Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Guðný Hrönn skrifar 2. febrúar 2018 09:30 Nú eru hlauparar víða um heim farnir að tína rusl samhliða því að hlaupa og Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með það. NORDICPHOTOS/GETTY/einkasafn Nýtt æði hefur skotið rótum í hlaupasamfélögum víða um heim. Þetta æði kallast plogging og snýst um að tína upp rusl á sama tíma og hlaupið er. Plogging er oftast stundað í hóp en auðvitað er líka hægt að plogga einn síns liðs. Æðið er upprunnið í Svíþjóð. Hlauparinn og umhverfisstjórnunarfræðingurinn Stefán Gíslason er ánægður með tilkoma þessa nýja æðis sem hefur margþætt notkunargildi. „Mér líst bara mjög vel á. Það er skemmtilegt að þarna sé verið að flétta tvennu saman, og meira að segja fleira en tvennu. Þetta snýst auðvitað um að hlaupa og tína upp rusl en þetta snýst líka um samveru.“„Svo er þetta meiri líkamsrækt heldur en bara hlaup, fólk er líka að gera hnébeygjur í leiðinni.“ Stefán hefur orðið þess var að plogging sé að ná útbreiðslu. „Það er talað um að þetta sé sænsk hugmynd en ég hef líka séð að þetta er gert til dæmis í Taílandi, Bandaríkjunum og Frakklandi.“ Sjálfur hefur Stefán ekki prófað að plogga en hann er opinn fyrir að gefa þessu æði séns. „Þetta er góð hugmynd og með margþætt notagildi. Með þessu er til dæmis hægt að vekja athygli á hversu fáránlega mikið rusl lendir á götunni,“ útskýrir Stefán sem sér mikla möguleika í plogginu. „Það er hægt að nota þetta sem útgangspunkt fyrir umhverfisumræðu í nærumhverfinu. Svo hefur fólk verið að gera keppni úr þessu og birta myndir af sér á Instagram og Facebook. Þetta getur líka verið leið fyrir fólk sem er ekki endilega hlauparar til að koma sér af stað, vegna þess að það er farið hægt yfir.“ Spurður út í hvort hann verði var við mikið rusl þegar hann hleypur svara hann játandi. „Já, af nógu er að taka. Maður fer ekki út að hlaupa án þess að sjá eitthvað rusl. Það er alls staðar, eiginlega alveg sama hvert maður fer, jafnvel uppi á fjöllum. Sérstaklega plast.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Umhverfismál Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Nýtt æði hefur skotið rótum í hlaupasamfélögum víða um heim. Þetta æði kallast plogging og snýst um að tína upp rusl á sama tíma og hlaupið er. Plogging er oftast stundað í hóp en auðvitað er líka hægt að plogga einn síns liðs. Æðið er upprunnið í Svíþjóð. Hlauparinn og umhverfisstjórnunarfræðingurinn Stefán Gíslason er ánægður með tilkoma þessa nýja æðis sem hefur margþætt notkunargildi. „Mér líst bara mjög vel á. Það er skemmtilegt að þarna sé verið að flétta tvennu saman, og meira að segja fleira en tvennu. Þetta snýst auðvitað um að hlaupa og tína upp rusl en þetta snýst líka um samveru.“„Svo er þetta meiri líkamsrækt heldur en bara hlaup, fólk er líka að gera hnébeygjur í leiðinni.“ Stefán hefur orðið þess var að plogging sé að ná útbreiðslu. „Það er talað um að þetta sé sænsk hugmynd en ég hef líka séð að þetta er gert til dæmis í Taílandi, Bandaríkjunum og Frakklandi.“ Sjálfur hefur Stefán ekki prófað að plogga en hann er opinn fyrir að gefa þessu æði séns. „Þetta er góð hugmynd og með margþætt notagildi. Með þessu er til dæmis hægt að vekja athygli á hversu fáránlega mikið rusl lendir á götunni,“ útskýrir Stefán sem sér mikla möguleika í plogginu. „Það er hægt að nota þetta sem útgangspunkt fyrir umhverfisumræðu í nærumhverfinu. Svo hefur fólk verið að gera keppni úr þessu og birta myndir af sér á Instagram og Facebook. Þetta getur líka verið leið fyrir fólk sem er ekki endilega hlauparar til að koma sér af stað, vegna þess að það er farið hægt yfir.“ Spurður út í hvort hann verði var við mikið rusl þegar hann hleypur svara hann játandi. „Já, af nógu er að taka. Maður fer ekki út að hlaupa án þess að sjá eitthvað rusl. Það er alls staðar, eiginlega alveg sama hvert maður fer, jafnvel uppi á fjöllum. Sérstaklega plast.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Umhverfismál Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira