Bjórsíða Coca-Cola á Íslandi aðgengileg unglingum á Facebook Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. apríl 2018 07:00 Fyrir mistök var Facebook-síða Víking brugghúss opin unglingum undir áfengiskaupaaldri. Aldurstakmörk voru sett á eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar til í gær var Facebook-síða íslenska bjórframleiðandans Víking brugghúss aðgengileg unglingum undir áfengiskaupaaldri. Brugghúsið er í eigu Coca-Cola European Partners Ísland (CCEP), en þar hafði láðst að læsa síðunni fyrir tilteknum aldurshópi sem gerði það að verkum að efni og auglýsingar voru öllum aðgengilegar. Síðunni, sem er með rúmlega 14.300 fylgjendur, var læst eftir fyrirspurn Fréttablaðsins í gær. Helsti keppinautur CCEP, Ölgerðin, er með fjölmargar undirsíður á Facebook fyrir þær bjórtegundir sem þar eru framleiddar en þær eru allar læstar einstaklingum undir áfengiskaupaaldri á Íslandi. Fréttablaðið sannreyndi þetta með því að útbúa Facebook-aðgang fyrir 17 ára ungling til að skoða síður íslenskra áfengisframleiðenda. Takmarkanir reyndust í lagi hjá Ölgerðinni en síða Víking brugghúss var opin og sýnileg hinum 17 ára unglingspilti sem Fréttablaðið bjó til. Gat hann séð allt efni, auglýsingar, myndir og myndbönd þar og jafnvel Facebook-leiki þar sem hægt var að vinna bjórkassa í verðlaun. „Við stóðum í þeirri trú að Facebook-síðan væri lokuð fólki 20 ára og yngra,“ segir Einar Snorri Magnússon, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs CCEP. Bætt hafi verið úr þessu eftir fyrirspurn blaðsins og fullyrðir hann að öll dreifing áfengisauglýsinga þeirra á Facebook sé stillt þannig að þær birtist ekki 20 ára og yngri. „En vegna þessara mistaka þá hafa þessar auglýsingar mögulega birst aðilum sem gerðu sér sérstaka ferð inn á Víking brugghús Facebook-síðuna,“ segir Einar Snorri. „Við erum einnig með síður fyrir Thule og Víking Lager og þær eru báðar lokaðar fyrir yngri en 20 ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Þar til í gær var Facebook-síða íslenska bjórframleiðandans Víking brugghúss aðgengileg unglingum undir áfengiskaupaaldri. Brugghúsið er í eigu Coca-Cola European Partners Ísland (CCEP), en þar hafði láðst að læsa síðunni fyrir tilteknum aldurshópi sem gerði það að verkum að efni og auglýsingar voru öllum aðgengilegar. Síðunni, sem er með rúmlega 14.300 fylgjendur, var læst eftir fyrirspurn Fréttablaðsins í gær. Helsti keppinautur CCEP, Ölgerðin, er með fjölmargar undirsíður á Facebook fyrir þær bjórtegundir sem þar eru framleiddar en þær eru allar læstar einstaklingum undir áfengiskaupaaldri á Íslandi. Fréttablaðið sannreyndi þetta með því að útbúa Facebook-aðgang fyrir 17 ára ungling til að skoða síður íslenskra áfengisframleiðenda. Takmarkanir reyndust í lagi hjá Ölgerðinni en síða Víking brugghúss var opin og sýnileg hinum 17 ára unglingspilti sem Fréttablaðið bjó til. Gat hann séð allt efni, auglýsingar, myndir og myndbönd þar og jafnvel Facebook-leiki þar sem hægt var að vinna bjórkassa í verðlaun. „Við stóðum í þeirri trú að Facebook-síðan væri lokuð fólki 20 ára og yngra,“ segir Einar Snorri Magnússon, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs CCEP. Bætt hafi verið úr þessu eftir fyrirspurn blaðsins og fullyrðir hann að öll dreifing áfengisauglýsinga þeirra á Facebook sé stillt þannig að þær birtist ekki 20 ára og yngri. „En vegna þessara mistaka þá hafa þessar auglýsingar mögulega birst aðilum sem gerðu sér sérstaka ferð inn á Víking brugghús Facebook-síðuna,“ segir Einar Snorri. „Við erum einnig með síður fyrir Thule og Víking Lager og þær eru báðar lokaðar fyrir yngri en 20 ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00
Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00