Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 08:48 Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. Að því er fram kemur á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, mun Halldóra starfa út júnímánuð. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við RÚV að starfslokin tengist fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík en til stendur að fara í umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Ekki liggur fyrir hver mun taka við starfi framkvæmdastjóra af Halldóru. Þó nokkur styr hefur staðið um Barnavernd Reykjavíkur undanfarin misseri en eins og fjallað hefur verið um hefur starfsmaður Barnaverndar setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar síðastliðnum, grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Maðurinn starfaði á stuðningsheimili fyrir börn og unglinga á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og var hann fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að þeirri ábendingu var ekki komið lengra áfram í kerfinu. Maðurinn var svo kærður til lögreglu í ágúst í fyrra en ekki handtekinn fyrr en í janúar og viðurkenndi lögreglan einnig mistök í málinu.Deilur við Barnaverndarstofu og óánægðir fósturforeldrar Í nóvember í fyrra var svo karlmaður handtekinn, grunaður um að stunda umfangsmikla vændisstarfsemi, en maðurinn vann hjá Barnavernd Reykjavíkur um nokkurra ára skeið en hann hætti störfum hjá Barnavernd nokkrum mánðum áður en það mál kom upp. Þá stigu fósturforeldrar fram nýlega í sjónvarpsþættinum Kveik og gagnrýndu vinnubrögð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur harðlega í máli systkina sem höfðu verið í fóstri hjá fósturforeldrunum. Fordæmdi Barnaverndarstofa vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur í því máli. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sagði í kjölfar á umfjöllun Kveiks að nefndinni hefði aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Sagði hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu væru ekki til staðar. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu sem send var fjölmiðlum sagði að af þeim tuttugu málum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem Barnaverndarstofa hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í nítján þeirra. Þá ætti enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi nefndina. Barnavernd Reykjavíkur kvartaði til velferðarráðuneytisins vegna Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, fyrr í vetur. Var niðurstaða athugunar ráðuneytisins sú að ekki ríkti sá trúnaður og traust á milli aðila í barnavernd sem þurfi að vera til staðar en Bragi fór í leyfi frá störfum sínum hjá Barnaverndarstofu í febrúar. Ekki náðist í Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. Að því er fram kemur á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, mun Halldóra starfa út júnímánuð. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við RÚV að starfslokin tengist fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík en til stendur að fara í umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Ekki liggur fyrir hver mun taka við starfi framkvæmdastjóra af Halldóru. Þó nokkur styr hefur staðið um Barnavernd Reykjavíkur undanfarin misseri en eins og fjallað hefur verið um hefur starfsmaður Barnaverndar setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar síðastliðnum, grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Maðurinn starfaði á stuðningsheimili fyrir börn og unglinga á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og var hann fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að þeirri ábendingu var ekki komið lengra áfram í kerfinu. Maðurinn var svo kærður til lögreglu í ágúst í fyrra en ekki handtekinn fyrr en í janúar og viðurkenndi lögreglan einnig mistök í málinu.Deilur við Barnaverndarstofu og óánægðir fósturforeldrar Í nóvember í fyrra var svo karlmaður handtekinn, grunaður um að stunda umfangsmikla vændisstarfsemi, en maðurinn vann hjá Barnavernd Reykjavíkur um nokkurra ára skeið en hann hætti störfum hjá Barnavernd nokkrum mánðum áður en það mál kom upp. Þá stigu fósturforeldrar fram nýlega í sjónvarpsþættinum Kveik og gagnrýndu vinnubrögð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur harðlega í máli systkina sem höfðu verið í fóstri hjá fósturforeldrunum. Fordæmdi Barnaverndarstofa vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur í því máli. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sagði í kjölfar á umfjöllun Kveiks að nefndinni hefði aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Sagði hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu væru ekki til staðar. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu sem send var fjölmiðlum sagði að af þeim tuttugu málum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem Barnaverndarstofa hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í nítján þeirra. Þá ætti enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi nefndina. Barnavernd Reykjavíkur kvartaði til velferðarráðuneytisins vegna Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, fyrr í vetur. Var niðurstaða athugunar ráðuneytisins sú að ekki ríkti sá trúnaður og traust á milli aðila í barnavernd sem þurfi að vera til staðar en Bragi fór í leyfi frá störfum sínum hjá Barnaverndarstofu í febrúar. Ekki náðist í Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59
Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15