Gáleysi skipstjóra sigldi Skrúði í strand Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2018 08:24 Skrúður sigldi með farþega út í Viðey. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að „óaðgæsla við stjórn skipsins“ hafi orðið til þess að Viðeyjarferjan Skrúður strandaði við Skarfabakka í september í fyrra. Þá var skipstjóri ekki lögskráður á bátinn auk þess sem farþegar voru á stjórnpalli sem truflaði siglinguna. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að þann 15. september 2017 hafi Skrúður verið á siglingu með farþega frá Viðey að Skarfabakka í Reykjavíkurhöfn. Þegar verið var að losa landfestar í Viðey klemmdi hásetinn vísifingur vinstri handar milli tógsins og polla. Eftir að bátinn var farinn frá bryggju fór skipstjórinn að sinna meiðslum hásetans. Um kl. 23:00, þegar báturinn var farinn að nálgast Skarfabakka, sigldi hann með stefnið upp í grjótgarðinn vestan við bryggjustæðið. Við rannsókn á atvikinu kom fram að áðurnefndur háseti hafi orðið fyrir „ónæði og truflun frá farþega“ við losun landfesta í Viðey. Það hafi haft þær afleiðingar að hann klemmdi sig. Skipstjórinn setti þá sjálfstýringu á bátinn þegar stefnan var tekin á Skarfabakka og fór að sinna hásetanum. Þó hefur komið fram að báturinn hafi verið aftur kominn á handstýringu þegar hann nálgaðist grjótgarðinn við Skarðabakka. Þá virðast farþegar bátsins hafa verið á stjórnpalli sem truflaði siglinguna og síðan björgunina. Stjórntök bátsins voru auk þess í opnu rými sem farþegar höfðu greiðan aðgang að. Eftir að báturinn sigldi í strandi tók skipstjórinn þá ákvörðun að rýma bátinn og láta þá farþega sem treystu sér fara í land upp á grjótgarðinn. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að hræðsla hafi skapast meðal farþega og kvörtuðu þeir undan skort á upplýsingagjöf og stjórnun. Þá kemur einnig fram að skipstjórinn var ekki lögskráður á bátinn. Er álit nefndarinnar að orsök strandsins sé „óaðgæsla við stjórn skipsins“ auk þess sem lögskráning hafi ekki verið í lagi. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að „óaðgæsla við stjórn skipsins“ hafi orðið til þess að Viðeyjarferjan Skrúður strandaði við Skarfabakka í september í fyrra. Þá var skipstjóri ekki lögskráður á bátinn auk þess sem farþegar voru á stjórnpalli sem truflaði siglinguna. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að þann 15. september 2017 hafi Skrúður verið á siglingu með farþega frá Viðey að Skarfabakka í Reykjavíkurhöfn. Þegar verið var að losa landfestar í Viðey klemmdi hásetinn vísifingur vinstri handar milli tógsins og polla. Eftir að bátinn var farinn frá bryggju fór skipstjórinn að sinna meiðslum hásetans. Um kl. 23:00, þegar báturinn var farinn að nálgast Skarfabakka, sigldi hann með stefnið upp í grjótgarðinn vestan við bryggjustæðið. Við rannsókn á atvikinu kom fram að áðurnefndur háseti hafi orðið fyrir „ónæði og truflun frá farþega“ við losun landfesta í Viðey. Það hafi haft þær afleiðingar að hann klemmdi sig. Skipstjórinn setti þá sjálfstýringu á bátinn þegar stefnan var tekin á Skarfabakka og fór að sinna hásetanum. Þó hefur komið fram að báturinn hafi verið aftur kominn á handstýringu þegar hann nálgaðist grjótgarðinn við Skarðabakka. Þá virðast farþegar bátsins hafa verið á stjórnpalli sem truflaði siglinguna og síðan björgunina. Stjórntök bátsins voru auk þess í opnu rými sem farþegar höfðu greiðan aðgang að. Eftir að báturinn sigldi í strandi tók skipstjórinn þá ákvörðun að rýma bátinn og láta þá farþega sem treystu sér fara í land upp á grjótgarðinn. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að hræðsla hafi skapast meðal farþega og kvörtuðu þeir undan skort á upplýsingagjöf og stjórnun. Þá kemur einnig fram að skipstjórinn var ekki lögskráður á bátinn. Er álit nefndarinnar að orsök strandsins sé „óaðgæsla við stjórn skipsins“ auk þess sem lögskráning hafi ekki verið í lagi.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira