Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 19:43 Vísir/Getty Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. Í samtali við fréttastofu segir formaður Ljósmæðrafélagsins aftur á móti að gott samtal hafi verið á fundinum í morgun sem ljósmæður hafi saknað hingað til í viðræðunum. Þá verður viðbragðsáætlun Landspítalans og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins virkjuð á morgun vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura, að því er Rúv greinir frá. Þá eru heimaþjónustuljósmæður enn samningslausar gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Boðað var til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar var kynnt fyrir félagsmönnum. Var það niðurstaða fundarins að samninganefndin hefur áfram fullt og óskorðað umboð til að halda baráttu áfram.Ljósmæðranemar sækja ekki um störf sem losna Í dag hafa bæði útskriftarnemar í ljósmóðurfræðum og stjórn Læknafélags Íslands lýst yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Ljósmæðranemar sem munu útskrifast í júní 2018 ætla ekki að sækja um þær stöður sem losna þegar uppsagnir ljósmæðra taka gildi þann 1. júlí 2018. Þær ætla jafnframt ekki að ráða sig í fastar stöður sem ljósmæður fyrr en samningar nást,“ segir í tilkynningu frá félagi ljósmæðranema. „Fram til ársins 2014 voru ljósmæðranemar á launum í klinisku námi. Nú eru ljósmæðranemar á launalausum þrískiptum vöktum í 2 ár,“ segir ennfremur. Skora nemendur því á deiluaðila að ganga sem fyrst til samninga þar sem menntun og ábyrgð ljósmæðra er metin til launa. Stjórn Læknafélags Íslands lýsir jafnframt yfir þungum áhyggjum af stöðunni sem skapi neyðarástand á LSH vegna uppsagna fjölda ljósmæðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Þjónusta við konur í barneignarferli hefur verið mjög góð á Íslandi enda er árangurinn með því besta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera keppikefli stjórnvalda að draga ekki úr gæðum þjónustu við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Stjórn LÍ skorar því á deiluaðila að ganga tafarlaust til samninga,” segir í tilkynningunni. Ljósmæður í heimaþjónustu ennþá án samnings Kjaraviðræðurnar við ríkið eru ekki eina baráttan sem ljósmæður heyja um þessar mundir. Fulltrúar ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu áttu langan fund með Sjúkratryggingum Íslands sem endaði með drögum að samningi sem lagður var fyrir fund sjálfstætt starfandi ljósmæðra í gærkvöldi.Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir.Vísir/skjáskot„Honum var bara hafnað,“ segir Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir, sem setið hefur fundi með SÍ fyrir hönd ljósmæðra. Aðspurð hvers vegna honum var hafnað segir hún það fyrst og fremst vera vegna þess að samkvæmt samningnum hafi átt að skerða þjónustuna. Ekki hafi verið vilji til að auka fjármagn til þjónustunnar. Ljósmæður í heimaþjónustu lögðu niður störf á mánudaginn en alla jafna njóta um 85% nýbakaðra mæðra heimaþjónustu ljósmæðra. Bergrún segir að í samningsdrögunum hafi Sjúkratryggingar, samkvæmt tilmælum ráðuneytis, farið fram á jöfnu sem gengi ekki upp. „Það átti ekki að bæta fjármagni en það átti samt að skera eins lítið niður og hægt var.“ Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. Í samtali við fréttastofu segir formaður Ljósmæðrafélagsins aftur á móti að gott samtal hafi verið á fundinum í morgun sem ljósmæður hafi saknað hingað til í viðræðunum. Þá verður viðbragðsáætlun Landspítalans og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins virkjuð á morgun vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura, að því er Rúv greinir frá. Þá eru heimaþjónustuljósmæður enn samningslausar gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Boðað var til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar var kynnt fyrir félagsmönnum. Var það niðurstaða fundarins að samninganefndin hefur áfram fullt og óskorðað umboð til að halda baráttu áfram.Ljósmæðranemar sækja ekki um störf sem losna Í dag hafa bæði útskriftarnemar í ljósmóðurfræðum og stjórn Læknafélags Íslands lýst yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Ljósmæðranemar sem munu útskrifast í júní 2018 ætla ekki að sækja um þær stöður sem losna þegar uppsagnir ljósmæðra taka gildi þann 1. júlí 2018. Þær ætla jafnframt ekki að ráða sig í fastar stöður sem ljósmæður fyrr en samningar nást,“ segir í tilkynningu frá félagi ljósmæðranema. „Fram til ársins 2014 voru ljósmæðranemar á launum í klinisku námi. Nú eru ljósmæðranemar á launalausum þrískiptum vöktum í 2 ár,“ segir ennfremur. Skora nemendur því á deiluaðila að ganga sem fyrst til samninga þar sem menntun og ábyrgð ljósmæðra er metin til launa. Stjórn Læknafélags Íslands lýsir jafnframt yfir þungum áhyggjum af stöðunni sem skapi neyðarástand á LSH vegna uppsagna fjölda ljósmæðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Þjónusta við konur í barneignarferli hefur verið mjög góð á Íslandi enda er árangurinn með því besta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera keppikefli stjórnvalda að draga ekki úr gæðum þjónustu við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Stjórn LÍ skorar því á deiluaðila að ganga tafarlaust til samninga,” segir í tilkynningunni. Ljósmæður í heimaþjónustu ennþá án samnings Kjaraviðræðurnar við ríkið eru ekki eina baráttan sem ljósmæður heyja um þessar mundir. Fulltrúar ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu áttu langan fund með Sjúkratryggingum Íslands sem endaði með drögum að samningi sem lagður var fyrir fund sjálfstætt starfandi ljósmæðra í gærkvöldi.Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir.Vísir/skjáskot„Honum var bara hafnað,“ segir Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir, sem setið hefur fundi með SÍ fyrir hönd ljósmæðra. Aðspurð hvers vegna honum var hafnað segir hún það fyrst og fremst vera vegna þess að samkvæmt samningnum hafi átt að skerða þjónustuna. Ekki hafi verið vilji til að auka fjármagn til þjónustunnar. Ljósmæður í heimaþjónustu lögðu niður störf á mánudaginn en alla jafna njóta um 85% nýbakaðra mæðra heimaþjónustu ljósmæðra. Bergrún segir að í samningsdrögunum hafi Sjúkratryggingar, samkvæmt tilmælum ráðuneytis, farið fram á jöfnu sem gengi ekki upp. „Það átti ekki að bæta fjármagni en það átti samt að skera eins lítið niður og hægt var.“
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira