„Næstu dagar munu leiða í ljós hvað gerist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 15:03 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki sé æskilegt að útiloka neinn í pólitík. Vísir/Vilhelm „Þetta er bara á frumstigi og rétt að fara í gang. Næstu dagar munu leiða í ljós hvað gerist, “ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um stöðu mála hjá Sjálfstæðisflokknum og mögulega myndun meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Viðreisnar. Flokkar eins og Samfylkingin, Píratar og Sósíalistaflokkur Íslands hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum; ýmist fyrir og eftir borgarstjórnarkosningar. Aðspurð hvað Mörtu finnist um útilokanir sem þessar segir hún: „Mér finnst þær mjög sérstakar. Maður á aldrei að útiloka neinn í pólitík en fyrst og síðast voru skilaboðin mjög skýr í þessum kosningum.“Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 30,8% atkvæða í nýafstöðnum kosningum til borgarstjórnar.Vísir/vilhelm.Marta segir að úrslit borgarstjórnarkosninganna sýni að ákall er um breytingar í borginni. „Það er krafa um breytingar, það er alveg ljóst. Þessi meirihluti féll og við erum sigurvegarar kosninganna og það er alveg ljóst að það er ákall um breytingar. Það er svona okkar sýn á þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni með 30,8% atkvæða á bak við sig og átta borgarfulltrúa. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Björn Gíslason eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en hann bætir við sig fjórum borgarfulltrúum frá því síðast var kosið og 5,1% fylgi.Vísir hefur reynt að ná tali af Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, síðastliðinn sólarhring en án árangurs. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. 29. maí 2018 13:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Þetta er bara á frumstigi og rétt að fara í gang. Næstu dagar munu leiða í ljós hvað gerist, “ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um stöðu mála hjá Sjálfstæðisflokknum og mögulega myndun meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Viðreisnar. Flokkar eins og Samfylkingin, Píratar og Sósíalistaflokkur Íslands hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum; ýmist fyrir og eftir borgarstjórnarkosningar. Aðspurð hvað Mörtu finnist um útilokanir sem þessar segir hún: „Mér finnst þær mjög sérstakar. Maður á aldrei að útiloka neinn í pólitík en fyrst og síðast voru skilaboðin mjög skýr í þessum kosningum.“Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 30,8% atkvæða í nýafstöðnum kosningum til borgarstjórnar.Vísir/vilhelm.Marta segir að úrslit borgarstjórnarkosninganna sýni að ákall er um breytingar í borginni. „Það er krafa um breytingar, það er alveg ljóst. Þessi meirihluti féll og við erum sigurvegarar kosninganna og það er alveg ljóst að það er ákall um breytingar. Það er svona okkar sýn á þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni með 30,8% atkvæða á bak við sig og átta borgarfulltrúa. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Björn Gíslason eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en hann bætir við sig fjórum borgarfulltrúum frá því síðast var kosið og 5,1% fylgi.Vísir hefur reynt að ná tali af Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, síðastliðinn sólarhring en án árangurs.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. 29. maí 2018 13:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00
„Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23
Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. 29. maí 2018 13:00