Töluverð afköst á stuttum tíma á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2018 19:45 Þótt Alþingi hafi byrjað óvenju seint í vetur vegna kosninga og tekið hafi verið hlé á þingstörfum vegna sveitarstjórnarkosninga náðu þingmenn engu að síður að samþykkja áttatíu og fjögur lagafrumvörp, þar af tuttugu og fjögur á síðustu dögunum fyrir frestun þings í gærkvöldi. Forseti Alþingis segir unnið í að efla þingið og vonandi hefjist jarðvegsvinna við nýja skrifstofubyggingu þess í sumar. Kosið var til Alþingis í lok október og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum hinn 30. nóvember en yfirleitt eru stjórnarskipti að vori. Það fór því lítið fyrir þingstörfum síðastliðið haust. Þrátt fyrir þetta náði Alþingi að afgreiða 84 frumvörp og 29 álytktanir áður en þingi var frestað í gærkvöldi fram að hátíðarfundi vegna 100 ára afmælis fullveldisins hinn 18. júlí á Þingvöllum en eiginleg þingstöf hefjast ekki á ný fyrr en í byrjun september. Þótt töluvert hafi verið tekist á um afgreiðslu mála á síðustu dögum þings í þessari viku samþykktu þingmenn engu að síður 24 frumvörp síðustu tvær vikurnar. Þeirra á meðal var umdeild fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og síðast í gærkvöldi umfangsmikið frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýinga sem mun snerta alla starfsemi sem safnar saman upplýsingum um fólk.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/stefánAð venju kvaddi forseti Alþingis, að þessu sinni Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn og starfsfólk og þakkaði þeim fyrir samstarfið á þinginu sem var að líða. Hann minntist nýlegra siðareglna þingmanna og fór yfir breytingar sem gera þyrfti til að styrkja störf Alþingis. „Ég vil að lokum geta þess að lokahönnun skrifstofubyggingar Alþingis hér á reitnum er að hefjast. Bind ég vonir við að jarðvegsframkvæmdir geti hafist á þessu ári. Þessi nýja bygging mun hafa í för með sér gríðarkeg breytingu á starfsaðstöðu þingmanna, starfsmanna nefndanna og raunar þingsins alls,” sagði Steingrímur. Eins og venja er þakkaði þingflokksformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins forseta og starfsfólki fyrir samstarfið.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Stefán„Við tökumst á í þessum sal því vonir og væntingar fara ekki saman. Áherslur og leiðir sem við viljum fara í stórum málum sem smáum eru ólíkar. Sáttfýsi og greiðar samskiptaleiðir skipta miklu máli í vinnu okkar fyrir þjóðina,” sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Að svo mæltu las Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetabréf um frestun þingfunda. „Virðulegur forseti, ég þakka starfsmönnum Alþingis einkar gott og farsælt samstarf og þakka alþingismönnum gefandi samskipti á þessu þingi,” sagði forsætisráðherra. Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Þótt Alþingi hafi byrjað óvenju seint í vetur vegna kosninga og tekið hafi verið hlé á þingstörfum vegna sveitarstjórnarkosninga náðu þingmenn engu að síður að samþykkja áttatíu og fjögur lagafrumvörp, þar af tuttugu og fjögur á síðustu dögunum fyrir frestun þings í gærkvöldi. Forseti Alþingis segir unnið í að efla þingið og vonandi hefjist jarðvegsvinna við nýja skrifstofubyggingu þess í sumar. Kosið var til Alþingis í lok október og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum hinn 30. nóvember en yfirleitt eru stjórnarskipti að vori. Það fór því lítið fyrir þingstörfum síðastliðið haust. Þrátt fyrir þetta náði Alþingi að afgreiða 84 frumvörp og 29 álytktanir áður en þingi var frestað í gærkvöldi fram að hátíðarfundi vegna 100 ára afmælis fullveldisins hinn 18. júlí á Þingvöllum en eiginleg þingstöf hefjast ekki á ný fyrr en í byrjun september. Þótt töluvert hafi verið tekist á um afgreiðslu mála á síðustu dögum þings í þessari viku samþykktu þingmenn engu að síður 24 frumvörp síðustu tvær vikurnar. Þeirra á meðal var umdeild fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og síðast í gærkvöldi umfangsmikið frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýinga sem mun snerta alla starfsemi sem safnar saman upplýsingum um fólk.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/stefánAð venju kvaddi forseti Alþingis, að þessu sinni Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn og starfsfólk og þakkaði þeim fyrir samstarfið á þinginu sem var að líða. Hann minntist nýlegra siðareglna þingmanna og fór yfir breytingar sem gera þyrfti til að styrkja störf Alþingis. „Ég vil að lokum geta þess að lokahönnun skrifstofubyggingar Alþingis hér á reitnum er að hefjast. Bind ég vonir við að jarðvegsframkvæmdir geti hafist á þessu ári. Þessi nýja bygging mun hafa í för með sér gríðarkeg breytingu á starfsaðstöðu þingmanna, starfsmanna nefndanna og raunar þingsins alls,” sagði Steingrímur. Eins og venja er þakkaði þingflokksformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins forseta og starfsfólki fyrir samstarfið.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Stefán„Við tökumst á í þessum sal því vonir og væntingar fara ekki saman. Áherslur og leiðir sem við viljum fara í stórum málum sem smáum eru ólíkar. Sáttfýsi og greiðar samskiptaleiðir skipta miklu máli í vinnu okkar fyrir þjóðina,” sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Að svo mæltu las Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetabréf um frestun þingfunda. „Virðulegur forseti, ég þakka starfsmönnum Alþingis einkar gott og farsælt samstarf og þakka alþingismönnum gefandi samskipti á þessu þingi,” sagði forsætisráðherra.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30
Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08