Veigra sér við að fara til læknis vegna fjárskorts Sveinn Arnarsson skrifar 19. desember 2018 07:00 Margir virðast fresta læknisheimsóknum vegna þess að þeir hafi einfaldlega ekki efni á því. Fréttablaðið/Auðunn Fjörutíu prósent félagsmanna í verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju hafa á síðustu tólf mánuðum frestað því eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Fjórðungur félagsmanna hefur hætt við að fara til læknis af sömu ástæðum. „Þetta eru nokkuð sláandi niðurstöður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju. Eining Iðja er stærsta stéttarfélagið á Norðurlandi. Félagssvæði þess er í Eyjafirði og liggur frá Fjallabyggð í vestri til Grýtubakkahrepps í austri. Í yfirstandandi kjaraviðræðum leggja verkalýðsfélög áherslu á að tryggja öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir félaga sína. Á síðasta þingi ASÍ var jafnframt samþykkt sú stefna að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og tryggja að allir hafi aðgang að öflugri heilsugæslu í heimabyggð og aðgang að lyfjum. Af niðurstöðum könnunar meðal félagsmanna sést marktækur munur á svörum eftir aldri. Yngra fólk er líklegra til að hafa ekki efni á læknisheimsóknum, að taka út lyf í apótekum eða að fara til tannlæknis. Ungt fólk á barneignaraldri frestar þessu marktækt oftar en aðrir. „Þetta er auðvitað innlegg í þær kjaraviðræður sem við erum í núna. Það er sláandi að sjá að fjórðungur félagsmanna okkar frestar því að fara til læknis og því er þetta eitt af þeim atriðum sem við verðum að tryggja félagsmönnum okkar í komandi kjaraviðræðum, það er aðgangur að heilbrigðisþjónustu,“ segir Björn. „Það kom okkur líka töluvert á óvart að sjá að unga fólkið á í hvað mestum erfiðleikum með þetta og virðist forgangsraða hlutunum á þennan hátt sem er auðvitað bagalegt.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að stjórnvöld muni á valdatíma sínum draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Mynd/Getty Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira
Fjörutíu prósent félagsmanna í verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju hafa á síðustu tólf mánuðum frestað því eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Fjórðungur félagsmanna hefur hætt við að fara til læknis af sömu ástæðum. „Þetta eru nokkuð sláandi niðurstöður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju. Eining Iðja er stærsta stéttarfélagið á Norðurlandi. Félagssvæði þess er í Eyjafirði og liggur frá Fjallabyggð í vestri til Grýtubakkahrepps í austri. Í yfirstandandi kjaraviðræðum leggja verkalýðsfélög áherslu á að tryggja öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir félaga sína. Á síðasta þingi ASÍ var jafnframt samþykkt sú stefna að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og tryggja að allir hafi aðgang að öflugri heilsugæslu í heimabyggð og aðgang að lyfjum. Af niðurstöðum könnunar meðal félagsmanna sést marktækur munur á svörum eftir aldri. Yngra fólk er líklegra til að hafa ekki efni á læknisheimsóknum, að taka út lyf í apótekum eða að fara til tannlæknis. Ungt fólk á barneignaraldri frestar þessu marktækt oftar en aðrir. „Þetta er auðvitað innlegg í þær kjaraviðræður sem við erum í núna. Það er sláandi að sjá að fjórðungur félagsmanna okkar frestar því að fara til læknis og því er þetta eitt af þeim atriðum sem við verðum að tryggja félagsmönnum okkar í komandi kjaraviðræðum, það er aðgangur að heilbrigðisþjónustu,“ segir Björn. „Það kom okkur líka töluvert á óvart að sjá að unga fólkið á í hvað mestum erfiðleikum með þetta og virðist forgangsraða hlutunum á þennan hátt sem er auðvitað bagalegt.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að stjórnvöld muni á valdatíma sínum draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Mynd/Getty
Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira