Lífeyrissjóðirnir eiga að tryggja aðgengilegar og samanburðarhæfar upplýsingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júlí 2018 19:03 Lífeyrissjóðakerfið má ekki vera svo flókið að ekki sé hægt að átta sig á hver staðan sé segir formaður félags eldri borgara í Reykjavík. Fólk eigi að geta borið saman ávöxtun þeirra og nálgast upplýsingar um þá hratt og örugglega. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið sé frá 1974 hefur ekki verið hægt að bera saman langtímaávöxtunartölur sameignarsjóða fyrr en í vor. Þá kom fram að allt að sexfaldur munur var á ávöxtun lífeyrissjóða á 20 ára tímabili sem gæti þýtt allt að hundrað og fimmtíu prósenta mun á ellilífeyrisgreiðslum. Enn eiga hins vegar eftir að birtast upplýsingar um nöfn sjóðanna. Ellert B. Schram formaður félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram sem fyrst. „Það þarf að vera upplýst hver staðan er hverju sinni, þannig að fólk geti borið þetta saman. Þetta kerfi er ekki fyrir sjóðina heldur fólkið sem borgar í sjóðina,“ segir Ellert. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða sagði fyrir helgi að til stæði að birta þessar upplýsingar á vef sambandsins á næstu mánuðum. Aðspurð hverju sætti að þær væru ekki löngu fram komnar sagði hún. „Góð spurning. Gögnin eru flókin og uppgjörsaðferðir sjóðanna eru misjafnar,“ sagði Þórey. Ellert Schram segir mikilvægt að upplýsingarnar séu aðgengilegar og gagnsæjar. „Ég held að það sé öllum ljóst að lífeyrissjóðskerfið á rétt á sér en við megum ekki hafa það svo flókið að engin átti sig á hver staðan er,“ sagði Ellert. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Lífeyrissjóðakerfið má ekki vera svo flókið að ekki sé hægt að átta sig á hver staðan sé segir formaður félags eldri borgara í Reykjavík. Fólk eigi að geta borið saman ávöxtun þeirra og nálgast upplýsingar um þá hratt og örugglega. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið sé frá 1974 hefur ekki verið hægt að bera saman langtímaávöxtunartölur sameignarsjóða fyrr en í vor. Þá kom fram að allt að sexfaldur munur var á ávöxtun lífeyrissjóða á 20 ára tímabili sem gæti þýtt allt að hundrað og fimmtíu prósenta mun á ellilífeyrisgreiðslum. Enn eiga hins vegar eftir að birtast upplýsingar um nöfn sjóðanna. Ellert B. Schram formaður félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram sem fyrst. „Það þarf að vera upplýst hver staðan er hverju sinni, þannig að fólk geti borið þetta saman. Þetta kerfi er ekki fyrir sjóðina heldur fólkið sem borgar í sjóðina,“ segir Ellert. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða sagði fyrir helgi að til stæði að birta þessar upplýsingar á vef sambandsins á næstu mánuðum. Aðspurð hverju sætti að þær væru ekki löngu fram komnar sagði hún. „Góð spurning. Gögnin eru flókin og uppgjörsaðferðir sjóðanna eru misjafnar,“ sagði Þórey. Ellert Schram segir mikilvægt að upplýsingarnar séu aðgengilegar og gagnsæjar. „Ég held að það sé öllum ljóst að lífeyrissjóðskerfið á rétt á sér en við megum ekki hafa það svo flókið að engin átti sig á hver staðan er,“ sagði Ellert.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira