Ætlar að stefna ríkinu vegna Geirfinnsmáls Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. janúar 2018 07:00 Erla Bolladóttir vill nýjan úrskurð frá endurupptökunefnd. vísir/Ernir Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu til ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar sem synjaði beiðni hennar um endurupptöku á hennar þætti Geirfinnsmálsins. Erla hyggst hefja hópfjármögnun á næstu dögum vegna málarekstursins. Í dómi Hæstaréttar var á sínum tíma á því byggt að Erla, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu, eftir drápið á Geirfinni, hist á Mokka og ákveðið í sameiningu að ef á þau félli grunur myndu þau varpa sök á Einar Bollason, bróður Erlu, og svokallaða Klúbbmenn. Þannig hefði verið um skipulagt meinsæri að ræða. Fyrir tæpu ári heimilaði endurupptökunefnd að taka mætti manndrápsþætti málanna upp að nýju. Verði sýknað í þeim þáttum mun meinsærisþátturinn sitja einn eftir, en endurupptökunefnd synjaði beiðni Erlu um endurupptöku á þeim þætti. Erla telur hins vegar engar málalyktir geta orðið án endurskoðunar á meinsærinu. „Í september 2016 tilkynnti sérstakur saksóknari nefndinni þá afstöðu sína að efni væru til endurupptöku míns mál. Endurupptökunefndin tók ekkert tillit til þessarar afstöðu ákæruvaldsins í málinu,“ segir Erla. Í niðurstöðu nefndarinnar var byggt á því að Erla hefði ekki verið í gæsluvarðhaldi þegar hún bar sakir á saklausa menn og því ekki í sambærilegri stöðu til að gefa þvingaða vitnisburði. Erla bendir á skýrslu sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur gaf í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar 2016, um hve háð hún var rannsóknarmönnum á þessum tíma og það tak sem þeir höfðu á henni þrátt fyrir að hún væri formlega frjáls ferða sinna. „Það var endurupptökunefnd sem fór sérstaklega fram á þessar skýrslutökur og vitnisburður Gísla dugði til að snúa ákæruvaldinu,“ segir Erla. Hún segir alla sem kynnt hafa sér málið sjá að það sé ómögulegt að slíta meinsærisþátt málsins frá öðrum þáttum.Jack Latham vill styrkja söfnun Erlu með því að gefa söluandvirði nokkurra mynda sinna.vísir/anton brinkMálshöfðun er kostnaðarsöm og Erla hyggst leita til almennings um aðstoð við að fjármagna málsóknina. „Öll þjóðin þarf að ná sátt við réttarkerfið vegna þessa máls en við náum slíkri sátt ekki nema botn fáist í þær rannsóknaraðferðir sem beitt var. Uppruni meinsærisins og hinna röngu sakargifta er lykilþáttur í því uppgjöri,“ segir Erla. Ljósmyndarinn Jack Latham, sem setti upp sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur ákveðið að láta söluandvirði nokkurra myndanna renna til söfnunar Erlu. Latham heldur stutt erindi í Ljósmyndasafninu kl. 14 á morgun, lokadegi sýningarinnar, þar sem hann kynnir þessi áform sín og þá gefst fólki í síðasta skipti kostur á að skoða myndirnar sem eru allar til sölu. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu til ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar sem synjaði beiðni hennar um endurupptöku á hennar þætti Geirfinnsmálsins. Erla hyggst hefja hópfjármögnun á næstu dögum vegna málarekstursins. Í dómi Hæstaréttar var á sínum tíma á því byggt að Erla, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu, eftir drápið á Geirfinni, hist á Mokka og ákveðið í sameiningu að ef á þau félli grunur myndu þau varpa sök á Einar Bollason, bróður Erlu, og svokallaða Klúbbmenn. Þannig hefði verið um skipulagt meinsæri að ræða. Fyrir tæpu ári heimilaði endurupptökunefnd að taka mætti manndrápsþætti málanna upp að nýju. Verði sýknað í þeim þáttum mun meinsærisþátturinn sitja einn eftir, en endurupptökunefnd synjaði beiðni Erlu um endurupptöku á þeim þætti. Erla telur hins vegar engar málalyktir geta orðið án endurskoðunar á meinsærinu. „Í september 2016 tilkynnti sérstakur saksóknari nefndinni þá afstöðu sína að efni væru til endurupptöku míns mál. Endurupptökunefndin tók ekkert tillit til þessarar afstöðu ákæruvaldsins í málinu,“ segir Erla. Í niðurstöðu nefndarinnar var byggt á því að Erla hefði ekki verið í gæsluvarðhaldi þegar hún bar sakir á saklausa menn og því ekki í sambærilegri stöðu til að gefa þvingaða vitnisburði. Erla bendir á skýrslu sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur gaf í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar 2016, um hve háð hún var rannsóknarmönnum á þessum tíma og það tak sem þeir höfðu á henni þrátt fyrir að hún væri formlega frjáls ferða sinna. „Það var endurupptökunefnd sem fór sérstaklega fram á þessar skýrslutökur og vitnisburður Gísla dugði til að snúa ákæruvaldinu,“ segir Erla. Hún segir alla sem kynnt hafa sér málið sjá að það sé ómögulegt að slíta meinsærisþátt málsins frá öðrum þáttum.Jack Latham vill styrkja söfnun Erlu með því að gefa söluandvirði nokkurra mynda sinna.vísir/anton brinkMálshöfðun er kostnaðarsöm og Erla hyggst leita til almennings um aðstoð við að fjármagna málsóknina. „Öll þjóðin þarf að ná sátt við réttarkerfið vegna þessa máls en við náum slíkri sátt ekki nema botn fáist í þær rannsóknaraðferðir sem beitt var. Uppruni meinsærisins og hinna röngu sakargifta er lykilþáttur í því uppgjöri,“ segir Erla. Ljósmyndarinn Jack Latham, sem setti upp sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur ákveðið að láta söluandvirði nokkurra myndanna renna til söfnunar Erlu. Latham heldur stutt erindi í Ljósmyndasafninu kl. 14 á morgun, lokadegi sýningarinnar, þar sem hann kynnir þessi áform sín og þá gefst fólki í síðasta skipti kostur á að skoða myndirnar sem eru allar til sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira