Hreinsar hugann á hlaupum Starri Freyr Jónsson skrifar 24. maí 2018 08:00 „Í dag nýt ég þess að hlaupa einn til þess að hreinsa hugann og um leið að hitta hlaupafélagana um helgar og njóta félagsskapar þeirra,“ segir Reynir Stefán Gylfason langhlaupari. Vísir/anton Um sex ár eru síðan Reynir Stefán Gylfason endurskoðandi hóf að stunda hlaup af kappi en þá bjó hann og fjölskylda hans í Sviss. Þau hjónin tóku þátt í sínu fyrsta maraþonhlaupi í Amsterdam árið 2015 og árið 2017 hóf hann að stunda utanvegahlaup. Síðan þá hefur hann m.a. keppt í 83 km utanvegahlaupi í Annecy í Frakklandi á síðasta ári og er um þessar mundir að undirbúa sig fyrir 105 km hlaup á Ítalíu í sumar „Ég byrjaði að hlaupa eitthvað af viti í Sviss árið 2012 enda var nánast alltaf logn þar og frekar hlýtt. Fyrstu árin var þetta frekar ómarkvisst hjá mér og helsta markmiðið var að koma mér í betra líkamlegt form. Eftir að við fluttum heim til Íslands 2014 elti ég eiginkonu mína, Lilju Dögg Stefánsdóttur, í hlaupahópinn Bíddu aðeins, sem í dag heitir Hlaupahópur Breiðabliks. Undanfarin ár hef ég hlaupið þrjú maraþon, það síðasta í Tel Avív í febrúar. Í dag nýt ég þess að hlaupa einn til þess að hreinsa hugann og um leið að hitta hlaupafélagana um helgar og njóta félagsskapar þeirra.“Esjan helsta æfingasvæðið Utanvegahlaupið í Annecy í Frakklandi kom til með skömmum fyrirvara að sögn Reynis. „Fjölskyldan var stödd í fríi í Ástralíu þar sem eldri sonur okkar var í háskóla þegar fjórir félagar úr hlaupahópnum ákváðu að skrá sig í hlaupið. Ég hef alltaf verið til í að takast á við nýjar áskoranir og mér fannst þessi áskorun vera þess eðlis að ég gæti ekki sleppt henni.“ Hann skráði sig því í hlaupið án þess beinlínis að velta því mikið fyrir sér. Frá því í janúar 2017, fram að hlaupi 27. maí, æfði hópurinn 4-6 sinnum í viku og hljóp rúmlega 60 km að meðaltali í viku. „Við fengum Elísabetu Margeirsdóttur til að aðstoða okkur við að búa til æfingaáætlun sem við fylgdum eftir nokkuð samviskusamlega. Lykilæfingin var langt hlaup um helgar sem var frá 2,5 klst. upp í 6 klst. sem var lengsta æfingin. Við höfum reynt að gera meira úr þessum löngu æfingum, förum yfirleitt saman í sund á eftir, tökum spjall og slökum á í heita og kalda pottinum. Lágafellslaug verður gjarnan fyrir valinu enda er hún næst Esjunni sem er okkar helsta æfingasvæði fyrir fjallahlaup.“Eftir þriggjalandahlaup í Austurríki þar sem hlaupið var í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Með honum eru Rannveig Borg Sigurðardóttir (t.v.) og Lilja Dögg Stefánsdóttir, eiginkona hans.Svipaður undirbúningur Hlaupið í sumar á Ítalíu verður öllu lengra eða 105 km og verður hækkunin rúmlega 7.000 metrar, samanborið við 5.200 hækkun í Frakklandi á síðasta ári. „Við vorum að leita að utanvegahlaupi fyrir þetta sumar og Elísabet kom með þessa hugmynd. Hlaupið er haldið á Norður-Ítalíu og hefst í bæ sem heitir Courmayeur. Margir Íslendingar þekkja svæðið sem er vinsælt skíðasvæði á veturna og göngusvæði á sumrin.“ Hann segir undirbúninginn hafa verið svipaðan og á síðasta ári en núna hafi þau byrjað fyrr þar sem hópurinn tók þátt í maraþonhlaupi í Tel Avív í febrúar sem var hluti af æfingaáætluninni. „Síðan höfum við eiginlega búið á Esjunni frá því í apríl en við reynum að fara þangað tvisvar í viku og hlaupum í 1,5 til 4 klst. Hápunktur æfingaplansins verður þegar við tökum þátt í Esjumaraþoninu sem verður 9. júní en það er um 45 km og með rúmlega 3.000 metra hækkun.“Mælir með hlaupahópum Utan Esjumaraþonsins og Ítalíuhlaupsins er fátt stórt á döfinni í sumar, segir Reynir. „Ég er þó að velta fyrir mér að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst og síðan er aldrei að vita hvað manni dettur sniðugt í hug.“ Aðspurður hvaða góð ráð hann geti gefið þeim sem langar til að byrja að hlaupa mælir hann eindregið með þátttöku í hlaupahópum. „Ég ráðlegg helst þeim sem vilja byrja að hlaupa að skrá sig í hlaupahóp en þeir eru mjög margir, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög gott aðhald í hlaupahópum, skemmtilegur félagsskapur og fólk á öllum stigum hlaupagetu og reynslu. Þannig að allir ættu að geta hlaupið á sínum hraða og fundið sér hlaupafélaga sem er á svipuðu róli. Svo er bara að reima á sig skóna og skokka af stað!“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Um sex ár eru síðan Reynir Stefán Gylfason endurskoðandi hóf að stunda hlaup af kappi en þá bjó hann og fjölskylda hans í Sviss. Þau hjónin tóku þátt í sínu fyrsta maraþonhlaupi í Amsterdam árið 2015 og árið 2017 hóf hann að stunda utanvegahlaup. Síðan þá hefur hann m.a. keppt í 83 km utanvegahlaupi í Annecy í Frakklandi á síðasta ári og er um þessar mundir að undirbúa sig fyrir 105 km hlaup á Ítalíu í sumar „Ég byrjaði að hlaupa eitthvað af viti í Sviss árið 2012 enda var nánast alltaf logn þar og frekar hlýtt. Fyrstu árin var þetta frekar ómarkvisst hjá mér og helsta markmiðið var að koma mér í betra líkamlegt form. Eftir að við fluttum heim til Íslands 2014 elti ég eiginkonu mína, Lilju Dögg Stefánsdóttur, í hlaupahópinn Bíddu aðeins, sem í dag heitir Hlaupahópur Breiðabliks. Undanfarin ár hef ég hlaupið þrjú maraþon, það síðasta í Tel Avív í febrúar. Í dag nýt ég þess að hlaupa einn til þess að hreinsa hugann og um leið að hitta hlaupafélagana um helgar og njóta félagsskapar þeirra.“Esjan helsta æfingasvæðið Utanvegahlaupið í Annecy í Frakklandi kom til með skömmum fyrirvara að sögn Reynis. „Fjölskyldan var stödd í fríi í Ástralíu þar sem eldri sonur okkar var í háskóla þegar fjórir félagar úr hlaupahópnum ákváðu að skrá sig í hlaupið. Ég hef alltaf verið til í að takast á við nýjar áskoranir og mér fannst þessi áskorun vera þess eðlis að ég gæti ekki sleppt henni.“ Hann skráði sig því í hlaupið án þess beinlínis að velta því mikið fyrir sér. Frá því í janúar 2017, fram að hlaupi 27. maí, æfði hópurinn 4-6 sinnum í viku og hljóp rúmlega 60 km að meðaltali í viku. „Við fengum Elísabetu Margeirsdóttur til að aðstoða okkur við að búa til æfingaáætlun sem við fylgdum eftir nokkuð samviskusamlega. Lykilæfingin var langt hlaup um helgar sem var frá 2,5 klst. upp í 6 klst. sem var lengsta æfingin. Við höfum reynt að gera meira úr þessum löngu æfingum, förum yfirleitt saman í sund á eftir, tökum spjall og slökum á í heita og kalda pottinum. Lágafellslaug verður gjarnan fyrir valinu enda er hún næst Esjunni sem er okkar helsta æfingasvæði fyrir fjallahlaup.“Eftir þriggjalandahlaup í Austurríki þar sem hlaupið var í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Með honum eru Rannveig Borg Sigurðardóttir (t.v.) og Lilja Dögg Stefánsdóttir, eiginkona hans.Svipaður undirbúningur Hlaupið í sumar á Ítalíu verður öllu lengra eða 105 km og verður hækkunin rúmlega 7.000 metrar, samanborið við 5.200 hækkun í Frakklandi á síðasta ári. „Við vorum að leita að utanvegahlaupi fyrir þetta sumar og Elísabet kom með þessa hugmynd. Hlaupið er haldið á Norður-Ítalíu og hefst í bæ sem heitir Courmayeur. Margir Íslendingar þekkja svæðið sem er vinsælt skíðasvæði á veturna og göngusvæði á sumrin.“ Hann segir undirbúninginn hafa verið svipaðan og á síðasta ári en núna hafi þau byrjað fyrr þar sem hópurinn tók þátt í maraþonhlaupi í Tel Avív í febrúar sem var hluti af æfingaáætluninni. „Síðan höfum við eiginlega búið á Esjunni frá því í apríl en við reynum að fara þangað tvisvar í viku og hlaupum í 1,5 til 4 klst. Hápunktur æfingaplansins verður þegar við tökum þátt í Esjumaraþoninu sem verður 9. júní en það er um 45 km og með rúmlega 3.000 metra hækkun.“Mælir með hlaupahópum Utan Esjumaraþonsins og Ítalíuhlaupsins er fátt stórt á döfinni í sumar, segir Reynir. „Ég er þó að velta fyrir mér að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst og síðan er aldrei að vita hvað manni dettur sniðugt í hug.“ Aðspurður hvaða góð ráð hann geti gefið þeim sem langar til að byrja að hlaupa mælir hann eindregið með þátttöku í hlaupahópum. „Ég ráðlegg helst þeim sem vilja byrja að hlaupa að skrá sig í hlaupahóp en þeir eru mjög margir, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög gott aðhald í hlaupahópum, skemmtilegur félagsskapur og fólk á öllum stigum hlaupagetu og reynslu. Þannig að allir ættu að geta hlaupið á sínum hraða og fundið sér hlaupafélaga sem er á svipuðu róli. Svo er bara að reima á sig skóna og skokka af stað!“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira