Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2018 19:30 Dalvin Smári Imsland Skjáskot úr frétt Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt minntur á fyrra kyn og að hann hafi ekki getað sótt félagslíf skólans í heilt ár sökum þess. Hann ætlar að skipta um skóla í haust verði rétt nafn hans ekki skráðí gögn skólans. Dalvin Smári Imsland kom út sem transmaður árið 2017. Í ágúst tilkynnti hann skólafélögum sínum að hann héti nú Dalvin en þá hafði hann hafið kynleiðréttingarferli. „Eftir það kom ég út hér í MS og ætlaði að breyta nafninu mínu í kerfinu. Það hefur gengið mjög illa að fá það í gegn. Skólastjórinn vill ekki breyta nafninu mínu í kerfinu,“ segir Dalvin Smári Imsland, nemandi Menntaskólans við Sund. Dalvin segir að svörin sem hann fái frá skólastjóra séu á þann veg að hann þurfi að fara eftir því sem standi í Þjóðskrá og því harðneiti hann að breyta nafninu í kerfinu. Þó þekkir Dalvin dæmi þess að ungmenni í öðrum skólum hafi fengið nafni sínu breytt. „Ég hef rætt við hann og sagt hvað þetta hefur mikil áhrif á mig. Hef spurt hann afhverju hann sé beinlínis að gera þetta. Hann gaf mér þau svör að hann væri að fylgja lögum. Það er til staðar undantekning að breyta nöfnum í skólakerfinu þegar ekki er búið að gera það í Þjóðskrá. Aðrir skólar hafa gert það, afhverju gat hann ekki gert það líka,“ segir Dalvin. Dalvin Smári ImslandSkjáskot úr frétt Hvernig hefur þér liðið? „Bara eiginlega hræðilega. Það hafa verið erfiðir dagar inn á milli. Ég á samt frábæra foreldra sem styðja mig í þessu,“ segir Dalvin. Verst segir hann að þurfa í sífellu að minna kennara á nýtt nafn og óska þess að vera lesinn upp í tímum sem Dalvin. En á öllum prófskírteinum og tölvupóstum er hann titlaður með fyrra nafni. Hann segir fyrirkomulag skólans hafa mikil áhrif á félagslífið. En hann treysti sér ekki til að sækja böll og aðra viðburði á vegum skólans. „Eins og þegar ég ætla að taka þátt í félagslífinu, bjóða mig fram eða eitthvað þá þurfa krakkarnir að merkja við mig með gamla nafninu. Þau geta ekki haft nafnið mitt á blaðinu. Það hefur alltaf verið mjög erfitt að sækja böllin. MS hefur alltaf verið mjög félagslegur skóli og ég sótti um hann út af því og hef ekki fengið að stunda það. Það er mjög erfitt fyrir mig,“ segir Dalvin. Ef þessu verður ekki breytt, hyggst þú þá sækja um nýjan skóla?„Já það er ekkert annað í boði. Ég vona að enginn annar þurfi að lenda í þessu eins og ég. Þetta er mjög vont og ég vona að þetta verði það síðasta,“ segir Dalvin. Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt minntur á fyrra kyn og að hann hafi ekki getað sótt félagslíf skólans í heilt ár sökum þess. Hann ætlar að skipta um skóla í haust verði rétt nafn hans ekki skráðí gögn skólans. Dalvin Smári Imsland kom út sem transmaður árið 2017. Í ágúst tilkynnti hann skólafélögum sínum að hann héti nú Dalvin en þá hafði hann hafið kynleiðréttingarferli. „Eftir það kom ég út hér í MS og ætlaði að breyta nafninu mínu í kerfinu. Það hefur gengið mjög illa að fá það í gegn. Skólastjórinn vill ekki breyta nafninu mínu í kerfinu,“ segir Dalvin Smári Imsland, nemandi Menntaskólans við Sund. Dalvin segir að svörin sem hann fái frá skólastjóra séu á þann veg að hann þurfi að fara eftir því sem standi í Þjóðskrá og því harðneiti hann að breyta nafninu í kerfinu. Þó þekkir Dalvin dæmi þess að ungmenni í öðrum skólum hafi fengið nafni sínu breytt. „Ég hef rætt við hann og sagt hvað þetta hefur mikil áhrif á mig. Hef spurt hann afhverju hann sé beinlínis að gera þetta. Hann gaf mér þau svör að hann væri að fylgja lögum. Það er til staðar undantekning að breyta nöfnum í skólakerfinu þegar ekki er búið að gera það í Þjóðskrá. Aðrir skólar hafa gert það, afhverju gat hann ekki gert það líka,“ segir Dalvin. Dalvin Smári ImslandSkjáskot úr frétt Hvernig hefur þér liðið? „Bara eiginlega hræðilega. Það hafa verið erfiðir dagar inn á milli. Ég á samt frábæra foreldra sem styðja mig í þessu,“ segir Dalvin. Verst segir hann að þurfa í sífellu að minna kennara á nýtt nafn og óska þess að vera lesinn upp í tímum sem Dalvin. En á öllum prófskírteinum og tölvupóstum er hann titlaður með fyrra nafni. Hann segir fyrirkomulag skólans hafa mikil áhrif á félagslífið. En hann treysti sér ekki til að sækja böll og aðra viðburði á vegum skólans. „Eins og þegar ég ætla að taka þátt í félagslífinu, bjóða mig fram eða eitthvað þá þurfa krakkarnir að merkja við mig með gamla nafninu. Þau geta ekki haft nafnið mitt á blaðinu. Það hefur alltaf verið mjög erfitt að sækja böllin. MS hefur alltaf verið mjög félagslegur skóli og ég sótti um hann út af því og hef ekki fengið að stunda það. Það er mjög erfitt fyrir mig,“ segir Dalvin. Ef þessu verður ekki breytt, hyggst þú þá sækja um nýjan skóla?„Já það er ekkert annað í boði. Ég vona að enginn annar þurfi að lenda í þessu eins og ég. Þetta er mjög vont og ég vona að þetta verði það síðasta,“ segir Dalvin.
Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira