Fengu útkall í miðri vítaspyrnukeppni og misstu af sigurspyrnunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 15:30 Ivan Rakitic leggur af stað í síðustu spyrnuna. Vísir/Getty Króatíska þjóðin safnast örugglega fyrir framan sjónvarpstækin í kvöld þegar Króatar mæta Englendingum í undanúrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Króatar eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM þökk sé sterkum taugum leikmanna liðsins í vítakeppnum. Króatar unnu nefnilega bæði Dani og Rússa í vítaspyrnukeppni. Króatar hafa reyndar klikkað á þremur vítaspyrnum en það kom ekki að sök. Þeir unnu Dani 3-2 og Rússana 4-3. Í báðum tilfellum var það Ivan Rakitic sem skoraði úr síðustu vítaspyrnu Króata og skaut liðið áfram í næstu umferð. Það gátu þó ekki allir séð Ivan Rakitic tryggja sigurinn á móti Rússum. Nú hefur verið gert opinbert skemmtilegt myndband frá slökkviliðsmönnum í Króatíu. Slökkviliðsmennirnir eru miklir stuðningsmenn króatíska landsliðsins og fylgdust því spenntir með vítakeppninni á stöðinni, nær allir klæddir í treyju landsliðsins. Slökkviliðsmennirnir voru hinsvegar líka á vaktinni og þeir fengu síðan útkall í miðri vítaspyrnukeppni eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.These Croatian firefighters were about to watch Ivan Rakitic send them into a #WorldCup semi-final... and then duty called pic.twitter.com/2np9ezHsJs — Indy Football (@IndyFootball) July 11, 2018 Það var ekkert hik á mönnum þegar kallið kom og þá skipti engu þótt að þeir væru örfáum sekúndum frá því að sjá úrslitin ráðast. Það urðu þó nokkrir þeirra eftir sem fögnuðu vel og gátu síðan væntanlega látið félaga sína vita í talstöðinni að króatíska landsliðið væri komið í undanúrslit HM í fyrsta sinn í tuttugu ár. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Króatíska þjóðin safnast örugglega fyrir framan sjónvarpstækin í kvöld þegar Króatar mæta Englendingum í undanúrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Króatar eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM þökk sé sterkum taugum leikmanna liðsins í vítakeppnum. Króatar unnu nefnilega bæði Dani og Rússa í vítaspyrnukeppni. Króatar hafa reyndar klikkað á þremur vítaspyrnum en það kom ekki að sök. Þeir unnu Dani 3-2 og Rússana 4-3. Í báðum tilfellum var það Ivan Rakitic sem skoraði úr síðustu vítaspyrnu Króata og skaut liðið áfram í næstu umferð. Það gátu þó ekki allir séð Ivan Rakitic tryggja sigurinn á móti Rússum. Nú hefur verið gert opinbert skemmtilegt myndband frá slökkviliðsmönnum í Króatíu. Slökkviliðsmennirnir eru miklir stuðningsmenn króatíska landsliðsins og fylgdust því spenntir með vítakeppninni á stöðinni, nær allir klæddir í treyju landsliðsins. Slökkviliðsmennirnir voru hinsvegar líka á vaktinni og þeir fengu síðan útkall í miðri vítaspyrnukeppni eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.These Croatian firefighters were about to watch Ivan Rakitic send them into a #WorldCup semi-final... and then duty called pic.twitter.com/2np9ezHsJs — Indy Football (@IndyFootball) July 11, 2018 Það var ekkert hik á mönnum þegar kallið kom og þá skipti engu þótt að þeir væru örfáum sekúndum frá því að sjá úrslitin ráðast. Það urðu þó nokkrir þeirra eftir sem fögnuðu vel og gátu síðan væntanlega látið félaga sína vita í talstöðinni að króatíska landsliðið væri komið í undanúrslit HM í fyrsta sinn í tuttugu ár.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira