Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2018 20:00 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hafa átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. Hún fer fram á að breytingar verði gerðar á samgönguáætlun og farið verði í heildstæðar endurbætur á skemmri tíma en nú er lagt til. Karlmaður lést í hörðum árekstri til móts við Vallahverfið í Hafnarfirði í gær. Bifreiðarnar komu úr gagnstæðri átt og var maðurinn farþegi í annarri þeirra. Ökumaður bifreiðarinnar hefur verið úrskurðaður í farbann til 23. nóvember. Vegarkaflinn er hluti af Reykjanesbrautinni en hefur ekki verið tvöfaldaður. Slys hafa verið tíð á honum. Rósa segir brýnt að klára tvöföldun brautarinnar til að koma í veg fyrir slys sem þessi. „Ég veit ekki hvað við höfum oft á undanförnum tveimur til þremur árum sent ályktanir og áskoranir til ríkisvaldsins um að það þurfi að laga þennan kafla á Reykjanesbrautinni. Þarna er gríðarleg slysahætta og því miður alltof mörg mjög alvarleg slys. Þessu verður bara að linna," segir hún. Tilbúin með alla hönnun Rósa segist átta sig á því að fjármagnið sé takmarkað og bendir á að höfuðborgarsvæðið fái einungis þriðjung af fjárveitingum í samgönguáætlun. „Hér búa 65 prósent landsmanna, auk þessa mikla ferðamannafjölda sem fer þarna í gegn. Það er því ekki hægt annað en að spyrja sig hvernig stendur á því að fjármunum er skipt þannig.“ Hún segir Hafnarfjarðarbæ tilbúinn með alla hönnun og gera ráð fyrir fjármagni í tvöföldun innan bæjarmarka. „Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að ákveðinn kafli þarna verði tvöfaldaður á næsta ári. Við erum ánægð með það. Það þarf að gera betur, við þurfum að fara í þetta heildstætt og klára þetta mál. Ekki vera með þennan sífellda bútasaum. Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hafa átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. Hún fer fram á að breytingar verði gerðar á samgönguáætlun og farið verði í heildstæðar endurbætur á skemmri tíma en nú er lagt til. Karlmaður lést í hörðum árekstri til móts við Vallahverfið í Hafnarfirði í gær. Bifreiðarnar komu úr gagnstæðri átt og var maðurinn farþegi í annarri þeirra. Ökumaður bifreiðarinnar hefur verið úrskurðaður í farbann til 23. nóvember. Vegarkaflinn er hluti af Reykjanesbrautinni en hefur ekki verið tvöfaldaður. Slys hafa verið tíð á honum. Rósa segir brýnt að klára tvöföldun brautarinnar til að koma í veg fyrir slys sem þessi. „Ég veit ekki hvað við höfum oft á undanförnum tveimur til þremur árum sent ályktanir og áskoranir til ríkisvaldsins um að það þurfi að laga þennan kafla á Reykjanesbrautinni. Þarna er gríðarleg slysahætta og því miður alltof mörg mjög alvarleg slys. Þessu verður bara að linna," segir hún. Tilbúin með alla hönnun Rósa segist átta sig á því að fjármagnið sé takmarkað og bendir á að höfuðborgarsvæðið fái einungis þriðjung af fjárveitingum í samgönguáætlun. „Hér búa 65 prósent landsmanna, auk þessa mikla ferðamannafjölda sem fer þarna í gegn. Það er því ekki hægt annað en að spyrja sig hvernig stendur á því að fjármunum er skipt þannig.“ Hún segir Hafnarfjarðarbæ tilbúinn með alla hönnun og gera ráð fyrir fjármagni í tvöföldun innan bæjarmarka. „Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að ákveðinn kafli þarna verði tvöfaldaður á næsta ári. Við erum ánægð með það. Það þarf að gera betur, við þurfum að fara í þetta heildstætt og klára þetta mál. Ekki vera með þennan sífellda bútasaum.
Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34
Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47