Leiktæki fyrir fötluð börn ítrekað skemmt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. ágúst 2018 07:15 Aðkoman að trampólíni ætluðu fötluðum börnum var ljót í vikunni. Búið var að brjóta stöng sem heldur öryggisneti tækisins. Myndir/Guðlaugur Ómar Ítrekuð skemmdarverk hafa í vikunni verið unnin á nýju trampólíni sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Starfsmaður segir virkilega leiðinlegt að hafa komið að skemmdarverkunum á þriðjudagsmorgun. Síðan hefur trampólínið verið skemmt frekar en það var gjöf frá Skötumessunni, áhugafélagi um velferð fatlaðra. Viðbrögðin í bæjarfélaginu hafa verið mikil. Guðlaugur Ómar Guðmundsson, starfsmaður hjá Öspinni, kom að trampólíninu illa förnu á þriðjudag. Hann segir að málið sé leiðinlegt en að þau hafi fundið fyrir miklum stuðningi hjá íbúum bæjarins sem auðvitað séu allt annað en hrifnir af svona skemmdarverkum. „Við erum í húsnæði sem er sérkennsluhúsnæði hjá Njarðvíkurskóla yfir veturinn og er hugsað sem frístundaheimili fyrir fatlaða yfir sumarið. Börn með alls konar vandamál, sum væg og önnur erfiðari. Við höfum reynt að gera dvöl þeirra sem skemmtilegasta og keyptum þetta trampólín í lok júlí og þegar við mættum til vinnu á þriðjudag þá var þetta aðkoman,“ segir Guðlaugur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem hann tók hafa stoðir sem halda uppi öryggisneti trampólínsins meðal annars verið brotnar. Lítið hefur því verið hægt að nota tækið síðan. Eftir að Guðlaugur vakti athygli á skemmdarverkunum í Facebook-hópi íbúa í Reykjanesbæ hefur fólk sett sig í samband. Síðan á þriðjudag hefur fengist ein ný stöng í öryggisnetið en síðan létu skemmdarvargar aftur til skarar skríða og í gærmorgun hafði trampólínið verið skemmt frekar. Einn aðstandenda Skötumessunnar í Garði, sem gaf Öspinni trampólínið, segir í spjallþræði um málið í hópnum að þetta sé skelfilegt að sjá. „Hreint ótrúleg skemmdarfýsnin hjá sumum … skammist ykkar.“ Guðlaugur Ómar beindi því til bæjarbúa að brýna það fyrir börnum sínum að skemmdarverk sem þessi væru ekki í boði. Hann vonar að hægt verði að lagfæra leiktækið fljótt og það fái að standa í friði framvegis og veita fötluðum börnum gleði það sem eftir lifir sumars. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Ítrekuð skemmdarverk hafa í vikunni verið unnin á nýju trampólíni sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Starfsmaður segir virkilega leiðinlegt að hafa komið að skemmdarverkunum á þriðjudagsmorgun. Síðan hefur trampólínið verið skemmt frekar en það var gjöf frá Skötumessunni, áhugafélagi um velferð fatlaðra. Viðbrögðin í bæjarfélaginu hafa verið mikil. Guðlaugur Ómar Guðmundsson, starfsmaður hjá Öspinni, kom að trampólíninu illa förnu á þriðjudag. Hann segir að málið sé leiðinlegt en að þau hafi fundið fyrir miklum stuðningi hjá íbúum bæjarins sem auðvitað séu allt annað en hrifnir af svona skemmdarverkum. „Við erum í húsnæði sem er sérkennsluhúsnæði hjá Njarðvíkurskóla yfir veturinn og er hugsað sem frístundaheimili fyrir fatlaða yfir sumarið. Börn með alls konar vandamál, sum væg og önnur erfiðari. Við höfum reynt að gera dvöl þeirra sem skemmtilegasta og keyptum þetta trampólín í lok júlí og þegar við mættum til vinnu á þriðjudag þá var þetta aðkoman,“ segir Guðlaugur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem hann tók hafa stoðir sem halda uppi öryggisneti trampólínsins meðal annars verið brotnar. Lítið hefur því verið hægt að nota tækið síðan. Eftir að Guðlaugur vakti athygli á skemmdarverkunum í Facebook-hópi íbúa í Reykjanesbæ hefur fólk sett sig í samband. Síðan á þriðjudag hefur fengist ein ný stöng í öryggisnetið en síðan létu skemmdarvargar aftur til skarar skríða og í gærmorgun hafði trampólínið verið skemmt frekar. Einn aðstandenda Skötumessunnar í Garði, sem gaf Öspinni trampólínið, segir í spjallþræði um málið í hópnum að þetta sé skelfilegt að sjá. „Hreint ótrúleg skemmdarfýsnin hjá sumum … skammist ykkar.“ Guðlaugur Ómar beindi því til bæjarbúa að brýna það fyrir börnum sínum að skemmdarverk sem þessi væru ekki í boði. Hann vonar að hægt verði að lagfæra leiktækið fljótt og það fái að standa í friði framvegis og veita fötluðum börnum gleði það sem eftir lifir sumars.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent