Áfram í haldi grunaður um umfangsmikið mansal Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:45 Málið er umfangsmikið og teygir ana sína víða og út fyrir landsteinana og ekki er vitað fyrir víst hver maðurinn er. Fréttablaðið/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir útlendingi sem grunaður er um aðild að mansali. Manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Ekki liggur fyrir hver maðurinn er í raun og veru. Málið má rekja til þess að breskur ríkisborgari með íslenska kennitölu hafi verið stöðvaður í flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 4. október síðastliðinn. Lögreglumennirnir hafi þekkt nafn og vegabréf mannsins en nokkru áður hafði annar aðili framvísað sama vegabréfi á leið til Kanada. Sá maður hafi fengið dóm vegna þess brots í ágúst. Breski maðurinn hafi tjáð lögreglu að vinur hans, sem situr í haldi, myndi sækja hann. Á öryggismyndavélum mátti sjá hann ásamt öðrum aðila koma í flugstöðina klukkan 19:41 og yfirgefa hana klukkan 20:38.Nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara Lögreglu hefur áður borist ábendingar að hinn grunaði stæði að ýmiskonar brotastarfsemi hér á landi. Lögreglan telur að rökstuddur grunur sé fyrir að maðurinn sé viðriðinn mansal hér á landi, hafi skipulagt smygl á fólki til og frá landinu, fjársvik og peningaþvætti þar sem hann nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara í hagnaðarskyni með því að útvega þeim fölsuð skilríki og/eða skilríki annarra og afhenda þau til notkunar gegn gjaldi og útvegi þeim starf með ólögmætum hætti. Auk þess grunar lögregluna að maðurinn stundi umfangsmikil fjársvik, afli sér fjölda farsíma, meðal annars með stolnum beiðnabókum frá Reykjavíkurborg, og sendi þá til Bretlands. Húsleit var gerð þann 5. október þar sem maðurinn var handtekinn. Í húsinu voru tvær íbúðir sem maðurinn leigði og leigði út til annarra aðila. Við leitina fannst fjöldi farsíma og símkorta, ferða og persónuskilríki fjölmargra aðila, ýmsar kvittanir, meðal annars um kaup á dýrum farsímum, kvittanir vegna peningasendinga úr landi og önnur gögn. Þá hafi fundist við leit í bankahólfi pund, evrur, símtæki og spjaldtölva.Ekki vitað fyrir víst hver maðurinn er Í greinargerð lögreglu með gæsluvarðhaldsbeiðni segir að við rannsókn málsins leitt í ljós umfangsmikla miðlun fjármuna milli aðila hér á landi og erlendis, þar á meðal frá og til mannsins. Þá hafi erlendir aðilar unnið á hans kennitölu í mörg skipti á mörgum stöðum sem maðurinn og launagreiðslur verið lagðar inn á hans reikninga. Rannsóknin hafi leitt í ljós frekari brot gegn lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga, og að kennitölur fleiri aðila sem hafi fengið kennitölur hér á landi, að því er virðist án þess að hafa dvalið hér, hafi verið misnotaðar. Rannsókn málsins er sögð afar umfangsmikil, grunur sé um að maðurinn stundi umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverkamenn. Lögreglan hefur fengið heimild til skoðunar á innihaldi símtækja mannsins. Maðurinn neitaði að aðstoða lögreglu við að opna símana og því hafi þeir verið sendir til útlanda í því skyni að opna þá. Unnið er að vinnslu úr innihaldi þeirra en gögnin eru vel á þriðja tug gígabæta. Ekki er ljóst hver maðurinn er í raun og veru og hver tilgangurinn er með dvöl hans hér á landi. Lögreglan hefur meðal annars aflað gagna sem sýna að hann hefur borið annað nafn en hann gefur upp og annan fæðingardag. Þá hafi hann tengsl við fjölda erlendra einstaklinga sem ýmis gögn bendi til að hafi komið hingað til lands fyrir tilstilli hans en í óljósum tilgangi. Lögreglumál Tengdar fréttir Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir útlendingi sem grunaður er um aðild að mansali. Manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Ekki liggur fyrir hver maðurinn er í raun og veru. Málið má rekja til þess að breskur ríkisborgari með íslenska kennitölu hafi verið stöðvaður í flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 4. október síðastliðinn. Lögreglumennirnir hafi þekkt nafn og vegabréf mannsins en nokkru áður hafði annar aðili framvísað sama vegabréfi á leið til Kanada. Sá maður hafi fengið dóm vegna þess brots í ágúst. Breski maðurinn hafi tjáð lögreglu að vinur hans, sem situr í haldi, myndi sækja hann. Á öryggismyndavélum mátti sjá hann ásamt öðrum aðila koma í flugstöðina klukkan 19:41 og yfirgefa hana klukkan 20:38.Nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara Lögreglu hefur áður borist ábendingar að hinn grunaði stæði að ýmiskonar brotastarfsemi hér á landi. Lögreglan telur að rökstuddur grunur sé fyrir að maðurinn sé viðriðinn mansal hér á landi, hafi skipulagt smygl á fólki til og frá landinu, fjársvik og peningaþvætti þar sem hann nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara í hagnaðarskyni með því að útvega þeim fölsuð skilríki og/eða skilríki annarra og afhenda þau til notkunar gegn gjaldi og útvegi þeim starf með ólögmætum hætti. Auk þess grunar lögregluna að maðurinn stundi umfangsmikil fjársvik, afli sér fjölda farsíma, meðal annars með stolnum beiðnabókum frá Reykjavíkurborg, og sendi þá til Bretlands. Húsleit var gerð þann 5. október þar sem maðurinn var handtekinn. Í húsinu voru tvær íbúðir sem maðurinn leigði og leigði út til annarra aðila. Við leitina fannst fjöldi farsíma og símkorta, ferða og persónuskilríki fjölmargra aðila, ýmsar kvittanir, meðal annars um kaup á dýrum farsímum, kvittanir vegna peningasendinga úr landi og önnur gögn. Þá hafi fundist við leit í bankahólfi pund, evrur, símtæki og spjaldtölva.Ekki vitað fyrir víst hver maðurinn er Í greinargerð lögreglu með gæsluvarðhaldsbeiðni segir að við rannsókn málsins leitt í ljós umfangsmikla miðlun fjármuna milli aðila hér á landi og erlendis, þar á meðal frá og til mannsins. Þá hafi erlendir aðilar unnið á hans kennitölu í mörg skipti á mörgum stöðum sem maðurinn og launagreiðslur verið lagðar inn á hans reikninga. Rannsóknin hafi leitt í ljós frekari brot gegn lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga, og að kennitölur fleiri aðila sem hafi fengið kennitölur hér á landi, að því er virðist án þess að hafa dvalið hér, hafi verið misnotaðar. Rannsókn málsins er sögð afar umfangsmikil, grunur sé um að maðurinn stundi umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverkamenn. Lögreglan hefur fengið heimild til skoðunar á innihaldi símtækja mannsins. Maðurinn neitaði að aðstoða lögreglu við að opna símana og því hafi þeir verið sendir til útlanda í því skyni að opna þá. Unnið er að vinnslu úr innihaldi þeirra en gögnin eru vel á þriðja tug gígabæta. Ekki er ljóst hver maðurinn er í raun og veru og hver tilgangurinn er með dvöl hans hér á landi. Lögreglan hefur meðal annars aflað gagna sem sýna að hann hefur borið annað nafn en hann gefur upp og annan fæðingardag. Þá hafi hann tengsl við fjölda erlendra einstaklinga sem ýmis gögn bendi til að hafi komið hingað til lands fyrir tilstilli hans en í óljósum tilgangi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03
Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20