Kylian Mbappé, leikmaður PSG og heimsmeistari með franska landsliðinu í fótbolta, tók ekki krónu heim af þeim bónusum sem hann fékk fyrir að verða heimsmeistari síðastliðinn sunnudag. Forbes greinir frá.
Mbappé þénaði um 22.300 dollara á leik og fékk eins og aðrir leikmenn franska liðsins 350.000 dollara fyrir að vinna mótið en samtals gerir það um 500.000 dollara sem nema 53 milljónum króna.
Franska ungstirnið, sem varð annar maðurinn á eftir Pelé til að skora í úrslitaleik HM sem táningur, gaf allan peninginn til góðgerðarsamtakanna Premiers de Cordée.
Þau gefa fötluðum börnum og krökkum sem hafa þurft að liggja lengi inn á sjúkrahúsi vegna veikinda tækifæri á að æfa og keppa í íþróttum en Mbappé er einn af verndurum og velunnurum samtakanna.
Kylian Mbappé er frá Bondy sem er í úthverfum Parísar þar sem hann ólst upp við fátækt en faðir hans er frá Alsír og móðir hans frá Kamerún. Hann var einn af 16 leikmönnum á HM sem ólst upp í úthverfum frönsku höfuðborgarinnar.
Mbappé gaf allan HM-bónusinn til góðgerðarmála

Tengdar fréttir

Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG
Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG

Kaka: Erum heppin að fá að horfa á Mbappe
Brasilíumaðurinn Ricardo Kaka hefur farið fögrum orðum um ungstirnið Kylian Mbappe sem hefur farið á kostum á HM í sumar.

Mörgum finnst valið standa á milli Luka Modric og N'Golo Kante
Tveir leikmenn gætu möguleika að vera að spila um aðeins meira en heimsmeistaratitilinn þegar úrslitin ráðast á heimsmeistaramótinu í fótbolta á sunnudaginn.