Ungir Íslendingar keppa í iðngreinum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2018 22:04 Jón Þór Einarsson rafvirki, Finnur Ingi Harrýsson málmiðnaðarmaður, Þórey,Lovísa Sigurmundsdóttir bakari, Sigurður Borgar Ólafsson framreiðslumaður, Kristinn Gísli Jónsson matreiðslumaður, Þröstur Kárason trésmiður, Haraldur Örn Arnarson prentsmiður og Ásbjörn Eðvaldsson rafeindavirki. Átta ungir Íslendingar munu keppa í fjölbreyttum greinum í Euroskills keppninni í iðngreinum sem haldin er í Búdapest í Ungverjalandi og hefst á morgun. Íslensku þátttakendurnir keppa í rafvirkjun, rafeindavirkjun, málmsuðu, trésmíði, grafískri hönnun, bakstri, framleiðslu og matreiðslu en það er Verkiðn sem sendir þá til leiks. 28 Evrópulönd senda keppendur til leiks í 35 greinum. Opnunarhátíð Euroskills fór fram í dag. „Euroskills er mjög góður vettvangur fyrir allar okkar iðngreinar til að mæla sig við það sem best gerist í Evrópu og til að sækja nýja þekkingu og stuðla að stöðugri framþróun í þessum iðngreinum,“ segir segir Adam Kári Helgason, frá Rafiðnarðarsambandi Íslands í tilkynningu en hann er einn af þjálfurum rafvirkjans í keppninni. „Það er gaman að sjá keppendur okkar í svona fjölbreyttum og krefjandi greinum að spreyta sig. Það er frábær stemmning í íslenska hópnum og það verður spennandi að sjá hvernig okkar keppendum gengur. Það stefna allir auðvitað á að gera land og þjóð stolta og skara framúr í keppninni,“ segir Adam ennfremur. Íslensku keppendurnir eru Ásbjörn Eðvaldsson, sem keppir í rafeindavirkjun, Þröstur Kárason, sem keppir í trésmíði, Finnur Ingi Harrýsson, sem keppir í málmsuðu, Haraldur Örn Arnarson, grafískur hönnuður, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir bakari, Sigurður Borgar Ólafsson, þjónn sem keppir í framleiðslu og Kristinn Gísli Jónsson kokkur. Þau eru sveinar og nemar í sínum fögum. Auk þeirra eru átta íslenskir dómarar með í för sem dæma í keppninni. Einnig er haldin ráðstefna um menntamál í iðngreinum til framtíðar í tengslum við Euroskills þar sem farið er yfir hvernig iðngreinar þróast, fjallað um fjórðu iðnbyltinguna og fleira. Hægt verður að fylgjast með gangi keppendanna á Instagramsíðu Iðngreinar Íslands. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Átta ungir Íslendingar munu keppa í fjölbreyttum greinum í Euroskills keppninni í iðngreinum sem haldin er í Búdapest í Ungverjalandi og hefst á morgun. Íslensku þátttakendurnir keppa í rafvirkjun, rafeindavirkjun, málmsuðu, trésmíði, grafískri hönnun, bakstri, framleiðslu og matreiðslu en það er Verkiðn sem sendir þá til leiks. 28 Evrópulönd senda keppendur til leiks í 35 greinum. Opnunarhátíð Euroskills fór fram í dag. „Euroskills er mjög góður vettvangur fyrir allar okkar iðngreinar til að mæla sig við það sem best gerist í Evrópu og til að sækja nýja þekkingu og stuðla að stöðugri framþróun í þessum iðngreinum,“ segir segir Adam Kári Helgason, frá Rafiðnarðarsambandi Íslands í tilkynningu en hann er einn af þjálfurum rafvirkjans í keppninni. „Það er gaman að sjá keppendur okkar í svona fjölbreyttum og krefjandi greinum að spreyta sig. Það er frábær stemmning í íslenska hópnum og það verður spennandi að sjá hvernig okkar keppendum gengur. Það stefna allir auðvitað á að gera land og þjóð stolta og skara framúr í keppninni,“ segir Adam ennfremur. Íslensku keppendurnir eru Ásbjörn Eðvaldsson, sem keppir í rafeindavirkjun, Þröstur Kárason, sem keppir í trésmíði, Finnur Ingi Harrýsson, sem keppir í málmsuðu, Haraldur Örn Arnarson, grafískur hönnuður, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir bakari, Sigurður Borgar Ólafsson, þjónn sem keppir í framleiðslu og Kristinn Gísli Jónsson kokkur. Þau eru sveinar og nemar í sínum fögum. Auk þeirra eru átta íslenskir dómarar með í för sem dæma í keppninni. Einnig er haldin ráðstefna um menntamál í iðngreinum til framtíðar í tengslum við Euroskills þar sem farið er yfir hvernig iðngreinar þróast, fjallað um fjórðu iðnbyltinguna og fleira. Hægt verður að fylgjast með gangi keppendanna á Instagramsíðu Iðngreinar Íslands.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira