Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. september 2018 07:00 Sigurður Kristinsson, Ólöf Embla Eyjólfsdóttir og Ragna Árnadóttir sátu í starfshópnum ásamt Jóni Ólafssyni. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. Í skýrslunni er því lýst hvernig vítahringur vantrausts myndist vegna tortryggni borgaranna sem þessi tregða stjórnvalda veldur. Tregðan á meðal annars rætur að rekja til starfsvenja sem ganga út á að synja um aðgang fremur en að veita upplýsingar. Beiðnum sé gjarnan synjað með almennri vísun til takmörkunarheimilda og „látið á það reyna“ hvort beiðandi vísar málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá komi fyrir að stjórnvald spyrji beiðendur beint út til hvers þeir ætli að nota umbeðnar upplýsingar áður en afstaða er tekin til beiðninnar. Að mati starfshópsins kann þetta háttarlag stjórnvalda að skýrast af því viðhorfi að öruggara sé að láta úrskurðarnefndina eða dómstóla taka endanlega ákvörðun um afhendingu upplýsinganna. Einnig kunni að vera að starfsmönnum finnist óþægilegt að upplýsingar um störf þeirra birtist opinberlega og kunni þau viðhorf að fyrirfinnast í stjórnsýslunni að almenningur hafi ekkert við umbeðnar upplýsingar að gera. Þá hafi ekki verið farið í heildarstefnumótun um upplýsingagjöf hins opinbera til almennings eins og upplýsingalög áskilja. Einnig er lagt til að hámarkstími verði settur á afgreiðslu upplýsingabeiðna. Langur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er einnig gagnrýndur en hann hefur verið um og yfir heilt ár að meðaltali á undanförnum árum. Leggur starfshópurinn til að nefndin verði efld til samræmis við aðrar nefndir í stjórnsýslunni með svipaðan málafjölda. Þá er varað við þeirri tilhneigingu í löggjöf að tilteknir aðilar verði undanþegnir gildissviði upplýsingalaga og mælst til þess að Alþingi og dómstólar verði felld undir lögin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. Í skýrslunni er því lýst hvernig vítahringur vantrausts myndist vegna tortryggni borgaranna sem þessi tregða stjórnvalda veldur. Tregðan á meðal annars rætur að rekja til starfsvenja sem ganga út á að synja um aðgang fremur en að veita upplýsingar. Beiðnum sé gjarnan synjað með almennri vísun til takmörkunarheimilda og „látið á það reyna“ hvort beiðandi vísar málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá komi fyrir að stjórnvald spyrji beiðendur beint út til hvers þeir ætli að nota umbeðnar upplýsingar áður en afstaða er tekin til beiðninnar. Að mati starfshópsins kann þetta háttarlag stjórnvalda að skýrast af því viðhorfi að öruggara sé að láta úrskurðarnefndina eða dómstóla taka endanlega ákvörðun um afhendingu upplýsinganna. Einnig kunni að vera að starfsmönnum finnist óþægilegt að upplýsingar um störf þeirra birtist opinberlega og kunni þau viðhorf að fyrirfinnast í stjórnsýslunni að almenningur hafi ekkert við umbeðnar upplýsingar að gera. Þá hafi ekki verið farið í heildarstefnumótun um upplýsingagjöf hins opinbera til almennings eins og upplýsingalög áskilja. Einnig er lagt til að hámarkstími verði settur á afgreiðslu upplýsingabeiðna. Langur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er einnig gagnrýndur en hann hefur verið um og yfir heilt ár að meðaltali á undanförnum árum. Leggur starfshópurinn til að nefndin verði efld til samræmis við aðrar nefndir í stjórnsýslunni með svipaðan málafjölda. Þá er varað við þeirri tilhneigingu í löggjöf að tilteknir aðilar verði undanþegnir gildissviði upplýsingalaga og mælst til þess að Alþingi og dómstólar verði felld undir lögin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55
Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00