Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. apríl 2018 13:30 Stígamót kynntu ársskýrslu fyrir starfsárið 2017 í morgun. Vísir/Sigurjón „Ég held að það hafi gerst í ár sem við þekkjum frá fyrri árum að aðsókn endurspegli umræðu í samfélaginu,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Það var 30 prósent aukning á nýjum andlitum hér á Stígamótum. Það eru nærri 500 manns.“ Þessar tölur og fleiri komu fram í ársskýrslu Stígamóta sem kom út í morgun. Guðrún kynnti skýrsluna fyrir blaðamönnum en í máli hennar kom meðal annars fram að aldrei hafi verið jafn mikil aukning á málum á milli ára. „Það voru 112 fleiri en við höfðum séð frá árinu áður. Við höfum aldrei séð álíka tölur“ segir hún en 484 einstaklingar leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra en næstflest ný mál á borði Stígamóta voru árið 1992 þegar 454 mál komu inn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir fjölgun mála í takt við samfélagsumræðunaMynd/SigurjónÞá voru tæplega þúsund manns sem komu aftur til Stígamóta og fylgdu starfseminni á milli ára. „Það er svona ákveðinn mælikvarði á það að þeir sem áður hafi leitað hjálpar hafi komið aftur. Það virðist hafa ýfst upp þeirra eigin tilfinning eftir að hafa hlustað á það sem er í gangi í samfélaginu,“ segir Guðrún. Þá vekur það athygli að fjöldi þeirra mála sem komu á borð Stígamóta í fyrra voru áratugagömul. Guðrún telur að í kjölfar samfélagsumræðunnar, til dæmis í kring um MeToo byltinguna, hafi margt fullorðið fólk komið til þeirra með áratuga gamlar sögur. Mörg mál þar sem viðkomandi voru beitt ofbeldi sem börn. „Það sem að einkennir hópinn okkar er að hann er að koma hingað með eldgömul mál,“ segir Guðrún. „Það voru 132 sem sögðu að ofbeldi gegn sér hefði hafist fyrir ellefu ára aldur og 70 prósent segja að ofbeldi hafi hafist áður en viðkomandi varð átján ára. Fólk er hinsvegar að koma hingað fullorðið vegna þess að við getum ekki tekið á móti börnum nema að mál þeirra séu þekkt. Þannig að við erum að hirða upp mál sem hafa farið fram hjá lögreglu, Barnahúsi og barnaverndarnefndum.“ Fatlaðar konur eiga þá í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi en skýrsla Evrópuþingsins um ofbeldi bendir til dæmis til þess að um 80 prósent fatlaðra kvenna hafa orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Aukin aðsókn á Stígamótum átti líka við um fólk með skerðingar. Fjöldi þeirra jókst um 33 prósent á meðan heildarfjölgunin í aðsókn nam 30 prósent. Þannig varð hópur fólks með skerðingar stærri hluti heildarhópsins en áður hefur mælst. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
„Ég held að það hafi gerst í ár sem við þekkjum frá fyrri árum að aðsókn endurspegli umræðu í samfélaginu,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Það var 30 prósent aukning á nýjum andlitum hér á Stígamótum. Það eru nærri 500 manns.“ Þessar tölur og fleiri komu fram í ársskýrslu Stígamóta sem kom út í morgun. Guðrún kynnti skýrsluna fyrir blaðamönnum en í máli hennar kom meðal annars fram að aldrei hafi verið jafn mikil aukning á málum á milli ára. „Það voru 112 fleiri en við höfðum séð frá árinu áður. Við höfum aldrei séð álíka tölur“ segir hún en 484 einstaklingar leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra en næstflest ný mál á borði Stígamóta voru árið 1992 þegar 454 mál komu inn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir fjölgun mála í takt við samfélagsumræðunaMynd/SigurjónÞá voru tæplega þúsund manns sem komu aftur til Stígamóta og fylgdu starfseminni á milli ára. „Það er svona ákveðinn mælikvarði á það að þeir sem áður hafi leitað hjálpar hafi komið aftur. Það virðist hafa ýfst upp þeirra eigin tilfinning eftir að hafa hlustað á það sem er í gangi í samfélaginu,“ segir Guðrún. Þá vekur það athygli að fjöldi þeirra mála sem komu á borð Stígamóta í fyrra voru áratugagömul. Guðrún telur að í kjölfar samfélagsumræðunnar, til dæmis í kring um MeToo byltinguna, hafi margt fullorðið fólk komið til þeirra með áratuga gamlar sögur. Mörg mál þar sem viðkomandi voru beitt ofbeldi sem börn. „Það sem að einkennir hópinn okkar er að hann er að koma hingað með eldgömul mál,“ segir Guðrún. „Það voru 132 sem sögðu að ofbeldi gegn sér hefði hafist fyrir ellefu ára aldur og 70 prósent segja að ofbeldi hafi hafist áður en viðkomandi varð átján ára. Fólk er hinsvegar að koma hingað fullorðið vegna þess að við getum ekki tekið á móti börnum nema að mál þeirra séu þekkt. Þannig að við erum að hirða upp mál sem hafa farið fram hjá lögreglu, Barnahúsi og barnaverndarnefndum.“ Fatlaðar konur eiga þá í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi en skýrsla Evrópuþingsins um ofbeldi bendir til dæmis til þess að um 80 prósent fatlaðra kvenna hafa orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Aukin aðsókn á Stígamótum átti líka við um fólk með skerðingar. Fjöldi þeirra jókst um 33 prósent á meðan heildarfjölgunin í aðsókn nam 30 prósent. Þannig varð hópur fólks með skerðingar stærri hluti heildarhópsins en áður hefur mælst.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira