Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 2. febrúar 2018 14:30 Glitnir HoldCo gæti tafið fyrir að lögbanni á fréttaflutning Stundarinnar verði aflétt í allt að ár með því að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði blaðið af kröfum félagsins í dag. Annar ritstjóra Stundarinnar segir erfitt að fagna aðstæðum sem séu óeðlilegar í sjálfu sér. Þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi sýknað Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo verður lögbannið áfram í gildi í að minnsta kosti þrjár vikur þar til áfrýjunarfrestur rennur út. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, segir að Glitnir geti tafið það í allt að ár með því að áfrýja til næsta dómstigs. Henni kæmi ekki á óvart að Glitnir áfrýi. „Við vonum auðvitað ekki. Það er náttúrulega búið að úrskurða að þetta var ólögmæt aðgerð. Vonandi láta þeir þar við sitja,“ segir Ingibjörg Dögg.Ekki hægt að þagga niður í umfjöllun fjölmiðla Lögbannið var lagt á í október í fyrra, aðeins rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar. Stundin hafði þá fjallað mikið um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, og vennslamanna hans skömmu fyrir hrunið 2008. Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri blaðsins, segir erfitt að fagna niðurstöðunni því aðstæðurnar séu óeðlilegar í sjálfu sér. „Það á ekki að vera hægt að þagga niður mikilvægar umfjallanir fjölmiðla í lýðræðisríki eins og okkar,“ segir hann.Nægar ástæður sem réttlætu birtingu skrifanna Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Stundarinnar hefði ekki gengið nær einkalífi þeirra einstaklinga sem um ræddi en óhjákvæmilegt hefði verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi um málefni sem varðaði almenning og að nægar ástæður hafi þar af leiðandi verið fyrir hendi sem réttlættu birtingu þessara skrifa. Hvernig gögnin komust í hendur blaðamanna Stundarinnar og sú staðreynd að í þeim væru upplýsingar sem féllu undir bankaleynd samkvæmt lögum breytti því ekki. Kröfum Glitnis Holdco um staðfestingu lögbannsins sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði lagt á og öðrum kröfum félagsins á hendur stefndu var því hafnað en kröfum félagsins um afhendingu gagna eða afrita af þeim var vísað frá. Þá voru í dóminum gerðar athugasemdir við meðferð sýslumanns á lögbannsbeiðninni. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur í heild sinni. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Glitnir HoldCo gæti tafið fyrir að lögbanni á fréttaflutning Stundarinnar verði aflétt í allt að ár með því að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði blaðið af kröfum félagsins í dag. Annar ritstjóra Stundarinnar segir erfitt að fagna aðstæðum sem séu óeðlilegar í sjálfu sér. Þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi sýknað Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo verður lögbannið áfram í gildi í að minnsta kosti þrjár vikur þar til áfrýjunarfrestur rennur út. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, segir að Glitnir geti tafið það í allt að ár með því að áfrýja til næsta dómstigs. Henni kæmi ekki á óvart að Glitnir áfrýi. „Við vonum auðvitað ekki. Það er náttúrulega búið að úrskurða að þetta var ólögmæt aðgerð. Vonandi láta þeir þar við sitja,“ segir Ingibjörg Dögg.Ekki hægt að þagga niður í umfjöllun fjölmiðla Lögbannið var lagt á í október í fyrra, aðeins rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar. Stundin hafði þá fjallað mikið um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, og vennslamanna hans skömmu fyrir hrunið 2008. Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri blaðsins, segir erfitt að fagna niðurstöðunni því aðstæðurnar séu óeðlilegar í sjálfu sér. „Það á ekki að vera hægt að þagga niður mikilvægar umfjallanir fjölmiðla í lýðræðisríki eins og okkar,“ segir hann.Nægar ástæður sem réttlætu birtingu skrifanna Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Stundarinnar hefði ekki gengið nær einkalífi þeirra einstaklinga sem um ræddi en óhjákvæmilegt hefði verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi um málefni sem varðaði almenning og að nægar ástæður hafi þar af leiðandi verið fyrir hendi sem réttlættu birtingu þessara skrifa. Hvernig gögnin komust í hendur blaðamanna Stundarinnar og sú staðreynd að í þeim væru upplýsingar sem féllu undir bankaleynd samkvæmt lögum breytti því ekki. Kröfum Glitnis Holdco um staðfestingu lögbannsins sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði lagt á og öðrum kröfum félagsins á hendur stefndu var því hafnað en kröfum félagsins um afhendingu gagna eða afrita af þeim var vísað frá. Þá voru í dóminum gerðar athugasemdir við meðferð sýslumanns á lögbannsbeiðninni. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur í heild sinni.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00