Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. maí 2018 16:17 Menninrnir komu til Íslands um borð í Norrænu. Vísir/GVA Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu í október á síðasta ári. Landi mannsins og ferðafélagi sleppur við dóm vegna málsins en ekki þótti sannað að hann hafi vitað af efnunum í bíl þeirra félaga.Tollverðir fundu amfetamínbasann sem var falinn í Citroen-bíl þeirra félaga sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 3. október síðastliðinn. Eftir því sem næst verður komist hefur aðeins einu sinni áður verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið.Mennirnir voru báðir ákærðir vegna málsins en svo virðist sem að amfetamínbasinn hafi verið falinn í plastflöskum í eldsneytistanki bílsins. Þeir neituðu báðir sök.Lofaði ferðafélaganum að ekkert ólöglegt tengdist ferðinni Fyrir dómi sagði Ambrozy að maður sem hann hitti í Póllandi hafi beðið sig að fara hingað til lands í því skyni að sækja peninga og að fara með bíl hingað til lands. Sagðist hann hafa ætlað að nota ferðina til að leita sér að vinnu á Íslandi. Átti hann að fá tíu þúsund zloty fyrir viðvikið, um 300 þúsund krónur miðað við núverandi gengi. Fékk hann Citroen-bílinn til umráða fyrir ferðina og var bíllinn skráður á nafn hans. Áður en hann lagði af stað spurði hann manninn sem fékk hann til að fara í Íslandsförina hvort allt væri löglegt við ferðina og sagðist hann hafa fengið þau svör að svo væri. Sagðist Ambrozy meðal annars hafa leitað í bílnum til að ganga úr skugga um að þar væri ekkert falið. Sökum þess að Ambrozy væri ekki með ökuréttindi fékk hann ferðafélagann til þess að fara með sér svo hægt væri að aka bílnum til Íslands. Voru þeir kunningjar og höfðu nýverið hist við útför móður annars þeirra. Ferðafélaginn var efins en sló svo til á endanum en Ambrozy lofaði honum að ferðin tengdist engu ólöglegu og engum fíkniefnum. Fyrir dómi kom fram að Ambrozy hefði verið sá sem tók bensín á bílinn á leiðinni í ferjuna og að það hafi alltaf verið gert þegar bensíngeymirinn var enn hálfur.Fór ekki á milli mála að eitthvað væri í bensíntanki bílsins Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi lýsti því að grunsemdir tollvarða hefðu orðið til þess að bifreiðin sem um ræðir var rannsökuð. Fram kom að saga mannanna hefði ekki verið talin trúverðug og það leitt til þess að lögreglan kom á vettvang, en áður hefðu kviknað grunsemdir um að einhverjir aðskotahlutir væru í bensíntanki bifreiðarinnar. Blöstu plastflöskurnar þá við og kom fram í skýrslu lögreglumannsins að „greinilegt hefði verið að öðrum þeirra var meira brugðið eftir að fíkniefnin fundust í bensíntankinum.“ Annar lögreglumaður sagði fyrir dómi að samstarfsmaður þeirra hefði ekið bílnum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Hann kvað ekki hafa farið á milli mála að eitthvað væri í bensíntanki bifreiðarinnar, en það hefði verið eins og sullaðist í tankinum og eitthvað slægist þar utan í. Hann kvað ekki fara á milli mála að þeir sem í bílnum voru hefðu átt að heyra þetta,“ segir í dóminum. Á meðan á ferðalaginu stóð var Ambrozy í sms-sambandi við ótilgreindan mann eða menn og fundust skilaboðin á síma hans þegar hann var rannsakaður af lögreglu. Kom fram að númerin sem skilaboðin voru skráð á voru óskráð frelsisnúmer en meðal þeirra skilaboða sem fundust í símanum voru „þeir munu taka hausinn ef þið náið ekki“, „Manstu um dæla eldsneytið (Manst hvernig á að dæla)“ og „Varst þú bara tekinn í skoðun eða einhverjir fleiri?“Ekkert sem benti til þess að ferðafélaginn hafi vitað af efnunum Lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins sagði að Ambrozy hefði við yfirheyrslur ýmist ekki viljað svara, ekki kannast við eða ekki geta útskýrt sms-samskiptin. Þetta hefði litið út eins og einhver væri að fylgjast með ferðalaginu, til dæmis þegar nefnt var að hann ætti að muna eftir að dæla bensíni á bílinn. Báðir menn neituðu sök en að mati héraðsdóms þótti framburður Ambrozy ótrúverðugur um margt, meðal annars um erindið hingað til lands að sækja peninga sem hann vissi ekkert meira um. Þetta hafi hann gert fyrir ókunnugan mann sem afhenti honum bifreið til verksins og gegn loforði um að fá tíu þúsund zloty fyrir. Miðað við sms-samskiptin og þá staðreynd að Ambrozy var alltaf sá sem dældi bensíni á bíli sé ljóst að hann hafi vitað af efninu sem falið var í bensíntank bílsins. Var hann dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna málsins. Öðru máli gegndi þó um ferðafélagann en að mati dómsins ekkert sem benti til þess að hann hafi vitað af efnunum í tank bílsins. Enginn vitnisburður eða önnur gögn tengi hann þannig við málið að unnt sé að draga af þeim þá ályktun að hann hafi vitað eða mátt vita af fíkniefnunum sem falin voru í bensíntanki bifreiðarinnar.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér. Dómsmál Norræna Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu í október á síðasta ári. Landi mannsins og ferðafélagi sleppur við dóm vegna málsins en ekki þótti sannað að hann hafi vitað af efnunum í bíl þeirra félaga.Tollverðir fundu amfetamínbasann sem var falinn í Citroen-bíl þeirra félaga sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 3. október síðastliðinn. Eftir því sem næst verður komist hefur aðeins einu sinni áður verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið.Mennirnir voru báðir ákærðir vegna málsins en svo virðist sem að amfetamínbasinn hafi verið falinn í plastflöskum í eldsneytistanki bílsins. Þeir neituðu báðir sök.Lofaði ferðafélaganum að ekkert ólöglegt tengdist ferðinni Fyrir dómi sagði Ambrozy að maður sem hann hitti í Póllandi hafi beðið sig að fara hingað til lands í því skyni að sækja peninga og að fara með bíl hingað til lands. Sagðist hann hafa ætlað að nota ferðina til að leita sér að vinnu á Íslandi. Átti hann að fá tíu þúsund zloty fyrir viðvikið, um 300 þúsund krónur miðað við núverandi gengi. Fékk hann Citroen-bílinn til umráða fyrir ferðina og var bíllinn skráður á nafn hans. Áður en hann lagði af stað spurði hann manninn sem fékk hann til að fara í Íslandsförina hvort allt væri löglegt við ferðina og sagðist hann hafa fengið þau svör að svo væri. Sagðist Ambrozy meðal annars hafa leitað í bílnum til að ganga úr skugga um að þar væri ekkert falið. Sökum þess að Ambrozy væri ekki með ökuréttindi fékk hann ferðafélagann til þess að fara með sér svo hægt væri að aka bílnum til Íslands. Voru þeir kunningjar og höfðu nýverið hist við útför móður annars þeirra. Ferðafélaginn var efins en sló svo til á endanum en Ambrozy lofaði honum að ferðin tengdist engu ólöglegu og engum fíkniefnum. Fyrir dómi kom fram að Ambrozy hefði verið sá sem tók bensín á bílinn á leiðinni í ferjuna og að það hafi alltaf verið gert þegar bensíngeymirinn var enn hálfur.Fór ekki á milli mála að eitthvað væri í bensíntanki bílsins Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi lýsti því að grunsemdir tollvarða hefðu orðið til þess að bifreiðin sem um ræðir var rannsökuð. Fram kom að saga mannanna hefði ekki verið talin trúverðug og það leitt til þess að lögreglan kom á vettvang, en áður hefðu kviknað grunsemdir um að einhverjir aðskotahlutir væru í bensíntanki bifreiðarinnar. Blöstu plastflöskurnar þá við og kom fram í skýrslu lögreglumannsins að „greinilegt hefði verið að öðrum þeirra var meira brugðið eftir að fíkniefnin fundust í bensíntankinum.“ Annar lögreglumaður sagði fyrir dómi að samstarfsmaður þeirra hefði ekið bílnum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Hann kvað ekki hafa farið á milli mála að eitthvað væri í bensíntanki bifreiðarinnar, en það hefði verið eins og sullaðist í tankinum og eitthvað slægist þar utan í. Hann kvað ekki fara á milli mála að þeir sem í bílnum voru hefðu átt að heyra þetta,“ segir í dóminum. Á meðan á ferðalaginu stóð var Ambrozy í sms-sambandi við ótilgreindan mann eða menn og fundust skilaboðin á síma hans þegar hann var rannsakaður af lögreglu. Kom fram að númerin sem skilaboðin voru skráð á voru óskráð frelsisnúmer en meðal þeirra skilaboða sem fundust í símanum voru „þeir munu taka hausinn ef þið náið ekki“, „Manstu um dæla eldsneytið (Manst hvernig á að dæla)“ og „Varst þú bara tekinn í skoðun eða einhverjir fleiri?“Ekkert sem benti til þess að ferðafélaginn hafi vitað af efnunum Lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins sagði að Ambrozy hefði við yfirheyrslur ýmist ekki viljað svara, ekki kannast við eða ekki geta útskýrt sms-samskiptin. Þetta hefði litið út eins og einhver væri að fylgjast með ferðalaginu, til dæmis þegar nefnt var að hann ætti að muna eftir að dæla bensíni á bílinn. Báðir menn neituðu sök en að mati héraðsdóms þótti framburður Ambrozy ótrúverðugur um margt, meðal annars um erindið hingað til lands að sækja peninga sem hann vissi ekkert meira um. Þetta hafi hann gert fyrir ókunnugan mann sem afhenti honum bifreið til verksins og gegn loforði um að fá tíu þúsund zloty fyrir. Miðað við sms-samskiptin og þá staðreynd að Ambrozy var alltaf sá sem dældi bensíni á bíli sé ljóst að hann hafi vitað af efninu sem falið var í bensíntank bílsins. Var hann dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna málsins. Öðru máli gegndi þó um ferðafélagann en að mati dómsins ekkert sem benti til þess að hann hafi vitað af efnunum í tank bílsins. Enginn vitnisburður eða önnur gögn tengi hann þannig við málið að unnt sé að draga af þeim þá ályktun að hann hafi vitað eða mátt vita af fíkniefnunum sem falin voru í bensíntanki bifreiðarinnar.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér.
Dómsmál Norræna Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira