Íslensk ofurtölva nýtt í meðferð á heilablóðfalli Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. júlí 2018 07:15 Hátæknifyrirtækið Advania Data Centers rekur ofurtölvuþjónustu sem meðal annars er nýtt í tilraunir á sviði læknavísinda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Við höfum verið að byggja þessa ofurtölvuþjónustu upp síðastliðin þrjú ár og verið í samstarfi við Hewlett Packard Enterprise og Intel. Frá svona miðju síðasta ári höfum við verið að sjá uppskeruna af þessum fjárfestingum,“ segir Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Advania Data Centers. Fyrirtækið rekur gagnaver í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Gísli segir þá tækni sem ofurtölvuþjónusta bjóði upp á sífellt vera að ryðja sér til rúms á fleiri sviðum. Meðal annars hefur þessi tækni verið notuð í lækna- og heilbrigðisvísindum. „Við tökum nú þátt í mjög spennandi verkefni með hollensku fyrirtæki sem snýr að greiningu og ákvörðunum um meðferð við heilablóðfalli. Með því að nýta gervigreind og svokallaða blockchain tækni verður hægt að gera allt ferlið margfalt betra.“ Þannig sé markmiðið að stytta þann tíma sem líður frá því að sneiðmynd er tekin af sjúklingi þangað til greining og tillögur að réttri meðferð liggja fyrir úr nokkrum klukkustundum í innan við þrjár mínútur. „Ferlið þangað til ákvörðun er tekin um meðferð er gríðarlega mikilvægt. Því lengri tími sem líður, þeim mun meiri verður skaðinn. Með nýju tækninni verður hægt að sjá strax með nokkuð mikilli vissu hversu mikilvægt er að aðgerð verði gerð strax.“ Gísli segir þetta verkefni hafa hlotið mikla athygli enda fái einn af hverjum sex karlmönnum og ein af hverjum fimm konum í heiminum heilablóðfall einhvern tímann á ævinni. „Möguleikar ofurtölva eru nánast óþrjótandi. Við eigum í framtíðinni eftir að nota fleiri tæki sem reiða sig á ofurtölvu í bakendaþjónustu. Það geta augljóslega ekki allir átt ofurtölvu heldur verður hægt að notast við tæknina við ákveðna þjónustu.“ Gísli segist nýlega hafa horft á kvikmyndina Big Hero 6 með syni sínum en þar kemur við sögu vélmenni sem býr yfir lækningamætti. „Ég fór að hugsa um að við erum farin að sjá lítil skref í átt að svona framtíð sem hingað til hefur frekar átt heima í vísindaskáldskap.“ Ofurtölvurnar hafa verið notaðar í fleiri verkefnum á sviði heilbrigðisvísinda. Má þar nefna verkefni þar sem líkt er eftir mannshjarta og það notað við lyfjaprófanir. „Svo höfum við á þessu ári tekið þátt í verkefni með indverskri taugarannsóknarmiðstöð. Þar er líkt eftir heila í geðklofaástandi og miðar tilraunin að því að finna betri meðferð sem myndi ekki krefjast inngrips eins og skurðaðgerðar.“ Advania hefur á síðustu tíu árum verið að þróa gagnaverstækni. „Þarna er mjög orkuþéttur búnaður sem þýðir að það er mjög mikill orkufrekur búnaður á sama stað. Það eru ákveðin tækifæri fyrir Ísland vegna staðsetningar landsins. Við höfum köld sumur, frekar jafnan hita og gott rakastig. Búnaður sem er hýstur hjá okkur er þannig ódýrari í rekstri.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Við höfum verið að byggja þessa ofurtölvuþjónustu upp síðastliðin þrjú ár og verið í samstarfi við Hewlett Packard Enterprise og Intel. Frá svona miðju síðasta ári höfum við verið að sjá uppskeruna af þessum fjárfestingum,“ segir Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Advania Data Centers. Fyrirtækið rekur gagnaver í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Gísli segir þá tækni sem ofurtölvuþjónusta bjóði upp á sífellt vera að ryðja sér til rúms á fleiri sviðum. Meðal annars hefur þessi tækni verið notuð í lækna- og heilbrigðisvísindum. „Við tökum nú þátt í mjög spennandi verkefni með hollensku fyrirtæki sem snýr að greiningu og ákvörðunum um meðferð við heilablóðfalli. Með því að nýta gervigreind og svokallaða blockchain tækni verður hægt að gera allt ferlið margfalt betra.“ Þannig sé markmiðið að stytta þann tíma sem líður frá því að sneiðmynd er tekin af sjúklingi þangað til greining og tillögur að réttri meðferð liggja fyrir úr nokkrum klukkustundum í innan við þrjár mínútur. „Ferlið þangað til ákvörðun er tekin um meðferð er gríðarlega mikilvægt. Því lengri tími sem líður, þeim mun meiri verður skaðinn. Með nýju tækninni verður hægt að sjá strax með nokkuð mikilli vissu hversu mikilvægt er að aðgerð verði gerð strax.“ Gísli segir þetta verkefni hafa hlotið mikla athygli enda fái einn af hverjum sex karlmönnum og ein af hverjum fimm konum í heiminum heilablóðfall einhvern tímann á ævinni. „Möguleikar ofurtölva eru nánast óþrjótandi. Við eigum í framtíðinni eftir að nota fleiri tæki sem reiða sig á ofurtölvu í bakendaþjónustu. Það geta augljóslega ekki allir átt ofurtölvu heldur verður hægt að notast við tæknina við ákveðna þjónustu.“ Gísli segist nýlega hafa horft á kvikmyndina Big Hero 6 með syni sínum en þar kemur við sögu vélmenni sem býr yfir lækningamætti. „Ég fór að hugsa um að við erum farin að sjá lítil skref í átt að svona framtíð sem hingað til hefur frekar átt heima í vísindaskáldskap.“ Ofurtölvurnar hafa verið notaðar í fleiri verkefnum á sviði heilbrigðisvísinda. Má þar nefna verkefni þar sem líkt er eftir mannshjarta og það notað við lyfjaprófanir. „Svo höfum við á þessu ári tekið þátt í verkefni með indverskri taugarannsóknarmiðstöð. Þar er líkt eftir heila í geðklofaástandi og miðar tilraunin að því að finna betri meðferð sem myndi ekki krefjast inngrips eins og skurðaðgerðar.“ Advania hefur á síðustu tíu árum verið að þróa gagnaverstækni. „Þarna er mjög orkuþéttur búnaður sem þýðir að það er mjög mikill orkufrekur búnaður á sama stað. Það eru ákveðin tækifæri fyrir Ísland vegna staðsetningar landsins. Við höfum köld sumur, frekar jafnan hita og gott rakastig. Búnaður sem er hýstur hjá okkur er þannig ódýrari í rekstri.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira