Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2018 19:30 Dalvin Smári Imsland Skjáskot úr frétt Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt minntur á fyrra kyn og að hann hafi ekki getað sótt félagslíf skólans í heilt ár sökum þess. Hann ætlar að skipta um skóla í haust verði rétt nafn hans ekki skráðí gögn skólans. Dalvin Smári Imsland kom út sem transmaður árið 2017. Í ágúst tilkynnti hann skólafélögum sínum að hann héti nú Dalvin en þá hafði hann hafið kynleiðréttingarferli. „Eftir það kom ég út hér í MS og ætlaði að breyta nafninu mínu í kerfinu. Það hefur gengið mjög illa að fá það í gegn. Skólastjórinn vill ekki breyta nafninu mínu í kerfinu,“ segir Dalvin Smári Imsland, nemandi Menntaskólans við Sund. Dalvin segir að svörin sem hann fái frá skólastjóra séu á þann veg að hann þurfi að fara eftir því sem standi í Þjóðskrá og því harðneiti hann að breyta nafninu í kerfinu. Þó þekkir Dalvin dæmi þess að ungmenni í öðrum skólum hafi fengið nafni sínu breytt. „Ég hef rætt við hann og sagt hvað þetta hefur mikil áhrif á mig. Hef spurt hann afhverju hann sé beinlínis að gera þetta. Hann gaf mér þau svör að hann væri að fylgja lögum. Það er til staðar undantekning að breyta nöfnum í skólakerfinu þegar ekki er búið að gera það í Þjóðskrá. Aðrir skólar hafa gert það, afhverju gat hann ekki gert það líka,“ segir Dalvin. Dalvin Smári ImslandSkjáskot úr frétt Hvernig hefur þér liðið? „Bara eiginlega hræðilega. Það hafa verið erfiðir dagar inn á milli. Ég á samt frábæra foreldra sem styðja mig í þessu,“ segir Dalvin. Verst segir hann að þurfa í sífellu að minna kennara á nýtt nafn og óska þess að vera lesinn upp í tímum sem Dalvin. En á öllum prófskírteinum og tölvupóstum er hann titlaður með fyrra nafni. Hann segir fyrirkomulag skólans hafa mikil áhrif á félagslífið. En hann treysti sér ekki til að sækja böll og aðra viðburði á vegum skólans. „Eins og þegar ég ætla að taka þátt í félagslífinu, bjóða mig fram eða eitthvað þá þurfa krakkarnir að merkja við mig með gamla nafninu. Þau geta ekki haft nafnið mitt á blaðinu. Það hefur alltaf verið mjög erfitt að sækja böllin. MS hefur alltaf verið mjög félagslegur skóli og ég sótti um hann út af því og hef ekki fengið að stunda það. Það er mjög erfitt fyrir mig,“ segir Dalvin. Ef þessu verður ekki breytt, hyggst þú þá sækja um nýjan skóla?„Já það er ekkert annað í boði. Ég vona að enginn annar þurfi að lenda í þessu eins og ég. Þetta er mjög vont og ég vona að þetta verði það síðasta,“ segir Dalvin. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Sjá meira
Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt minntur á fyrra kyn og að hann hafi ekki getað sótt félagslíf skólans í heilt ár sökum þess. Hann ætlar að skipta um skóla í haust verði rétt nafn hans ekki skráðí gögn skólans. Dalvin Smári Imsland kom út sem transmaður árið 2017. Í ágúst tilkynnti hann skólafélögum sínum að hann héti nú Dalvin en þá hafði hann hafið kynleiðréttingarferli. „Eftir það kom ég út hér í MS og ætlaði að breyta nafninu mínu í kerfinu. Það hefur gengið mjög illa að fá það í gegn. Skólastjórinn vill ekki breyta nafninu mínu í kerfinu,“ segir Dalvin Smári Imsland, nemandi Menntaskólans við Sund. Dalvin segir að svörin sem hann fái frá skólastjóra séu á þann veg að hann þurfi að fara eftir því sem standi í Þjóðskrá og því harðneiti hann að breyta nafninu í kerfinu. Þó þekkir Dalvin dæmi þess að ungmenni í öðrum skólum hafi fengið nafni sínu breytt. „Ég hef rætt við hann og sagt hvað þetta hefur mikil áhrif á mig. Hef spurt hann afhverju hann sé beinlínis að gera þetta. Hann gaf mér þau svör að hann væri að fylgja lögum. Það er til staðar undantekning að breyta nöfnum í skólakerfinu þegar ekki er búið að gera það í Þjóðskrá. Aðrir skólar hafa gert það, afhverju gat hann ekki gert það líka,“ segir Dalvin. Dalvin Smári ImslandSkjáskot úr frétt Hvernig hefur þér liðið? „Bara eiginlega hræðilega. Það hafa verið erfiðir dagar inn á milli. Ég á samt frábæra foreldra sem styðja mig í þessu,“ segir Dalvin. Verst segir hann að þurfa í sífellu að minna kennara á nýtt nafn og óska þess að vera lesinn upp í tímum sem Dalvin. En á öllum prófskírteinum og tölvupóstum er hann titlaður með fyrra nafni. Hann segir fyrirkomulag skólans hafa mikil áhrif á félagslífið. En hann treysti sér ekki til að sækja böll og aðra viðburði á vegum skólans. „Eins og þegar ég ætla að taka þátt í félagslífinu, bjóða mig fram eða eitthvað þá þurfa krakkarnir að merkja við mig með gamla nafninu. Þau geta ekki haft nafnið mitt á blaðinu. Það hefur alltaf verið mjög erfitt að sækja böllin. MS hefur alltaf verið mjög félagslegur skóli og ég sótti um hann út af því og hef ekki fengið að stunda það. Það er mjög erfitt fyrir mig,“ segir Dalvin. Ef þessu verður ekki breytt, hyggst þú þá sækja um nýjan skóla?„Já það er ekkert annað í boði. Ég vona að enginn annar þurfi að lenda í þessu eins og ég. Þetta er mjög vont og ég vona að þetta verði það síðasta,“ segir Dalvin.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Sjá meira