Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að skipta velferðarráðuneytinu í tvö ráðuneyti. Það verður gert í samráði við Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem í dag starfa bæði í því ráðuneyti.
Í tilkynningu kemur fram að forsætisráðuneytið muni því í samráði við velferðarráðuneytið undirbúa þingsályktunartillögu sem lögð verður fyrir Alþingi sem fyrst á haustþingi 2019. „Leitast verður við að halda kostnaði við breytinguna í lágmarki,“ segir í tilkynningunni.
Einu ráðuneyti skipt í tvennt
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent




Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent

Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent



