Alvarlegt ástand á Landspítalanum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 22:00 Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. Gera þurfti landlækni og velferðarráðuneyti viðvart og segir Alma D. Möller landlæknir ástandinu fylgja ákveðin hætta fyrir sjúklinga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í forstjórapistli sínum að alvarlegt ástanda hafi skapast á spítalanum í síðustu viku. Á hefðbundnum bráðsjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að nýting sjúkrarýma sé 85 prósent en hafi farið upp í 117 prósent í liðinni viku. Augljóst sé að öruggi sjúklinga sé ekki tryggt í slíku ástandi. Landlæknir segir vandan tvíþættan. „Annars vegar þá vantar hjúkrunarrými, bara á landinu öllu. Sem gerir það að verkum að það eru fimmtíu og fimm til sextíu aldraðir einstaklingar að bíða eftir hjúkrunarrýmum og eru inni á bráðalegudeildum á Landspítala. Þar með eru færri virk rúm í gangi. Síðan vantar hjúkrunarfræðinga þannig að það eru yfir fjörutíu pláss sem eru lokuð vegna þess,“ segir Alma. Læknaráð ályktaði um málið í morgun og bendir einmitt á að stór hluti vandans liggi í úrræðaleysi fyrir eldri borgara sem ekki er hægt að útskrifa til síns heima án aðstoðar. Einnig að lokun móttöku hjartagáttar á Hringbraut geri það að verkum að sjúklingar, sem áður leituðu þangað, fara nú á bráðamóttöku. Læknaráð beinir tilmælum til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar að stórefla þjónustu við aldraða. Þar liggi partur af lausninni. „Það sem þetta gerir er að það eru óþægindi fyrir sjúklingana. Þeir þurfa að bíða eftir pláss og vistast lengur á bráðamóttöku, jafnvel á göngum. Síðan er ákveðin hætta á að ekki sé hægt að sinna þeim sem skyldi, við verðum bara að viðurkenna það. Til dæmis gæti dregist að þeir fái lyf og fleira,“ segir hún. Landspítalinn Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. Gera þurfti landlækni og velferðarráðuneyti viðvart og segir Alma D. Möller landlæknir ástandinu fylgja ákveðin hætta fyrir sjúklinga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í forstjórapistli sínum að alvarlegt ástanda hafi skapast á spítalanum í síðustu viku. Á hefðbundnum bráðsjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að nýting sjúkrarýma sé 85 prósent en hafi farið upp í 117 prósent í liðinni viku. Augljóst sé að öruggi sjúklinga sé ekki tryggt í slíku ástandi. Landlæknir segir vandan tvíþættan. „Annars vegar þá vantar hjúkrunarrými, bara á landinu öllu. Sem gerir það að verkum að það eru fimmtíu og fimm til sextíu aldraðir einstaklingar að bíða eftir hjúkrunarrýmum og eru inni á bráðalegudeildum á Landspítala. Þar með eru færri virk rúm í gangi. Síðan vantar hjúkrunarfræðinga þannig að það eru yfir fjörutíu pláss sem eru lokuð vegna þess,“ segir Alma. Læknaráð ályktaði um málið í morgun og bendir einmitt á að stór hluti vandans liggi í úrræðaleysi fyrir eldri borgara sem ekki er hægt að útskrifa til síns heima án aðstoðar. Einnig að lokun móttöku hjartagáttar á Hringbraut geri það að verkum að sjúklingar, sem áður leituðu þangað, fara nú á bráðamóttöku. Læknaráð beinir tilmælum til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar að stórefla þjónustu við aldraða. Þar liggi partur af lausninni. „Það sem þetta gerir er að það eru óþægindi fyrir sjúklingana. Þeir þurfa að bíða eftir pláss og vistast lengur á bráðamóttöku, jafnvel á göngum. Síðan er ákveðin hætta á að ekki sé hægt að sinna þeim sem skyldi, við verðum bara að viðurkenna það. Til dæmis gæti dregist að þeir fái lyf og fleira,“ segir hún.
Landspítalinn Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira