Söngvari The Hefners sér eftir notkun „blackface“ og biðst afsökunar Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2018 20:26 Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar, segir að The Hefners muni ekki koma aftur fram með „blackface“. Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar The Hefners, hefur birt nýja færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir umræðu síðasta sólarhrings hafa verið upplýsandi og hafi orðið til þess að hann hafi skipt um skoðun á notkun „blackface“. Umræðan beinist að færslu Kristins Óla Haraldssonar, betur þekktur sem Króli, en þar vakti hann athygli á því að hljómsveitin kæmi fram með svo kallað „blackface“ gervi, en slíkt hefur verið afar umdeilt og þykir bera vott um fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft.Sjá einnig: Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandi Í upphafi sagði hljómsveitin að gervið tengdist ekki kynþáttahatri og þætti miður að fólk túlki sýninguna þeirra sem einhvers konar kynþáttafordóma. Í nýjustu færslu Birgis segir hann að í kjölfar þeirrar umræðu sem varð út frá færslu rapparans Króla hafi hann skipt um skoðun á notkun „blackface“. Það sé nú hans persónulega skoðun að það hafi verið ónærgætið og vanhugsað af hans hálfu og hann fagnar umræðunni, sem hafi fært hann að þessari niðurstöðu. „Ég hef sem sagt breytt um skoðun, það er það fallega við skoðanir, maður getur breytt þeim.“ Hann biður þá sem tóku notkun gervisins nærri sér afsökunar og segir það aldrei of seint að sjá að sér. Hann segir fólk vera betur upplýst nú en í gær um þessi mál og staðfestir að The Hefners munu ekki aftur koma fram með dökkan farða héðan í frá. Birgir hvetur þá fólk til þess að halda umræðunni málefnalegri og segir persónuleg skítköst ekki eiga heima í umræðunni, hvorki á bæjarfélagið, hljómsveitina eða Króla. Hann tekur ítrekar fyrri orð sín að hatur og illska sé fjarri því sem hljómsveitin standi fyrir. Tengdar fréttir Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57 The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar The Hefners, hefur birt nýja færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir umræðu síðasta sólarhrings hafa verið upplýsandi og hafi orðið til þess að hann hafi skipt um skoðun á notkun „blackface“. Umræðan beinist að færslu Kristins Óla Haraldssonar, betur þekktur sem Króli, en þar vakti hann athygli á því að hljómsveitin kæmi fram með svo kallað „blackface“ gervi, en slíkt hefur verið afar umdeilt og þykir bera vott um fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft.Sjá einnig: Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandi Í upphafi sagði hljómsveitin að gervið tengdist ekki kynþáttahatri og þætti miður að fólk túlki sýninguna þeirra sem einhvers konar kynþáttafordóma. Í nýjustu færslu Birgis segir hann að í kjölfar þeirrar umræðu sem varð út frá færslu rapparans Króla hafi hann skipt um skoðun á notkun „blackface“. Það sé nú hans persónulega skoðun að það hafi verið ónærgætið og vanhugsað af hans hálfu og hann fagnar umræðunni, sem hafi fært hann að þessari niðurstöðu. „Ég hef sem sagt breytt um skoðun, það er það fallega við skoðanir, maður getur breytt þeim.“ Hann biður þá sem tóku notkun gervisins nærri sér afsökunar og segir það aldrei of seint að sjá að sér. Hann segir fólk vera betur upplýst nú en í gær um þessi mál og staðfestir að The Hefners munu ekki aftur koma fram með dökkan farða héðan í frá. Birgir hvetur þá fólk til þess að halda umræðunni málefnalegri og segir persónuleg skítköst ekki eiga heima í umræðunni, hvorki á bæjarfélagið, hljómsveitina eða Króla. Hann tekur ítrekar fyrri orð sín að hatur og illska sé fjarri því sem hljómsveitin standi fyrir.
Tengdar fréttir Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57 The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57
The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48