Dæmdur fyrir að hrella unga stúlku á meðan hann var undir áhrifum LSD Birgir Olgeirsson skrifar 11. júlí 2018 12:35 Héraðsdómur Reykjavíkur. Fréttablaðið/valli Karlmaður á þrítugsaldri hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot með því að hafa hlaupið ógnandi og öskrandi á eftir fjórtán ára gamalli stúlku en maðurinn viðurkenndi að hafa verið undir áhrifum ofskynjunarlyfsins LSD. Atvikið átti sér stað í Reykjavík árið 2016 þegar maðurinn var 21 árs gamall. Hann náði taki á úlpuermi stúlkunnar, hélt henni fastri og öskraði á hana þar til íbúi kom út og náði að koma stúlkunni inn á heimili sitt. Reyndi maðurinn að komast öskrandi inn á eftir þeim þannig að halda þurfti hurðinni. Maðurinn gekkst við brotinu og sagðist iðrast gjörða sinna sem hann hefði sýnt í verki með því að leita sér aðstoðar. Atvikið fékk á hann andlega en honum tókst að vinna úr því með ábyrgum hætti. Héraðsdómur Reykjavíkur tók fram að maðurinn væri ábyrgur gjörða sinna þó hann væri undir áhrifum ofskynjunarlyfja. Á hinn bóginn var lagt til grundvallar að ásetningur mannsins hefði verið þokukenndur umrætt sinn. Ekki lá fyrir bótakrafa í málinu og var ráðið af framburði stúlkunnar að atvikið hefði ekki valdið henni verulegri vanlíðan. Dómurinn leit þó háttsemi mannsins alvarlegum augum enda til þess fallin að valda stúlkunni mikilli hræðslu. Var það niðurstaða dómsins að fresta refsingu mannsins og skilorðsbinda til tveggja ára. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða rúmar sjö hundruð þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot með því að hafa hlaupið ógnandi og öskrandi á eftir fjórtán ára gamalli stúlku en maðurinn viðurkenndi að hafa verið undir áhrifum ofskynjunarlyfsins LSD. Atvikið átti sér stað í Reykjavík árið 2016 þegar maðurinn var 21 árs gamall. Hann náði taki á úlpuermi stúlkunnar, hélt henni fastri og öskraði á hana þar til íbúi kom út og náði að koma stúlkunni inn á heimili sitt. Reyndi maðurinn að komast öskrandi inn á eftir þeim þannig að halda þurfti hurðinni. Maðurinn gekkst við brotinu og sagðist iðrast gjörða sinna sem hann hefði sýnt í verki með því að leita sér aðstoðar. Atvikið fékk á hann andlega en honum tókst að vinna úr því með ábyrgum hætti. Héraðsdómur Reykjavíkur tók fram að maðurinn væri ábyrgur gjörða sinna þó hann væri undir áhrifum ofskynjunarlyfja. Á hinn bóginn var lagt til grundvallar að ásetningur mannsins hefði verið þokukenndur umrætt sinn. Ekki lá fyrir bótakrafa í málinu og var ráðið af framburði stúlkunnar að atvikið hefði ekki valdið henni verulegri vanlíðan. Dómurinn leit þó háttsemi mannsins alvarlegum augum enda til þess fallin að valda stúlkunni mikilli hræðslu. Var það niðurstaða dómsins að fresta refsingu mannsins og skilorðsbinda til tveggja ára. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða rúmar sjö hundruð þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels