Áfram í haldi grunaður um umfangsmikið mansal Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:45 Málið er umfangsmikið og teygir ana sína víða og út fyrir landsteinana og ekki er vitað fyrir víst hver maðurinn er. Fréttablaðið/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir útlendingi sem grunaður er um aðild að mansali. Manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Ekki liggur fyrir hver maðurinn er í raun og veru. Málið má rekja til þess að breskur ríkisborgari með íslenska kennitölu hafi verið stöðvaður í flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 4. október síðastliðinn. Lögreglumennirnir hafi þekkt nafn og vegabréf mannsins en nokkru áður hafði annar aðili framvísað sama vegabréfi á leið til Kanada. Sá maður hafi fengið dóm vegna þess brots í ágúst. Breski maðurinn hafi tjáð lögreglu að vinur hans, sem situr í haldi, myndi sækja hann. Á öryggismyndavélum mátti sjá hann ásamt öðrum aðila koma í flugstöðina klukkan 19:41 og yfirgefa hana klukkan 20:38.Nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara Lögreglu hefur áður borist ábendingar að hinn grunaði stæði að ýmiskonar brotastarfsemi hér á landi. Lögreglan telur að rökstuddur grunur sé fyrir að maðurinn sé viðriðinn mansal hér á landi, hafi skipulagt smygl á fólki til og frá landinu, fjársvik og peningaþvætti þar sem hann nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara í hagnaðarskyni með því að útvega þeim fölsuð skilríki og/eða skilríki annarra og afhenda þau til notkunar gegn gjaldi og útvegi þeim starf með ólögmætum hætti. Auk þess grunar lögregluna að maðurinn stundi umfangsmikil fjársvik, afli sér fjölda farsíma, meðal annars með stolnum beiðnabókum frá Reykjavíkurborg, og sendi þá til Bretlands. Húsleit var gerð þann 5. október þar sem maðurinn var handtekinn. Í húsinu voru tvær íbúðir sem maðurinn leigði og leigði út til annarra aðila. Við leitina fannst fjöldi farsíma og símkorta, ferða og persónuskilríki fjölmargra aðila, ýmsar kvittanir, meðal annars um kaup á dýrum farsímum, kvittanir vegna peningasendinga úr landi og önnur gögn. Þá hafi fundist við leit í bankahólfi pund, evrur, símtæki og spjaldtölva.Ekki vitað fyrir víst hver maðurinn er Í greinargerð lögreglu með gæsluvarðhaldsbeiðni segir að við rannsókn málsins leitt í ljós umfangsmikla miðlun fjármuna milli aðila hér á landi og erlendis, þar á meðal frá og til mannsins. Þá hafi erlendir aðilar unnið á hans kennitölu í mörg skipti á mörgum stöðum sem maðurinn og launagreiðslur verið lagðar inn á hans reikninga. Rannsóknin hafi leitt í ljós frekari brot gegn lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga, og að kennitölur fleiri aðila sem hafi fengið kennitölur hér á landi, að því er virðist án þess að hafa dvalið hér, hafi verið misnotaðar. Rannsókn málsins er sögð afar umfangsmikil, grunur sé um að maðurinn stundi umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverkamenn. Lögreglan hefur fengið heimild til skoðunar á innihaldi símtækja mannsins. Maðurinn neitaði að aðstoða lögreglu við að opna símana og því hafi þeir verið sendir til útlanda í því skyni að opna þá. Unnið er að vinnslu úr innihaldi þeirra en gögnin eru vel á þriðja tug gígabæta. Ekki er ljóst hver maðurinn er í raun og veru og hver tilgangurinn er með dvöl hans hér á landi. Lögreglan hefur meðal annars aflað gagna sem sýna að hann hefur borið annað nafn en hann gefur upp og annan fæðingardag. Þá hafi hann tengsl við fjölda erlendra einstaklinga sem ýmis gögn bendi til að hafi komið hingað til lands fyrir tilstilli hans en í óljósum tilgangi. Lögreglumál Tengdar fréttir Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir útlendingi sem grunaður er um aðild að mansali. Manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Ekki liggur fyrir hver maðurinn er í raun og veru. Málið má rekja til þess að breskur ríkisborgari með íslenska kennitölu hafi verið stöðvaður í flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 4. október síðastliðinn. Lögreglumennirnir hafi þekkt nafn og vegabréf mannsins en nokkru áður hafði annar aðili framvísað sama vegabréfi á leið til Kanada. Sá maður hafi fengið dóm vegna þess brots í ágúst. Breski maðurinn hafi tjáð lögreglu að vinur hans, sem situr í haldi, myndi sækja hann. Á öryggismyndavélum mátti sjá hann ásamt öðrum aðila koma í flugstöðina klukkan 19:41 og yfirgefa hana klukkan 20:38.Nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara Lögreglu hefur áður borist ábendingar að hinn grunaði stæði að ýmiskonar brotastarfsemi hér á landi. Lögreglan telur að rökstuddur grunur sé fyrir að maðurinn sé viðriðinn mansal hér á landi, hafi skipulagt smygl á fólki til og frá landinu, fjársvik og peningaþvætti þar sem hann nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara í hagnaðarskyni með því að útvega þeim fölsuð skilríki og/eða skilríki annarra og afhenda þau til notkunar gegn gjaldi og útvegi þeim starf með ólögmætum hætti. Auk þess grunar lögregluna að maðurinn stundi umfangsmikil fjársvik, afli sér fjölda farsíma, meðal annars með stolnum beiðnabókum frá Reykjavíkurborg, og sendi þá til Bretlands. Húsleit var gerð þann 5. október þar sem maðurinn var handtekinn. Í húsinu voru tvær íbúðir sem maðurinn leigði og leigði út til annarra aðila. Við leitina fannst fjöldi farsíma og símkorta, ferða og persónuskilríki fjölmargra aðila, ýmsar kvittanir, meðal annars um kaup á dýrum farsímum, kvittanir vegna peningasendinga úr landi og önnur gögn. Þá hafi fundist við leit í bankahólfi pund, evrur, símtæki og spjaldtölva.Ekki vitað fyrir víst hver maðurinn er Í greinargerð lögreglu með gæsluvarðhaldsbeiðni segir að við rannsókn málsins leitt í ljós umfangsmikla miðlun fjármuna milli aðila hér á landi og erlendis, þar á meðal frá og til mannsins. Þá hafi erlendir aðilar unnið á hans kennitölu í mörg skipti á mörgum stöðum sem maðurinn og launagreiðslur verið lagðar inn á hans reikninga. Rannsóknin hafi leitt í ljós frekari brot gegn lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga, og að kennitölur fleiri aðila sem hafi fengið kennitölur hér á landi, að því er virðist án þess að hafa dvalið hér, hafi verið misnotaðar. Rannsókn málsins er sögð afar umfangsmikil, grunur sé um að maðurinn stundi umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverkamenn. Lögreglan hefur fengið heimild til skoðunar á innihaldi símtækja mannsins. Maðurinn neitaði að aðstoða lögreglu við að opna símana og því hafi þeir verið sendir til útlanda í því skyni að opna þá. Unnið er að vinnslu úr innihaldi þeirra en gögnin eru vel á þriðja tug gígabæta. Ekki er ljóst hver maðurinn er í raun og veru og hver tilgangurinn er með dvöl hans hér á landi. Lögreglan hefur meðal annars aflað gagna sem sýna að hann hefur borið annað nafn en hann gefur upp og annan fæðingardag. Þá hafi hann tengsl við fjölda erlendra einstaklinga sem ýmis gögn bendi til að hafi komið hingað til lands fyrir tilstilli hans en í óljósum tilgangi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03
Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20