Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2018 12:44 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar,. Vísir/Völundur Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. Fundur í samninganefnd Eflingar í kvöld ræður úrslitum um hvort samninganefnd Starfsgreinasambandsins klofnar. Tillaga formanna Eflingar, Drífandi í Vestmannaeyjum, Framsýnar á Húsavík, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur um að vísa kjaradeilu félaga innan Starfsgreinasambandsins nú þegar til Ríkissáttasemjara var felld í sameiginlegri samninganefnd félaga sambandsins á föstudag. Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar telur líklegt að samþykkt verði á fundi samninganefndar Eflingar í kvöld að félagið kljúfi sig frá samninganefnd Starfsgreinasambandins. „Við verðum að bíða og sjá til. Fundurinn er í kvöld og þau eru búin að liggja yfir þessu síðustu daga hvað þau ætla að gera greinilega,” segir Aðalsteinn. Hann hafi sjálfur verið talsmaður þess að félögin innan Starfsgreinasambandsins ynnu öll saman.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. FBL/ANTON BRINK„Og auðvitað finnst mér sárt að þetta skuli þurfa að brotna aftur í tvo hópa. En vissulega er mikill áherslumunur innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig að kannski er þetta eitthvað sem er óumflýjanlegt en ég vona ekki,” segir Aðalsteinn. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Mér fyndist það ekkert ólíklegt ef mál þróast svona. Það verði þá búin til mjög stórt bandalag Eflingar og VR og einhverra félaga sem færu þá með þeim. Það yrði náttúrlega gríðarlega öflugt bandalag og sterkt,” segir Aðalsteinn. Það sé hins vegar erfitt að segja hvort öll félögin sjö sem vildu vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara færu með Eflingu í slíkt bandalag en vissulega væri verið að skoða þá möguleika. Málin skýrðust betur í kvöld. Þessi sjö félög hafi viljað segja upp kjarasamningum í febrúar þegar samningsforsendur hafi verið brostnar en orðið undir. Aðalsteinn dregur enga fjöður yfir að með því að vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara geti félögin fljótlega farið að hóta aðgerðum. Það þurfi að hraða samningaferlinu undir verkstjórn Ríkissáttasemjara þannig að nýir samningar taki sem fyrst gildi. „Það er hluti af þessu, að visa núna og reyna að klára viðræðurnar og ef ekki stefna þá í átök eftir áramótin. En þetta tefst allt verulega með því að visa ekki núna.”Þannig að menn bíða svolítið eftir Eflingu í kvöld? „Já, menn bíða eftir niðurstöðu kvöldsins,” segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. Fundur í samninganefnd Eflingar í kvöld ræður úrslitum um hvort samninganefnd Starfsgreinasambandsins klofnar. Tillaga formanna Eflingar, Drífandi í Vestmannaeyjum, Framsýnar á Húsavík, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur um að vísa kjaradeilu félaga innan Starfsgreinasambandsins nú þegar til Ríkissáttasemjara var felld í sameiginlegri samninganefnd félaga sambandsins á föstudag. Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar telur líklegt að samþykkt verði á fundi samninganefndar Eflingar í kvöld að félagið kljúfi sig frá samninganefnd Starfsgreinasambandins. „Við verðum að bíða og sjá til. Fundurinn er í kvöld og þau eru búin að liggja yfir þessu síðustu daga hvað þau ætla að gera greinilega,” segir Aðalsteinn. Hann hafi sjálfur verið talsmaður þess að félögin innan Starfsgreinasambandsins ynnu öll saman.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. FBL/ANTON BRINK„Og auðvitað finnst mér sárt að þetta skuli þurfa að brotna aftur í tvo hópa. En vissulega er mikill áherslumunur innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig að kannski er þetta eitthvað sem er óumflýjanlegt en ég vona ekki,” segir Aðalsteinn. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Mér fyndist það ekkert ólíklegt ef mál þróast svona. Það verði þá búin til mjög stórt bandalag Eflingar og VR og einhverra félaga sem færu þá með þeim. Það yrði náttúrlega gríðarlega öflugt bandalag og sterkt,” segir Aðalsteinn. Það sé hins vegar erfitt að segja hvort öll félögin sjö sem vildu vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara færu með Eflingu í slíkt bandalag en vissulega væri verið að skoða þá möguleika. Málin skýrðust betur í kvöld. Þessi sjö félög hafi viljað segja upp kjarasamningum í febrúar þegar samningsforsendur hafi verið brostnar en orðið undir. Aðalsteinn dregur enga fjöður yfir að með því að vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara geti félögin fljótlega farið að hóta aðgerðum. Það þurfi að hraða samningaferlinu undir verkstjórn Ríkissáttasemjara þannig að nýir samningar taki sem fyrst gildi. „Það er hluti af þessu, að visa núna og reyna að klára viðræðurnar og ef ekki stefna þá í átök eftir áramótin. En þetta tefst allt verulega með því að visa ekki núna.”Þannig að menn bíða svolítið eftir Eflingu í kvöld? „Já, menn bíða eftir niðurstöðu kvöldsins,” segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira