Guðrún vill baráttusæti í flokksvali Samfylkingar Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2018 15:14 Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila. vísir/gva Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingkona og tengiliður vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu, hefur tilkynnt að hún taki þátt í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Frá þessu greinir Guðrún í lokuðum Facebook-hópi fyrir flokksfélaga Samfylkingarinnar. Hún kveðst þar sækjast eftir 5. til 8. sæti á listanum og telur að hún muni „nýtast best í baráttusæti.“ Guðrún segist í samtali við Vísi ekki nenna að taka einhverja slagi með því að sækjast eftir sæti ofar á lista. „Ég nenni því ekki. Sá tími er liðinn,“ segir Guðrún létt í bragði.Hefði kosið uppstillingu Í færslu sinni segist hún afskaplega lítið hrifin af prófkjörum og flokksvali og að hún hefði kosið að flokkurinn hefði gripið til uppstillingar. „Ég vil hinsvegar leggja mitt að mörkum til að okkur farnist vel, því málefnin eru mörg og brýn. Ég er líka frekar brúarsmiður en átakamanneskja, ég er líka frekar víðsýn en þrönsýn, skil frekar en dæmi, vil hafa allt uppá borðum, þoli ekki neðanjarðarstarfsemi, vel mennskuna og málefnalegt samtal, er jafnaðarmaður og feministi og svo ótal margt annað,“ segir Guðrún sem segist jafnframt ekki ætla að eyða peningum í flokksvalsbaráttuna. Guðrún sat á þingi fyrir Samfykingu á árunum 1999 til 2007. Hún var ráðin tengiliður vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu árið 2010. Framboðsfrestur rennur út í dag og fer flokksvalið fram 10. febrúar. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingkona og tengiliður vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu, hefur tilkynnt að hún taki þátt í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Frá þessu greinir Guðrún í lokuðum Facebook-hópi fyrir flokksfélaga Samfylkingarinnar. Hún kveðst þar sækjast eftir 5. til 8. sæti á listanum og telur að hún muni „nýtast best í baráttusæti.“ Guðrún segist í samtali við Vísi ekki nenna að taka einhverja slagi með því að sækjast eftir sæti ofar á lista. „Ég nenni því ekki. Sá tími er liðinn,“ segir Guðrún létt í bragði.Hefði kosið uppstillingu Í færslu sinni segist hún afskaplega lítið hrifin af prófkjörum og flokksvali og að hún hefði kosið að flokkurinn hefði gripið til uppstillingar. „Ég vil hinsvegar leggja mitt að mörkum til að okkur farnist vel, því málefnin eru mörg og brýn. Ég er líka frekar brúarsmiður en átakamanneskja, ég er líka frekar víðsýn en þrönsýn, skil frekar en dæmi, vil hafa allt uppá borðum, þoli ekki neðanjarðarstarfsemi, vel mennskuna og málefnalegt samtal, er jafnaðarmaður og feministi og svo ótal margt annað,“ segir Guðrún sem segist jafnframt ekki ætla að eyða peningum í flokksvalsbaráttuna. Guðrún sat á þingi fyrir Samfykingu á árunum 1999 til 2007. Hún var ráðin tengiliður vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu árið 2010. Framboðsfrestur rennur út í dag og fer flokksvalið fram 10. febrúar.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira