„Næstu dagar munu leiða í ljós hvað gerist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 15:03 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki sé æskilegt að útiloka neinn í pólitík. Vísir/Vilhelm „Þetta er bara á frumstigi og rétt að fara í gang. Næstu dagar munu leiða í ljós hvað gerist, “ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um stöðu mála hjá Sjálfstæðisflokknum og mögulega myndun meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Viðreisnar. Flokkar eins og Samfylkingin, Píratar og Sósíalistaflokkur Íslands hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum; ýmist fyrir og eftir borgarstjórnarkosningar. Aðspurð hvað Mörtu finnist um útilokanir sem þessar segir hún: „Mér finnst þær mjög sérstakar. Maður á aldrei að útiloka neinn í pólitík en fyrst og síðast voru skilaboðin mjög skýr í þessum kosningum.“Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 30,8% atkvæða í nýafstöðnum kosningum til borgarstjórnar.Vísir/vilhelm.Marta segir að úrslit borgarstjórnarkosninganna sýni að ákall er um breytingar í borginni. „Það er krafa um breytingar, það er alveg ljóst. Þessi meirihluti féll og við erum sigurvegarar kosninganna og það er alveg ljóst að það er ákall um breytingar. Það er svona okkar sýn á þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni með 30,8% atkvæða á bak við sig og átta borgarfulltrúa. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Björn Gíslason eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en hann bætir við sig fjórum borgarfulltrúum frá því síðast var kosið og 5,1% fylgi.Vísir hefur reynt að ná tali af Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, síðastliðinn sólarhring en án árangurs. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. 29. maí 2018 13:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
„Þetta er bara á frumstigi og rétt að fara í gang. Næstu dagar munu leiða í ljós hvað gerist, “ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um stöðu mála hjá Sjálfstæðisflokknum og mögulega myndun meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Viðreisnar. Flokkar eins og Samfylkingin, Píratar og Sósíalistaflokkur Íslands hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum; ýmist fyrir og eftir borgarstjórnarkosningar. Aðspurð hvað Mörtu finnist um útilokanir sem þessar segir hún: „Mér finnst þær mjög sérstakar. Maður á aldrei að útiloka neinn í pólitík en fyrst og síðast voru skilaboðin mjög skýr í þessum kosningum.“Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 30,8% atkvæða í nýafstöðnum kosningum til borgarstjórnar.Vísir/vilhelm.Marta segir að úrslit borgarstjórnarkosninganna sýni að ákall er um breytingar í borginni. „Það er krafa um breytingar, það er alveg ljóst. Þessi meirihluti féll og við erum sigurvegarar kosninganna og það er alveg ljóst að það er ákall um breytingar. Það er svona okkar sýn á þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni með 30,8% atkvæða á bak við sig og átta borgarfulltrúa. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Björn Gíslason eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en hann bætir við sig fjórum borgarfulltrúum frá því síðast var kosið og 5,1% fylgi.Vísir hefur reynt að ná tali af Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, síðastliðinn sólarhring en án árangurs.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. 29. maí 2018 13:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00
„Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23
Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. 29. maí 2018 13:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum