Ætlar að stefna ríkinu vegna Geirfinnsmáls Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. janúar 2018 07:00 Erla Bolladóttir vill nýjan úrskurð frá endurupptökunefnd. vísir/Ernir Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu til ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar sem synjaði beiðni hennar um endurupptöku á hennar þætti Geirfinnsmálsins. Erla hyggst hefja hópfjármögnun á næstu dögum vegna málarekstursins. Í dómi Hæstaréttar var á sínum tíma á því byggt að Erla, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu, eftir drápið á Geirfinni, hist á Mokka og ákveðið í sameiningu að ef á þau félli grunur myndu þau varpa sök á Einar Bollason, bróður Erlu, og svokallaða Klúbbmenn. Þannig hefði verið um skipulagt meinsæri að ræða. Fyrir tæpu ári heimilaði endurupptökunefnd að taka mætti manndrápsþætti málanna upp að nýju. Verði sýknað í þeim þáttum mun meinsærisþátturinn sitja einn eftir, en endurupptökunefnd synjaði beiðni Erlu um endurupptöku á þeim þætti. Erla telur hins vegar engar málalyktir geta orðið án endurskoðunar á meinsærinu. „Í september 2016 tilkynnti sérstakur saksóknari nefndinni þá afstöðu sína að efni væru til endurupptöku míns mál. Endurupptökunefndin tók ekkert tillit til þessarar afstöðu ákæruvaldsins í málinu,“ segir Erla. Í niðurstöðu nefndarinnar var byggt á því að Erla hefði ekki verið í gæsluvarðhaldi þegar hún bar sakir á saklausa menn og því ekki í sambærilegri stöðu til að gefa þvingaða vitnisburði. Erla bendir á skýrslu sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur gaf í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar 2016, um hve háð hún var rannsóknarmönnum á þessum tíma og það tak sem þeir höfðu á henni þrátt fyrir að hún væri formlega frjáls ferða sinna. „Það var endurupptökunefnd sem fór sérstaklega fram á þessar skýrslutökur og vitnisburður Gísla dugði til að snúa ákæruvaldinu,“ segir Erla. Hún segir alla sem kynnt hafa sér málið sjá að það sé ómögulegt að slíta meinsærisþátt málsins frá öðrum þáttum.Jack Latham vill styrkja söfnun Erlu með því að gefa söluandvirði nokkurra mynda sinna.vísir/anton brinkMálshöfðun er kostnaðarsöm og Erla hyggst leita til almennings um aðstoð við að fjármagna málsóknina. „Öll þjóðin þarf að ná sátt við réttarkerfið vegna þessa máls en við náum slíkri sátt ekki nema botn fáist í þær rannsóknaraðferðir sem beitt var. Uppruni meinsærisins og hinna röngu sakargifta er lykilþáttur í því uppgjöri,“ segir Erla. Ljósmyndarinn Jack Latham, sem setti upp sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur ákveðið að láta söluandvirði nokkurra myndanna renna til söfnunar Erlu. Latham heldur stutt erindi í Ljósmyndasafninu kl. 14 á morgun, lokadegi sýningarinnar, þar sem hann kynnir þessi áform sín og þá gefst fólki í síðasta skipti kostur á að skoða myndirnar sem eru allar til sölu. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu til ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar sem synjaði beiðni hennar um endurupptöku á hennar þætti Geirfinnsmálsins. Erla hyggst hefja hópfjármögnun á næstu dögum vegna málarekstursins. Í dómi Hæstaréttar var á sínum tíma á því byggt að Erla, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu, eftir drápið á Geirfinni, hist á Mokka og ákveðið í sameiningu að ef á þau félli grunur myndu þau varpa sök á Einar Bollason, bróður Erlu, og svokallaða Klúbbmenn. Þannig hefði verið um skipulagt meinsæri að ræða. Fyrir tæpu ári heimilaði endurupptökunefnd að taka mætti manndrápsþætti málanna upp að nýju. Verði sýknað í þeim þáttum mun meinsærisþátturinn sitja einn eftir, en endurupptökunefnd synjaði beiðni Erlu um endurupptöku á þeim þætti. Erla telur hins vegar engar málalyktir geta orðið án endurskoðunar á meinsærinu. „Í september 2016 tilkynnti sérstakur saksóknari nefndinni þá afstöðu sína að efni væru til endurupptöku míns mál. Endurupptökunefndin tók ekkert tillit til þessarar afstöðu ákæruvaldsins í málinu,“ segir Erla. Í niðurstöðu nefndarinnar var byggt á því að Erla hefði ekki verið í gæsluvarðhaldi þegar hún bar sakir á saklausa menn og því ekki í sambærilegri stöðu til að gefa þvingaða vitnisburði. Erla bendir á skýrslu sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur gaf í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar 2016, um hve háð hún var rannsóknarmönnum á þessum tíma og það tak sem þeir höfðu á henni þrátt fyrir að hún væri formlega frjáls ferða sinna. „Það var endurupptökunefnd sem fór sérstaklega fram á þessar skýrslutökur og vitnisburður Gísla dugði til að snúa ákæruvaldinu,“ segir Erla. Hún segir alla sem kynnt hafa sér málið sjá að það sé ómögulegt að slíta meinsærisþátt málsins frá öðrum þáttum.Jack Latham vill styrkja söfnun Erlu með því að gefa söluandvirði nokkurra mynda sinna.vísir/anton brinkMálshöfðun er kostnaðarsöm og Erla hyggst leita til almennings um aðstoð við að fjármagna málsóknina. „Öll þjóðin þarf að ná sátt við réttarkerfið vegna þessa máls en við náum slíkri sátt ekki nema botn fáist í þær rannsóknaraðferðir sem beitt var. Uppruni meinsærisins og hinna röngu sakargifta er lykilþáttur í því uppgjöri,“ segir Erla. Ljósmyndarinn Jack Latham, sem setti upp sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur ákveðið að láta söluandvirði nokkurra myndanna renna til söfnunar Erlu. Latham heldur stutt erindi í Ljósmyndasafninu kl. 14 á morgun, lokadegi sýningarinnar, þar sem hann kynnir þessi áform sín og þá gefst fólki í síðasta skipti kostur á að skoða myndirnar sem eru allar til sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira