ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 20:00 Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu að stofnun hópsins í ríkisstjórn í morgun. Átakshópurinn á að kynna heildstæða lausn eigi síðar en 20. janúar 2019. Formenn hópsins verða Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. „Við ákváðum í kjölfarið að setja á laggirnar þennan átakshóp sem er ekki að fara í það að kortleggja stöðuna, við vitum alveg mæta vel hver hún er, heldur að fara í það að koma með tillögur að aðgerðum innan þröngs tímaramma, hann hefur tíma fram í janúar til þess að skila af sér niðurstöðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á árunum 2013-2017 fjölgaði íbúðum hér á landi um 6.500 en samkvæmt mati Íbúðalánasjóðs hefði þeim þurft að fjölga um hátt í 16 þúsund til þess að mæta fullri þörf. Vilhjálmur Birgisson, fyrsti varaforseti ASÍ, fagnar því að vinna hópsins sé farin af stað en verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á húsnæðismál í komandi kjaraviðræðum. „En ég harma það hins vegar að það sé verið að gera þetta núna fimm mínútum áður en að kjarasamningar renna út ef að þannig má að orði komast. Það eru einungis 25 virkir dagar þar til að kjarasamningar renna út og það eru líka fjölmörg önnur atriði sem stjórnvöld eiga eftir að svara okkur,“ segir Vilhjálmur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst nokkuð bjartsýn. „Ég vonast til þess og er bjartsýn á það að þessi hópur skili raunverulegum aðgerðum innan skamms,“ segir Katrín. Vilhjálmur óttast að tíminn sé að renna út en verkalýðshreyfingin hefur haft uppi stór orð um húsnæðismál í umræðunni um kjaraviðræður. „Ef þessi hópur á að skila 20. janúar þá verð ég að segja alveg eins og er að þá líst mér ekki á blikuna.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu að stofnun hópsins í ríkisstjórn í morgun. Átakshópurinn á að kynna heildstæða lausn eigi síðar en 20. janúar 2019. Formenn hópsins verða Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. „Við ákváðum í kjölfarið að setja á laggirnar þennan átakshóp sem er ekki að fara í það að kortleggja stöðuna, við vitum alveg mæta vel hver hún er, heldur að fara í það að koma með tillögur að aðgerðum innan þröngs tímaramma, hann hefur tíma fram í janúar til þess að skila af sér niðurstöðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á árunum 2013-2017 fjölgaði íbúðum hér á landi um 6.500 en samkvæmt mati Íbúðalánasjóðs hefði þeim þurft að fjölga um hátt í 16 þúsund til þess að mæta fullri þörf. Vilhjálmur Birgisson, fyrsti varaforseti ASÍ, fagnar því að vinna hópsins sé farin af stað en verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á húsnæðismál í komandi kjaraviðræðum. „En ég harma það hins vegar að það sé verið að gera þetta núna fimm mínútum áður en að kjarasamningar renna út ef að þannig má að orði komast. Það eru einungis 25 virkir dagar þar til að kjarasamningar renna út og það eru líka fjölmörg önnur atriði sem stjórnvöld eiga eftir að svara okkur,“ segir Vilhjálmur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst nokkuð bjartsýn. „Ég vonast til þess og er bjartsýn á það að þessi hópur skili raunverulegum aðgerðum innan skamms,“ segir Katrín. Vilhjálmur óttast að tíminn sé að renna út en verkalýðshreyfingin hefur haft uppi stór orð um húsnæðismál í umræðunni um kjaraviðræður. „Ef þessi hópur á að skila 20. janúar þá verð ég að segja alveg eins og er að þá líst mér ekki á blikuna.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira