Einhverfir bruggarar vilja opna huga atvinnurekenda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 21:00 Tilgangur brugghússins People like us er fjölþættur, fyrir utan að brugga úrvals bjór eru sköpuð störf fyrir einhverfa og öðrum atvinnurekendum veittur innblástur til að gera slíkt hið sama. „Um 60-80% þeirra sem eru á einhverfurófinu í Danmörku eru ekki á vinnumarkaði,“ segir Alberte Jannicke, kynningar- og fjölmiðlafulltrúi People like us. „Það er ekki af því að þau vilja það ekki eða geta það ekki. En uppbygging vinnumarkaðarins kemur í veg fyrir að þau komist út á markaðinn og fordómarnir eyðileggja möguleika þeirra til að sýna hvað þau geta. Það sem við gerum í People like us er að ráða fólk til starfa til að gera það sem það er hæft til, sem samræmist áhuga þeirra og hæfileikum, en gerum ekki kröfur um að þau geri það sem þau eiga erfitt með.“Alberte og Ronnie eru bæði á einhverfurófinu og starfa í bruggverksmiðjunni People like usvísir/stillaAlberte er sjálf með asperger og nýtur sín vel í starfi kynningarstjóra brugghússins. „Ég er líka með ADHD og hausinn á mér starfar hratt og stöðugt. En ég hef fundið stað þar sem það er kostur, að þróa verkefni, vera skapandi og taka frumkvæði. En ég gæti ekki starfað við bókhald og gera sömu verkefnin sí og æ. Þá kemuru fötlunin fram, en á öðrum stöðum er hún kostur.“ Ronnie Ferdinandsen er einhverfur og með félagsfælni en starfar þó við að hitta fólk í Brugghúsinu. „Framkvæmdastjórinn kom til mín og bað mig um að vera andlit brugghússins og segja mína sögu út á við. Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég gæti það ekki af því að ég er með félagsfælni og því starfi þyrfti ég að tala við fólk. En svo hugsaði ég að þetta gæti verið eina leiðin til að vinna með fælnina og ná framförum. Og nú stend ég hér á Íslandi og tala við þig.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Tilgangur brugghússins People like us er fjölþættur, fyrir utan að brugga úrvals bjór eru sköpuð störf fyrir einhverfa og öðrum atvinnurekendum veittur innblástur til að gera slíkt hið sama. „Um 60-80% þeirra sem eru á einhverfurófinu í Danmörku eru ekki á vinnumarkaði,“ segir Alberte Jannicke, kynningar- og fjölmiðlafulltrúi People like us. „Það er ekki af því að þau vilja það ekki eða geta það ekki. En uppbygging vinnumarkaðarins kemur í veg fyrir að þau komist út á markaðinn og fordómarnir eyðileggja möguleika þeirra til að sýna hvað þau geta. Það sem við gerum í People like us er að ráða fólk til starfa til að gera það sem það er hæft til, sem samræmist áhuga þeirra og hæfileikum, en gerum ekki kröfur um að þau geri það sem þau eiga erfitt með.“Alberte og Ronnie eru bæði á einhverfurófinu og starfa í bruggverksmiðjunni People like usvísir/stillaAlberte er sjálf með asperger og nýtur sín vel í starfi kynningarstjóra brugghússins. „Ég er líka með ADHD og hausinn á mér starfar hratt og stöðugt. En ég hef fundið stað þar sem það er kostur, að þróa verkefni, vera skapandi og taka frumkvæði. En ég gæti ekki starfað við bókhald og gera sömu verkefnin sí og æ. Þá kemuru fötlunin fram, en á öðrum stöðum er hún kostur.“ Ronnie Ferdinandsen er einhverfur og með félagsfælni en starfar þó við að hitta fólk í Brugghúsinu. „Framkvæmdastjórinn kom til mín og bað mig um að vera andlit brugghússins og segja mína sögu út á við. Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég gæti það ekki af því að ég er með félagsfælni og því starfi þyrfti ég að tala við fólk. En svo hugsaði ég að þetta gæti verið eina leiðin til að vinna með fælnina og ná framförum. Og nú stend ég hér á Íslandi og tala við þig.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira