Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2018 22:00 Séð upp með Stuðlagili. Neðri hluti stuðlabergsins sást ekki fyrr en Jökulsá var stífluð við Kárahnjúka. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. Þetta eru formfagrir stuðlabergshamrar sem menn eru farnir að flokka með helstu náttúrudjásnum Íslands. Gilið mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Stuðlagil er við bæinn Grund á Efri-Jökuldal, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum, en þar er nýlega búið að leggja akveg að ánni, gera bílastæði og stika gönguleið, með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar er jafnframt búið að koma upp aðvörunarskiltum á fjórum tungumálum en gæta þarf ítrustu varkárni þegar gljúfrið er skoðað.Aðvörunarskilti á bílastæðinu við bæinn Grund brýnir fyrir ferðamönnum á fjórum tungumálum að gæta ítrustu varkárni. Stuðlagil er beint fyrir neðan.Mynd/Stefanía Katrín Karlsdóttir.Stuðlabergsveggirnir þar eru sennilega einhverjir þeir mestu hérlendis, þeir teygja sig yfir þrjúhundruð metra kafla og eru allt að þrjátíu metra háir. Það var hins vegar ekki fyrr en Jökla var stífluð við Kárahnjúka sem neðri hluti stuðlabergsins fór að sjást. „Náttúran og gilið er mjög stórfenglegt sem kemur í ljós þegar jökulvatnið er farið. Þá bætast við hér margir metrar sem voru á kafi í jökulvatni allt sumarið og þar er ótrúleg náttúrufegurð,“ segir Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, en bærinn er um fimm kílómetrum neðan Stuðlagils.Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Stuðlabergsstapinn Kerling þykir einna magnaðastur en hann fór stundum alveg á kaf á sumrin áður en áin var beisluð. Á samfélagssíðum má sjá að erlendir ferðamenn eru farnir að flokka Stuðlagil meðal helstu djásna Íslands. „Þeir eru mjög áhugasamir. Þetta er náttúrlega mjög fallegt land,“ segir Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli. Ferðamenn séu að uppgötva svæðið. „Og þeir eru ólmir í að skoða það.“Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Nýja bílastæðið er á vesturbakkanum við bæinn Grund, eða norðanmegin, eins og heimamenn segja, og þaðan er einfaldast að nálgast gilið, enda stæðið beint fyrir ofan það. Sumir kjósa þó að sjá gilið frá austurbakkanum og fara þá yfir brúna hjá Klausturseli. Leiðin austanmegin kallar á mun tímafrekari göngu auk þess sem vaða þarf tvær ár. „Héðan ganga menn. Ég hugsa að það séu einhver hundruð manns sem séu búnir að ganga þetta í vor héðan frá brúnni og inn í þetta gil, sem eru fimm kílómetrar hvora leið,“ segir Aðalsteinn á Klausturseli.Stuðlabergsveggirnir eru allt að 30 metra háir og teygja sig yfir 300 metra kafla í gljúfrinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann vonast hins vegar til að fyrirhuguð lagfæring á línuvegi vegna háspennulínu stytti gönguna um helming og auðveldi ferðafólki að sjá Stuðlagil. „Það eykur möguleika til þess að skoða þetta gil. Það er svona verið að bíða eftir því að þessi vegur verði lagaður og slá þarna tvær flugur í einu höggi,“ segir Aðalsteinn.Stuðlagil er á Efri-Jökuldal við bæinn Grund, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum. Frá hringveginum við Skjöldólfsstaði er um 20 kílómetra vegalengd að Stuðlagili.Grafík/Tótla.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Stuðlagili með drónamyndum Arnars Halldórssonar kvikmyndatökumanns: Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. Þetta eru formfagrir stuðlabergshamrar sem menn eru farnir að flokka með helstu náttúrudjásnum Íslands. Gilið mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Stuðlagil er við bæinn Grund á Efri-Jökuldal, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum, en þar er nýlega búið að leggja akveg að ánni, gera bílastæði og stika gönguleið, með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar er jafnframt búið að koma upp aðvörunarskiltum á fjórum tungumálum en gæta þarf ítrustu varkárni þegar gljúfrið er skoðað.Aðvörunarskilti á bílastæðinu við bæinn Grund brýnir fyrir ferðamönnum á fjórum tungumálum að gæta ítrustu varkárni. Stuðlagil er beint fyrir neðan.Mynd/Stefanía Katrín Karlsdóttir.Stuðlabergsveggirnir þar eru sennilega einhverjir þeir mestu hérlendis, þeir teygja sig yfir þrjúhundruð metra kafla og eru allt að þrjátíu metra háir. Það var hins vegar ekki fyrr en Jökla var stífluð við Kárahnjúka sem neðri hluti stuðlabergsins fór að sjást. „Náttúran og gilið er mjög stórfenglegt sem kemur í ljós þegar jökulvatnið er farið. Þá bætast við hér margir metrar sem voru á kafi í jökulvatni allt sumarið og þar er ótrúleg náttúrufegurð,“ segir Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, en bærinn er um fimm kílómetrum neðan Stuðlagils.Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Stuðlabergsstapinn Kerling þykir einna magnaðastur en hann fór stundum alveg á kaf á sumrin áður en áin var beisluð. Á samfélagssíðum má sjá að erlendir ferðamenn eru farnir að flokka Stuðlagil meðal helstu djásna Íslands. „Þeir eru mjög áhugasamir. Þetta er náttúrlega mjög fallegt land,“ segir Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli. Ferðamenn séu að uppgötva svæðið. „Og þeir eru ólmir í að skoða það.“Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Nýja bílastæðið er á vesturbakkanum við bæinn Grund, eða norðanmegin, eins og heimamenn segja, og þaðan er einfaldast að nálgast gilið, enda stæðið beint fyrir ofan það. Sumir kjósa þó að sjá gilið frá austurbakkanum og fara þá yfir brúna hjá Klausturseli. Leiðin austanmegin kallar á mun tímafrekari göngu auk þess sem vaða þarf tvær ár. „Héðan ganga menn. Ég hugsa að það séu einhver hundruð manns sem séu búnir að ganga þetta í vor héðan frá brúnni og inn í þetta gil, sem eru fimm kílómetrar hvora leið,“ segir Aðalsteinn á Klausturseli.Stuðlabergsveggirnir eru allt að 30 metra háir og teygja sig yfir 300 metra kafla í gljúfrinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann vonast hins vegar til að fyrirhuguð lagfæring á línuvegi vegna háspennulínu stytti gönguna um helming og auðveldi ferðafólki að sjá Stuðlagil. „Það eykur möguleika til þess að skoða þetta gil. Það er svona verið að bíða eftir því að þessi vegur verði lagaður og slá þarna tvær flugur í einu höggi,“ segir Aðalsteinn.Stuðlagil er á Efri-Jökuldal við bæinn Grund, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum. Frá hringveginum við Skjöldólfsstaði er um 20 kílómetra vegalengd að Stuðlagili.Grafík/Tótla.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Stuðlagili með drónamyndum Arnars Halldórssonar kvikmyndatökumanns:
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15