Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2018 20:00 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hafa átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. Hún fer fram á að breytingar verði gerðar á samgönguáætlun og farið verði í heildstæðar endurbætur á skemmri tíma en nú er lagt til. Karlmaður lést í hörðum árekstri til móts við Vallahverfið í Hafnarfirði í gær. Bifreiðarnar komu úr gagnstæðri átt og var maðurinn farþegi í annarri þeirra. Ökumaður bifreiðarinnar hefur verið úrskurðaður í farbann til 23. nóvember. Vegarkaflinn er hluti af Reykjanesbrautinni en hefur ekki verið tvöfaldaður. Slys hafa verið tíð á honum. Rósa segir brýnt að klára tvöföldun brautarinnar til að koma í veg fyrir slys sem þessi. „Ég veit ekki hvað við höfum oft á undanförnum tveimur til þremur árum sent ályktanir og áskoranir til ríkisvaldsins um að það þurfi að laga þennan kafla á Reykjanesbrautinni. Þarna er gríðarleg slysahætta og því miður alltof mörg mjög alvarleg slys. Þessu verður bara að linna," segir hún. Tilbúin með alla hönnun Rósa segist átta sig á því að fjármagnið sé takmarkað og bendir á að höfuðborgarsvæðið fái einungis þriðjung af fjárveitingum í samgönguáætlun. „Hér búa 65 prósent landsmanna, auk þessa mikla ferðamannafjölda sem fer þarna í gegn. Það er því ekki hægt annað en að spyrja sig hvernig stendur á því að fjármunum er skipt þannig.“ Hún segir Hafnarfjarðarbæ tilbúinn með alla hönnun og gera ráð fyrir fjármagni í tvöföldun innan bæjarmarka. „Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að ákveðinn kafli þarna verði tvöfaldaður á næsta ári. Við erum ánægð með það. Það þarf að gera betur, við þurfum að fara í þetta heildstætt og klára þetta mál. Ekki vera með þennan sífellda bútasaum. Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hafa átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. Hún fer fram á að breytingar verði gerðar á samgönguáætlun og farið verði í heildstæðar endurbætur á skemmri tíma en nú er lagt til. Karlmaður lést í hörðum árekstri til móts við Vallahverfið í Hafnarfirði í gær. Bifreiðarnar komu úr gagnstæðri átt og var maðurinn farþegi í annarri þeirra. Ökumaður bifreiðarinnar hefur verið úrskurðaður í farbann til 23. nóvember. Vegarkaflinn er hluti af Reykjanesbrautinni en hefur ekki verið tvöfaldaður. Slys hafa verið tíð á honum. Rósa segir brýnt að klára tvöföldun brautarinnar til að koma í veg fyrir slys sem þessi. „Ég veit ekki hvað við höfum oft á undanförnum tveimur til þremur árum sent ályktanir og áskoranir til ríkisvaldsins um að það þurfi að laga þennan kafla á Reykjanesbrautinni. Þarna er gríðarleg slysahætta og því miður alltof mörg mjög alvarleg slys. Þessu verður bara að linna," segir hún. Tilbúin með alla hönnun Rósa segist átta sig á því að fjármagnið sé takmarkað og bendir á að höfuðborgarsvæðið fái einungis þriðjung af fjárveitingum í samgönguáætlun. „Hér búa 65 prósent landsmanna, auk þessa mikla ferðamannafjölda sem fer þarna í gegn. Það er því ekki hægt annað en að spyrja sig hvernig stendur á því að fjármunum er skipt þannig.“ Hún segir Hafnarfjarðarbæ tilbúinn með alla hönnun og gera ráð fyrir fjármagni í tvöföldun innan bæjarmarka. „Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að ákveðinn kafli þarna verði tvöfaldaður á næsta ári. Við erum ánægð með það. Það þarf að gera betur, við þurfum að fara í þetta heildstætt og klára þetta mál. Ekki vera með þennan sífellda bútasaum.
Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34
Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47