Stöðva þurfti Sýninguna sem klikkar eftir að leikkona fékk þungt högg í andlitið Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 22:09 Áhorfendur í Borgarleikhúsinu héldu að um grín væri að ræða sem væri hluti af farsanum þegar þeim var tilkynnt að stöðva þyrfti sýninguna. Vísir/Stefán Karlsson Hætta þurfti sýningu á farsanum Sýningin sem klikkar í Borgarleikhúsinu í kvöld eftir að leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir fékk þungt högg þegar hurð skall á andliti hennar. Atvikið átti sér stað rétt fyrir hlé en Birna hélt ótrauð áfram leik. Mikið gekk á í verkinu þegar þetta gerðist og áttuðu hvorki leikarar né áhorfendur sig á því að eitthvað hefði komið upp á að sögn leikhússtjórans. Þegar hugað var að Birnu í hléi kom hins vegar í ljós að hún hafði hlotið skurð á vörina sem hafði bólgnað mikið og var því ákveðið að hætta sýningu. Kristín Eysteinsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins en hún segir að ákveðið hefði verið að senda starfsmann fram í hléi til að tilkynna áhorfendum að stöðva þyrfti sýninguna vegna meiðsla sem leikara hafði hlotið.Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir.Vísir/VilhelmVerkið Sýningin sem klikkar fjallar um leikhóp sem ætlar að setja upp morðgátu við nokkuð frumstæðar aðstæður en allt fer úrskeiðis við uppsetninguna þar sem leikmyndin klikkar og leikarar muna ekki línurnar sínar. Kristín segir áhorfendur því hafa átt bágt með að trúa orðum starfsmannsins þegar hann tilkynnti þeim að stöðva þyrfti sýninguna vegna óhapps. „Þau trúðu því ekki í fyrstu og héldu að þetta væri grín sem væri hluti af sýningunni. Það eru kannski broslegar hliðar á þessu að því leytinu,“ segir Kristín.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.vísir/stefánHún segir meiðsl Birnu ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Hurðin skall á munni hennar en tennurnar sluppu óskaddaðar. Hún fékk þó skurð á vörina og blæddi töluvert en slapp tiltölulega vel þó vörina hafi verið orðin vel bólgin þegar hugað var að Birnu í hléi. Kristín segir Birnu Rún hafa sýnt af sér mikla seiglu með því að halda leik sínum áfram. „Hún kannski gerði sér ekki grein fyrir því sjálf að hún hefði fengið svona mikið högg á munninn,“ segir Kristín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að sýningar muni halda áfram samkvæmt plani með Birnu í leikhópnum og að áhorfendum sem voru á sýningunni i kvöld verði að sjálfsögðu boðið að koma á sýningu síðar. Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Hætta þurfti sýningu á farsanum Sýningin sem klikkar í Borgarleikhúsinu í kvöld eftir að leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir fékk þungt högg þegar hurð skall á andliti hennar. Atvikið átti sér stað rétt fyrir hlé en Birna hélt ótrauð áfram leik. Mikið gekk á í verkinu þegar þetta gerðist og áttuðu hvorki leikarar né áhorfendur sig á því að eitthvað hefði komið upp á að sögn leikhússtjórans. Þegar hugað var að Birnu í hléi kom hins vegar í ljós að hún hafði hlotið skurð á vörina sem hafði bólgnað mikið og var því ákveðið að hætta sýningu. Kristín Eysteinsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins en hún segir að ákveðið hefði verið að senda starfsmann fram í hléi til að tilkynna áhorfendum að stöðva þyrfti sýninguna vegna meiðsla sem leikara hafði hlotið.Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir.Vísir/VilhelmVerkið Sýningin sem klikkar fjallar um leikhóp sem ætlar að setja upp morðgátu við nokkuð frumstæðar aðstæður en allt fer úrskeiðis við uppsetninguna þar sem leikmyndin klikkar og leikarar muna ekki línurnar sínar. Kristín segir áhorfendur því hafa átt bágt með að trúa orðum starfsmannsins þegar hann tilkynnti þeim að stöðva þyrfti sýninguna vegna óhapps. „Þau trúðu því ekki í fyrstu og héldu að þetta væri grín sem væri hluti af sýningunni. Það eru kannski broslegar hliðar á þessu að því leytinu,“ segir Kristín.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.vísir/stefánHún segir meiðsl Birnu ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Hurðin skall á munni hennar en tennurnar sluppu óskaddaðar. Hún fékk þó skurð á vörina og blæddi töluvert en slapp tiltölulega vel þó vörina hafi verið orðin vel bólgin þegar hugað var að Birnu í hléi. Kristín segir Birnu Rún hafa sýnt af sér mikla seiglu með því að halda leik sínum áfram. „Hún kannski gerði sér ekki grein fyrir því sjálf að hún hefði fengið svona mikið högg á munninn,“ segir Kristín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að sýningar muni halda áfram samkvæmt plani með Birnu í leikhópnum og að áhorfendum sem voru á sýningunni i kvöld verði að sjálfsögðu boðið að koma á sýningu síðar.
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira