Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2018 21:00 Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur nú í einu vetfangi verið kippt inn í 21. öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þáttaskil urðu nýlega í samgöngumálum á Ströndum þegar malbikið náði alla leið í Bjarnarfjörð, sem er inn af Húnaflóa norðan Hólmavíkur. Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps, segir að áratuga draumur Bjarnfirðinga um uppbyggðan malbikaðan veg sé nú að rætast. „Þetta er nú alveg bara ótrúlegt hvað það eru miklar framfarir á stuttum tíma, á þessu litla svæði á hjara veraldar, eins og sumir segja,“ segir Finnur.Við Klúkuskóla, sem nú er Hótel Laugarhóll. Tæki Orkubús Vestfjarða, sem leggja strengina í jörð, má sjá vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er nefnilega fleira að koma í þessa litlu sveit. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru að leggja bæði ljósleiðara og rafstreng fyrir þriggja fasa rafmagn, sem er forsenda þess að hægt sé að nota öflugar rafvélar, eins og fyrir bændur og iðnaðarmenn. „Við erum bara að varpa okkur fram í 21. öldina og erum loksins að verða bara sambærilegur staður, og við viljum vera, miðað við aðra staði á Íslandi,“ segir oddvitinn. „Já, allir rosa jákvæðir og bara ánægðir með þetta framtak hjá okkur,“ svarar Júlíus Jónsson, verkstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, spurður um viðbrögð heimamanna við að fá strengina.Júlíus Jónsson verkstjóri ásamt öðrum starfsmönnum Orkubús Vestfjarða við bæinn Klúku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Júlíus kveðst halda að þetta breyti lífinu hjá fólki. „Ég held það, alveg. Miklu betra samband. Hér er ekkert samband, bara lélegt sjónvarp, bara slæmt samband á öllu. Þannig að ég held að þetta sé bara glæsileg þróun,“ segir Júlíus. Þótt jarðstrengirnir láti ekki mikið yfir sér eru þeir kannski með því sem skiptir mestu fyrir nútímasamfélag, ekki síst fyrir yngra fólk, sem sennilega gerir meiri kröfur um öflugar háhraðatengingar.Kirkjustaðurinn Kaldrananes, sem hreppurinn heitir eftir, stendur við mynni Bjarnarfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við gerum bara kröfur í dag og við sættum okkur ekkert við annars flokks þjónustu. Þetta er kannski liður í því hjá sveitarfélaginu að skapa sömu tækifæri um sveitir landsins, eins og þau bjóðast á höfuðborgarsvæðinu,“ segir oddvitinn. Fjallað var um mannlíf í þessari vestfirsku vin í þættinum „Um land allt”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Kaldrananeshreppur Um land allt Tengdar fréttir Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur nú í einu vetfangi verið kippt inn í 21. öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þáttaskil urðu nýlega í samgöngumálum á Ströndum þegar malbikið náði alla leið í Bjarnarfjörð, sem er inn af Húnaflóa norðan Hólmavíkur. Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps, segir að áratuga draumur Bjarnfirðinga um uppbyggðan malbikaðan veg sé nú að rætast. „Þetta er nú alveg bara ótrúlegt hvað það eru miklar framfarir á stuttum tíma, á þessu litla svæði á hjara veraldar, eins og sumir segja,“ segir Finnur.Við Klúkuskóla, sem nú er Hótel Laugarhóll. Tæki Orkubús Vestfjarða, sem leggja strengina í jörð, má sjá vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er nefnilega fleira að koma í þessa litlu sveit. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru að leggja bæði ljósleiðara og rafstreng fyrir þriggja fasa rafmagn, sem er forsenda þess að hægt sé að nota öflugar rafvélar, eins og fyrir bændur og iðnaðarmenn. „Við erum bara að varpa okkur fram í 21. öldina og erum loksins að verða bara sambærilegur staður, og við viljum vera, miðað við aðra staði á Íslandi,“ segir oddvitinn. „Já, allir rosa jákvæðir og bara ánægðir með þetta framtak hjá okkur,“ svarar Júlíus Jónsson, verkstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, spurður um viðbrögð heimamanna við að fá strengina.Júlíus Jónsson verkstjóri ásamt öðrum starfsmönnum Orkubús Vestfjarða við bæinn Klúku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Júlíus kveðst halda að þetta breyti lífinu hjá fólki. „Ég held það, alveg. Miklu betra samband. Hér er ekkert samband, bara lélegt sjónvarp, bara slæmt samband á öllu. Þannig að ég held að þetta sé bara glæsileg þróun,“ segir Júlíus. Þótt jarðstrengirnir láti ekki mikið yfir sér eru þeir kannski með því sem skiptir mestu fyrir nútímasamfélag, ekki síst fyrir yngra fólk, sem sennilega gerir meiri kröfur um öflugar háhraðatengingar.Kirkjustaðurinn Kaldrananes, sem hreppurinn heitir eftir, stendur við mynni Bjarnarfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við gerum bara kröfur í dag og við sættum okkur ekkert við annars flokks þjónustu. Þetta er kannski liður í því hjá sveitarfélaginu að skapa sömu tækifæri um sveitir landsins, eins og þau bjóðast á höfuðborgarsvæðinu,“ segir oddvitinn. Fjallað var um mannlíf í þessari vestfirsku vin í þættinum „Um land allt”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Kaldrananeshreppur Um land allt Tengdar fréttir Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15