Stóraukin aðsókn samhliða áhyggjum af atvinnuleysi Sighvatur skrifar 9. júní 2018 08:00 „Við þurfum að segja skilið við 20. öldina þegar kemur að atvinnuuppbyggingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún hefur áhyggjur af langtímaatvinnuleysi háskólamenntaðra. Rúmlega þrjú þúsund manns verða brautskráðir úr háskólum landsins núna í júní en heildarfjöldi brautskráðra hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær fjölgaði umsóknum um háskólanám mikið milli ára vegna breytinga á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófa. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun voru rúmlega 1.100 háskólamenntaðir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í mars. Þar af höfðu 469 verið án atvinnu lengur en sex mánuði. Þórunn segir að fjöldi háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hafi ekki minnkað undanfarin misseri. Nú sé svo komið að háskólamenntaðir séu um fjórðungur allra á atvinnuleysisskrá. Það sé tiltölulega ný staða á vinnumarkaði. Töluverð fjölgun varð í háskólum landsins í kjölfar hrunsins. „Við vitum ekki hvaða áhrif eftirmál hrunsins hafa haft. Það eru fleiri sem sækja sér háskólamenntun sem er í sjálfu sér hið besta mál. Hins vegar virðast hvorki vinnumarkaðurinn né umgjörð efnahagslífsins viðbúin þessum breytingum.“ Þórunn segir ekkert benda til að stjórnvöld eða aðrir séu að búa sig undir að stíga inn í 21. öldina. „Við þurfum að fara að gera eins og aðrar þjóðir sem hafa virkjað hugvit og mannauð með öðrum hætti en við höfum gert. Við auglýsum eftir því að hér verði tekin stefna á framtíðina.“ Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir stöðu þeirra sem brautskrifast úr háskólum nú í júní ekki verða skýra fyrr en í haust. „Sumartíminn er góður þar sem margir fá vinnu við sumarafleysingar. Svo eru ákveðnar greinar þar sem framboð starfa er meira, sérstaklega heilbrigðis- og tæknigreinar.“ Unnur segir vandamálið að störfum fyrir háskólamenntaða fjölgi ekki nógu hratt. „Þetta er hópur sem er lengur að finna sér vinnu við hæfi. Vöxturinn hefur verið aðallega í ferðamanna- og byggingariðnaði og það eru mest störf sem gera ekki miklar kröfur um menntun.“ Vinnumálastofnun býr yfir sérstöku úrræði sem felst í því að fyrirtæki og stofnanir geta ráðið starfsfólk af atvinnuleysisskrá og fengið styrk á móti. Unnur segir að þetta úrræði hafi verið auglýst sérstaklega með áherslu á háskólamenntaða. „Úrræðið hefur reynst vel í gegnum tíðina og við vildum láta vita af þeim mannauði sem væri fyrir hendi. Okkur hafa borist 72 laus störf og er þegar búið að ráða í um 40 þeirra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
„Við þurfum að segja skilið við 20. öldina þegar kemur að atvinnuuppbyggingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún hefur áhyggjur af langtímaatvinnuleysi háskólamenntaðra. Rúmlega þrjú þúsund manns verða brautskráðir úr háskólum landsins núna í júní en heildarfjöldi brautskráðra hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær fjölgaði umsóknum um háskólanám mikið milli ára vegna breytinga á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófa. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun voru rúmlega 1.100 háskólamenntaðir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í mars. Þar af höfðu 469 verið án atvinnu lengur en sex mánuði. Þórunn segir að fjöldi háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hafi ekki minnkað undanfarin misseri. Nú sé svo komið að háskólamenntaðir séu um fjórðungur allra á atvinnuleysisskrá. Það sé tiltölulega ný staða á vinnumarkaði. Töluverð fjölgun varð í háskólum landsins í kjölfar hrunsins. „Við vitum ekki hvaða áhrif eftirmál hrunsins hafa haft. Það eru fleiri sem sækja sér háskólamenntun sem er í sjálfu sér hið besta mál. Hins vegar virðast hvorki vinnumarkaðurinn né umgjörð efnahagslífsins viðbúin þessum breytingum.“ Þórunn segir ekkert benda til að stjórnvöld eða aðrir séu að búa sig undir að stíga inn í 21. öldina. „Við þurfum að fara að gera eins og aðrar þjóðir sem hafa virkjað hugvit og mannauð með öðrum hætti en við höfum gert. Við auglýsum eftir því að hér verði tekin stefna á framtíðina.“ Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir stöðu þeirra sem brautskrifast úr háskólum nú í júní ekki verða skýra fyrr en í haust. „Sumartíminn er góður þar sem margir fá vinnu við sumarafleysingar. Svo eru ákveðnar greinar þar sem framboð starfa er meira, sérstaklega heilbrigðis- og tæknigreinar.“ Unnur segir vandamálið að störfum fyrir háskólamenntaða fjölgi ekki nógu hratt. „Þetta er hópur sem er lengur að finna sér vinnu við hæfi. Vöxturinn hefur verið aðallega í ferðamanna- og byggingariðnaði og það eru mest störf sem gera ekki miklar kröfur um menntun.“ Vinnumálastofnun býr yfir sérstöku úrræði sem felst í því að fyrirtæki og stofnanir geta ráðið starfsfólk af atvinnuleysisskrá og fengið styrk á móti. Unnur segir að þetta úrræði hafi verið auglýst sérstaklega með áherslu á háskólamenntaða. „Úrræðið hefur reynst vel í gegnum tíðina og við vildum láta vita af þeim mannauði sem væri fyrir hendi. Okkur hafa borist 72 laus störf og er þegar búið að ráða í um 40 þeirra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira