sérstakt fossaþema. „Þar er ég að hvetja Vopnfirðinga til að skoða fossa í öllum þessum vatnsföllum sem við höfum hérna út um allt, taka myndir af þeim og pósta þeim á netinu, setja myllumerki og reyna að auglýsa Vopnafjörð í leiðinni til þess að fá ferðafólkið til okkar.“Á rölti í Búðaröxl ofan byggðarinnar á Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En virkar þetta á Vopnfirðinga? „Ég hef alveg fengið góð viðbrögð og það er fólk að taka þátt. Ég svo sem veit ekki alveg hversu margir gera það, - ég er allavegana að reyna. Til þess að hvetja fólk til þess að fara, því að stundum þarftu bara svona smá.. að svona ýta á þig.“ En jafnframt vekur hún athygli á náttúrunni. „Ég er líka að reyna að benda okkur Vopnfirðingum á hvað við höfum það gott hérna. Við eigum hérna frábæru náttúru, ótrúlega fallega staði, sem sumir hérna vita kannski ekki af og eru bara hérna við bæjardyrnar hjá okkur.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vopnafjörður Tengdar fréttir Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15