Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 08:52 Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. VÍSIR/VILHELM Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar krappar lægðir eru við landið er veðrið fljótt að breytast ef staðsetning lægðarinnar víkur frá spáðum ferli og því mikilvægt að fylgjast með nýjustu veðurspám. Verst verður veðrið á suðaustur og norðvestur hluta landsins. Norðvestan rok en úrkomulítið suðaustanlands þegar líður á daginn, en stormur og stórhríð um landið norðvestanvert. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld. Í öðrum landshlutum verður hægari vindur. Talsverð ofankoma austan og norðanlands fram eftir degi, en síðan úrkomuminna. Má segja að í dag verði veðrið einna skást á höfuðborgarsvæðinu, en búast má við éljum um tíma eftir hádegi, heldur hvassara í nótt og á morgun og þéttari éljagangur, en dregur úr bæði vindi og éljum annað kvöld. Vægt frost verður víðast hvar á landinu um helgina, en um frostmark við austurströndina. Mikið er um laustan snjó og ekki þarf mikinn vindstyrk til að sá snjór sem fyrir er og sá sem mun falla um helgina ferðist um með lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum.Veðurhorfur á landinu í dag:Norðaustan hvassviðri eða stormur með talsverðri snjókomu um landið austanvert, en norðantil á landinu eftir hádegi og snýst í norðvestanátt. Norðvestan rok eða jafnvel ofsaveður suðaustanlands síðdegis og þurrt að mestu, en hvassviðri eða stormur um landið norðvestanvert og talsverð eða mikil snjókoma. Hægari vindur og él í öðrum landshlutum. Norðvestan 18-28 m/s á morgun, hvassast norðvestantil og suðaustanlands. Talsverð eða mikil snjókoma um landið norðvestanvert, en annars él. Hægari vindur og yfirleitt þurrt norðaustantil á landinu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á sunnudag:Norðvestan eða vestan hvassviðri eða stormur og jafnvel rok suðaustantil og norðvestantil á landinu. Víða skafrenningur og él, en talsverð eða mikil snjókoma um landið norðvestanvert. Fer að draga úr vindi og ofankomu síðdegis. Frost 0 til 8 stig.Á mánudag: Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en léttir til norðaustantil. Harðnandi frost, víða talsvert frost um kvöldið.Á þriðjudag: Útlit fyrir breytilega vindátt. Víða snjókoma eða él og minnkandi frost.Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag: Líkur á austlægri átt með dálitlum éljum. Frost 0 til 7 stig. Veður Tengdar fréttir Alvöru vetrarveður í kortunum: „Ekkert ferðaveður þessa helgi“ Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. febrúar 2018 10:39 Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar krappar lægðir eru við landið er veðrið fljótt að breytast ef staðsetning lægðarinnar víkur frá spáðum ferli og því mikilvægt að fylgjast með nýjustu veðurspám. Verst verður veðrið á suðaustur og norðvestur hluta landsins. Norðvestan rok en úrkomulítið suðaustanlands þegar líður á daginn, en stormur og stórhríð um landið norðvestanvert. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld. Í öðrum landshlutum verður hægari vindur. Talsverð ofankoma austan og norðanlands fram eftir degi, en síðan úrkomuminna. Má segja að í dag verði veðrið einna skást á höfuðborgarsvæðinu, en búast má við éljum um tíma eftir hádegi, heldur hvassara í nótt og á morgun og þéttari éljagangur, en dregur úr bæði vindi og éljum annað kvöld. Vægt frost verður víðast hvar á landinu um helgina, en um frostmark við austurströndina. Mikið er um laustan snjó og ekki þarf mikinn vindstyrk til að sá snjór sem fyrir er og sá sem mun falla um helgina ferðist um með lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum.Veðurhorfur á landinu í dag:Norðaustan hvassviðri eða stormur með talsverðri snjókomu um landið austanvert, en norðantil á landinu eftir hádegi og snýst í norðvestanátt. Norðvestan rok eða jafnvel ofsaveður suðaustanlands síðdegis og þurrt að mestu, en hvassviðri eða stormur um landið norðvestanvert og talsverð eða mikil snjókoma. Hægari vindur og él í öðrum landshlutum. Norðvestan 18-28 m/s á morgun, hvassast norðvestantil og suðaustanlands. Talsverð eða mikil snjókoma um landið norðvestanvert, en annars él. Hægari vindur og yfirleitt þurrt norðaustantil á landinu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á sunnudag:Norðvestan eða vestan hvassviðri eða stormur og jafnvel rok suðaustantil og norðvestantil á landinu. Víða skafrenningur og él, en talsverð eða mikil snjókoma um landið norðvestanvert. Fer að draga úr vindi og ofankomu síðdegis. Frost 0 til 8 stig.Á mánudag: Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en léttir til norðaustantil. Harðnandi frost, víða talsvert frost um kvöldið.Á þriðjudag: Útlit fyrir breytilega vindátt. Víða snjókoma eða él og minnkandi frost.Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag: Líkur á austlægri átt með dálitlum éljum. Frost 0 til 7 stig.
Veður Tengdar fréttir Alvöru vetrarveður í kortunum: „Ekkert ferðaveður þessa helgi“ Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. febrúar 2018 10:39 Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Alvöru vetrarveður í kortunum: „Ekkert ferðaveður þessa helgi“ Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. febrúar 2018 10:39
Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40