Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2018 10:38 Frá slysstað á Suðurlandsvegi í maí. Vísir Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í maí. Hefur maðurinn verið úrskurðaður í farbann til 11. júlí næstkomandi. Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. Maðurinn var fyrst úrskurðaður í farbann til 15. júní skömmu eftir slysið og var sá úrskurður kærður til Landsréttar en staðfestur þar. Þá var úrskurður um áframhaldandi farbann yfir manninum einnig kærður til Landsréttar en hefur nú verið staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins er niðurstaða lögreglu sú að bandaríski ferðamaðurinn hafi ekið bifreið sinni inn á öfugan vegarhelming og í veg fyrir hina bifreiðina með þeim afleiðingum að árekstur varð.Í fyrri úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu.Húsnæði LandsréttarVísir/HannaVilhjálmur vill stytta farbannið Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari skilaði einn dómara sératkvæði. Þar segist hann ósammála meirihluta dómenda um forsendur úrskurðarins og niðurstöðu um tímalengd farbannsins, sem eins og áður sagði er til 11. júlí næstkomandi. Þá gagnrýnir hann rannsókn í kjölfar slyssins. Þrátt fyrir að maðurinn hafi fyrst verið úrskurðaður í farbann strax eftir umferðarslysið var ekki óskað eftir bíltæknirannsókn á báðum ökutækjum fyrr en 22. maí síðastliðinn. Þá fengust ekki niðurstöður úr rannsókninni fyrr en 22 dögum eftir slysið. Vilhjálmur segir þessa töf á rannsókninni ekki hafa verið útskýrða eða réttlætta. Að auki segir Vilhjálmur beiðni um framlengingu farbanns lítt rökstudda þar eð óskað sé eftir farbanninu vegna áframhaldandi rannsóknar. Ekki sé gerð skýr grein fyrir því að hverju frekari rannsókn málsins beinist. Í ljósi þess sé ekkert því til fyrirstöðu að ljúka rannsókn málsins og taka ákvörðun um saksókn á styttri tíma en til 11. júlí. Ekki séu því sjáanleg rök fyrir því að fallast á beiðni um framlengingu farbannsins lengur en til 30. júní 2018 klukkan 12. Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Lögregla leitar vitna að banaslysinu á Suðurlandsvegi Þá kemur fram í tilkynningu að áfram sé unnið að rannsókn slyssins. 18. maí 2018 17:51 Tildrög banaslyssins á Suðurlandi enn óljós Íslensk kona lést í slysinu. 18. maí 2018 13:19 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í maí. Hefur maðurinn verið úrskurðaður í farbann til 11. júlí næstkomandi. Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. Maðurinn var fyrst úrskurðaður í farbann til 15. júní skömmu eftir slysið og var sá úrskurður kærður til Landsréttar en staðfestur þar. Þá var úrskurður um áframhaldandi farbann yfir manninum einnig kærður til Landsréttar en hefur nú verið staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins er niðurstaða lögreglu sú að bandaríski ferðamaðurinn hafi ekið bifreið sinni inn á öfugan vegarhelming og í veg fyrir hina bifreiðina með þeim afleiðingum að árekstur varð.Í fyrri úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu.Húsnæði LandsréttarVísir/HannaVilhjálmur vill stytta farbannið Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari skilaði einn dómara sératkvæði. Þar segist hann ósammála meirihluta dómenda um forsendur úrskurðarins og niðurstöðu um tímalengd farbannsins, sem eins og áður sagði er til 11. júlí næstkomandi. Þá gagnrýnir hann rannsókn í kjölfar slyssins. Þrátt fyrir að maðurinn hafi fyrst verið úrskurðaður í farbann strax eftir umferðarslysið var ekki óskað eftir bíltæknirannsókn á báðum ökutækjum fyrr en 22. maí síðastliðinn. Þá fengust ekki niðurstöður úr rannsókninni fyrr en 22 dögum eftir slysið. Vilhjálmur segir þessa töf á rannsókninni ekki hafa verið útskýrða eða réttlætta. Að auki segir Vilhjálmur beiðni um framlengingu farbanns lítt rökstudda þar eð óskað sé eftir farbanninu vegna áframhaldandi rannsóknar. Ekki sé gerð skýr grein fyrir því að hverju frekari rannsókn málsins beinist. Í ljósi þess sé ekkert því til fyrirstöðu að ljúka rannsókn málsins og taka ákvörðun um saksókn á styttri tíma en til 11. júlí. Ekki séu því sjáanleg rök fyrir því að fallast á beiðni um framlengingu farbannsins lengur en til 30. júní 2018 klukkan 12.
Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Lögregla leitar vitna að banaslysinu á Suðurlandsvegi Þá kemur fram í tilkynningu að áfram sé unnið að rannsókn slyssins. 18. maí 2018 17:51 Tildrög banaslyssins á Suðurlandi enn óljós Íslensk kona lést í slysinu. 18. maí 2018 13:19 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Lögregla leitar vitna að banaslysinu á Suðurlandsvegi Þá kemur fram í tilkynningu að áfram sé unnið að rannsókn slyssins. 18. maí 2018 17:51
Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14