Íslensku markverðirnir æfa með gleraugu sem skerða sjónina | Myndband Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 20. júní 2018 10:30 Rúnar Alex Rúnarsson grípur bolta hálfblindur frá Sebastian Boxleitner. vísir/tom Þær eru frumlegar og skemmtilegar æfingarnar sem markverði íslenska landsliðsins fara í gegnum á hverjum degi á æfingasvæðinu í Kabardinka. Vanalega sér Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari íslenska liðsins, um æfingar markvarðanna þriggja en styrktarþjálfarinn Sebastian Boxleitner hjálpaði til í dag. Þjóðverjinn skellti gleraugum á markverðina þrjá sem skerða sjónina verulega en þau eru hönnuð til þess að bæta viðbrögð markvarða. Þetta er afar vinsælt í markvarðafræðum nú til dags. Inn í gleraugunum er ljós sem blikkar þannig að mjög erfitt er að sjá með þau á sér. Þau fækka römmum sem mannsaugað sér um tuttugu, að sögn þýska styrktarþjálfarans.Boxleitner kastaði bæði tennisbolta og fótbolta að íslensku markvörðunum sem áttu bæði að grípa boltana og slá þá til baka.Fótboltatímaritið FourFourTwo fjallaði um þessi gleraugu eftir að svissneski landsliðsmarkvörðurinn Yann Sommer sást reglulega með þau. Í úttekt tímaritsins segir að mælt sé með því að notast ekki við gleraugun í meira en fimmtán mínútur á dag. Umgjörð strákanna okkar er alltaf að verða betri og meira fjármagni eytt í tæki og tól. Gleraugu sem þessi eru sögð kosta ríflega 350 evrur eða 40.000 krónur.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.Frederik Schram náði þessum þó hann sæi lítið.vísir/tom HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir vel vopnum búnir fyrir Volgograd Á morgun halda strákarnir okkar til Volgograd og þar taka á móti þeim lítt spennandi aðstæður. Hátt í 40 stiga hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 10:00 Föstu leikatriðin vopn í búrinu Við vissum nákvæmlega hvað við vildum gera en náðum ekki að fría okkur, segir Kári Árnason um föstu leikatriðin gegn Argentínu. 19. júní 2018 12:00 HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00 Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor. 19. júní 2018 09:02 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Þær eru frumlegar og skemmtilegar æfingarnar sem markverði íslenska landsliðsins fara í gegnum á hverjum degi á æfingasvæðinu í Kabardinka. Vanalega sér Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari íslenska liðsins, um æfingar markvarðanna þriggja en styrktarþjálfarinn Sebastian Boxleitner hjálpaði til í dag. Þjóðverjinn skellti gleraugum á markverðina þrjá sem skerða sjónina verulega en þau eru hönnuð til þess að bæta viðbrögð markvarða. Þetta er afar vinsælt í markvarðafræðum nú til dags. Inn í gleraugunum er ljós sem blikkar þannig að mjög erfitt er að sjá með þau á sér. Þau fækka römmum sem mannsaugað sér um tuttugu, að sögn þýska styrktarþjálfarans.Boxleitner kastaði bæði tennisbolta og fótbolta að íslensku markvörðunum sem áttu bæði að grípa boltana og slá þá til baka.Fótboltatímaritið FourFourTwo fjallaði um þessi gleraugu eftir að svissneski landsliðsmarkvörðurinn Yann Sommer sást reglulega með þau. Í úttekt tímaritsins segir að mælt sé með því að notast ekki við gleraugun í meira en fimmtán mínútur á dag. Umgjörð strákanna okkar er alltaf að verða betri og meira fjármagni eytt í tæki og tól. Gleraugu sem þessi eru sögð kosta ríflega 350 evrur eða 40.000 krónur.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.Frederik Schram náði þessum þó hann sæi lítið.vísir/tom
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir vel vopnum búnir fyrir Volgograd Á morgun halda strákarnir okkar til Volgograd og þar taka á móti þeim lítt spennandi aðstæður. Hátt í 40 stiga hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 10:00 Föstu leikatriðin vopn í búrinu Við vissum nákvæmlega hvað við vildum gera en náðum ekki að fría okkur, segir Kári Árnason um föstu leikatriðin gegn Argentínu. 19. júní 2018 12:00 HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00 Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor. 19. júní 2018 09:02 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Strákarnir vel vopnum búnir fyrir Volgograd Á morgun halda strákarnir okkar til Volgograd og þar taka á móti þeim lítt spennandi aðstæður. Hátt í 40 stiga hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 10:00
Föstu leikatriðin vopn í búrinu Við vissum nákvæmlega hvað við vildum gera en náðum ekki að fría okkur, segir Kári Árnason um föstu leikatriðin gegn Argentínu. 19. júní 2018 12:00
HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00
Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor. 19. júní 2018 09:02