New Music For Strings kemur til Reykjavíkur Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. ágúst 2018 06:45 Júlía Mogensen er meðal skipuleggjenda New Music For Strings. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er þriðja árið sem þessi hátíð er haldin en hún kemur nú í fyrsta skipti til Íslands,“ segir Júlía Mogensen sellóleikari um tónlistarhátíðina New Music For Strings sem fram fer í Reykjavík í vikunni. Hátíðin hefur áður verið haldin í New York og Árósum. Júlía kemur að skipulagningu hátíðarinnar hérlendis ásamt Þórunni Völu Valdimarsdóttur söngkonu, Gróu Margréti Valdimarsdóttur fiðluleikara og David Cutright tónskáldi sem er einn af listrænum stjórnendum hátíðarinnar. „Þarna er verið að tengja saman Bandaríkin og Norðurlönd. Hátíðin var í Árósum í síðustu viku en nú koma listamennirnir til Íslands.“ Á hátíðinni verða flutt verk fyrir ýmsar gerðir strengjahljóðfæra en einnig koma fram klarínettleikari og söngkonur.Pulitzer-verðlaunahafinn Du Yun, verður með vinnustofu í tengslum við hátíðina.Meðal þeirra sem taka þátt eru Du Yun, sem er Pulitzer-verðlaunahafi í tónlist, en hún verður með vinnustofu í samvinnu við Pál Ragnar Pálsson. Þá mun Eugene Drucker, sem er einn af meðlimum hins þekkta Emerson kvartetts, koma fram. „Ég held að þetta sá svolítið einstök hátíð á sínu sviði, alla vega hvað varðar samstarf tónskálda og strengjaleikara, en mörg þeirra eru jafnt flytjendur og tónskáld. Í því samhengi verður virkilega gaman og áhugavert að kanna þessi, oft óskilgreindu mörk sköpunar og túlkunar í nýrri músík, í raunverulegu samtali,“ segir Júlía. Hún segir sum þessara verka sem flutt verða teygja sig inn fyrir aðrar listgreinar þannig að úr verði öðruvísi upplifun en fólk ætti að venjast innan hins hefðbundna klassíska ramma. Auk þrennra tónleika verða haldnir fyrirlestrar í Listaháskólanum og vinnustofur þar sem meðal annars mastersnemar í tónsmíðum og flytjendur munu vinna saman. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
„Þetta er þriðja árið sem þessi hátíð er haldin en hún kemur nú í fyrsta skipti til Íslands,“ segir Júlía Mogensen sellóleikari um tónlistarhátíðina New Music For Strings sem fram fer í Reykjavík í vikunni. Hátíðin hefur áður verið haldin í New York og Árósum. Júlía kemur að skipulagningu hátíðarinnar hérlendis ásamt Þórunni Völu Valdimarsdóttur söngkonu, Gróu Margréti Valdimarsdóttur fiðluleikara og David Cutright tónskáldi sem er einn af listrænum stjórnendum hátíðarinnar. „Þarna er verið að tengja saman Bandaríkin og Norðurlönd. Hátíðin var í Árósum í síðustu viku en nú koma listamennirnir til Íslands.“ Á hátíðinni verða flutt verk fyrir ýmsar gerðir strengjahljóðfæra en einnig koma fram klarínettleikari og söngkonur.Pulitzer-verðlaunahafinn Du Yun, verður með vinnustofu í tengslum við hátíðina.Meðal þeirra sem taka þátt eru Du Yun, sem er Pulitzer-verðlaunahafi í tónlist, en hún verður með vinnustofu í samvinnu við Pál Ragnar Pálsson. Þá mun Eugene Drucker, sem er einn af meðlimum hins þekkta Emerson kvartetts, koma fram. „Ég held að þetta sá svolítið einstök hátíð á sínu sviði, alla vega hvað varðar samstarf tónskálda og strengjaleikara, en mörg þeirra eru jafnt flytjendur og tónskáld. Í því samhengi verður virkilega gaman og áhugavert að kanna þessi, oft óskilgreindu mörk sköpunar og túlkunar í nýrri músík, í raunverulegu samtali,“ segir Júlía. Hún segir sum þessara verka sem flutt verða teygja sig inn fyrir aðrar listgreinar þannig að úr verði öðruvísi upplifun en fólk ætti að venjast innan hins hefðbundna klassíska ramma. Auk þrennra tónleika verða haldnir fyrirlestrar í Listaháskólanum og vinnustofur þar sem meðal annars mastersnemar í tónsmíðum og flytjendur munu vinna saman.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira