Gáleysi skipstjóra sigldi Skrúði í strand Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2018 08:24 Skrúður sigldi með farþega út í Viðey. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að „óaðgæsla við stjórn skipsins“ hafi orðið til þess að Viðeyjarferjan Skrúður strandaði við Skarfabakka í september í fyrra. Þá var skipstjóri ekki lögskráður á bátinn auk þess sem farþegar voru á stjórnpalli sem truflaði siglinguna. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að þann 15. september 2017 hafi Skrúður verið á siglingu með farþega frá Viðey að Skarfabakka í Reykjavíkurhöfn. Þegar verið var að losa landfestar í Viðey klemmdi hásetinn vísifingur vinstri handar milli tógsins og polla. Eftir að bátinn var farinn frá bryggju fór skipstjórinn að sinna meiðslum hásetans. Um kl. 23:00, þegar báturinn var farinn að nálgast Skarfabakka, sigldi hann með stefnið upp í grjótgarðinn vestan við bryggjustæðið. Við rannsókn á atvikinu kom fram að áðurnefndur háseti hafi orðið fyrir „ónæði og truflun frá farþega“ við losun landfesta í Viðey. Það hafi haft þær afleiðingar að hann klemmdi sig. Skipstjórinn setti þá sjálfstýringu á bátinn þegar stefnan var tekin á Skarfabakka og fór að sinna hásetanum. Þó hefur komið fram að báturinn hafi verið aftur kominn á handstýringu þegar hann nálgaðist grjótgarðinn við Skarðabakka. Þá virðast farþegar bátsins hafa verið á stjórnpalli sem truflaði siglinguna og síðan björgunina. Stjórntök bátsins voru auk þess í opnu rými sem farþegar höfðu greiðan aðgang að. Eftir að báturinn sigldi í strandi tók skipstjórinn þá ákvörðun að rýma bátinn og láta þá farþega sem treystu sér fara í land upp á grjótgarðinn. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að hræðsla hafi skapast meðal farþega og kvörtuðu þeir undan skort á upplýsingagjöf og stjórnun. Þá kemur einnig fram að skipstjórinn var ekki lögskráður á bátinn. Er álit nefndarinnar að orsök strandsins sé „óaðgæsla við stjórn skipsins“ auk þess sem lögskráning hafi ekki verið í lagi. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að „óaðgæsla við stjórn skipsins“ hafi orðið til þess að Viðeyjarferjan Skrúður strandaði við Skarfabakka í september í fyrra. Þá var skipstjóri ekki lögskráður á bátinn auk þess sem farþegar voru á stjórnpalli sem truflaði siglinguna. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að þann 15. september 2017 hafi Skrúður verið á siglingu með farþega frá Viðey að Skarfabakka í Reykjavíkurhöfn. Þegar verið var að losa landfestar í Viðey klemmdi hásetinn vísifingur vinstri handar milli tógsins og polla. Eftir að bátinn var farinn frá bryggju fór skipstjórinn að sinna meiðslum hásetans. Um kl. 23:00, þegar báturinn var farinn að nálgast Skarfabakka, sigldi hann með stefnið upp í grjótgarðinn vestan við bryggjustæðið. Við rannsókn á atvikinu kom fram að áðurnefndur háseti hafi orðið fyrir „ónæði og truflun frá farþega“ við losun landfesta í Viðey. Það hafi haft þær afleiðingar að hann klemmdi sig. Skipstjórinn setti þá sjálfstýringu á bátinn þegar stefnan var tekin á Skarfabakka og fór að sinna hásetanum. Þó hefur komið fram að báturinn hafi verið aftur kominn á handstýringu þegar hann nálgaðist grjótgarðinn við Skarðabakka. Þá virðast farþegar bátsins hafa verið á stjórnpalli sem truflaði siglinguna og síðan björgunina. Stjórntök bátsins voru auk þess í opnu rými sem farþegar höfðu greiðan aðgang að. Eftir að báturinn sigldi í strandi tók skipstjórinn þá ákvörðun að rýma bátinn og láta þá farþega sem treystu sér fara í land upp á grjótgarðinn. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að hræðsla hafi skapast meðal farþega og kvörtuðu þeir undan skort á upplýsingagjöf og stjórnun. Þá kemur einnig fram að skipstjórinn var ekki lögskráður á bátinn. Er álit nefndarinnar að orsök strandsins sé „óaðgæsla við stjórn skipsins“ auk þess sem lögskráning hafi ekki verið í lagi.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira