„Flókið að ætla að verða prestur en vera svo allt í einu samkynhneigð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2018 10:30 Stefanía starfar í dag sem prestur í Glerárkirkju. Sjónvarpskonan Vala Matt fór til Akureyrar fyrir Ísland í dag á dögunum til að spjalla við Stefaníu Steinsdóttur fyrsta opinberlega samkynhneigða kvenprest landsins. Stefanía er menntaður líftæknifræðingur og fór svo í guðfræði og vinnur í dag sem prestur í Glerárkirkju á Akureyri. En leiðin þangað var ekki auðveld og byrjaði á því að Stefanía lenti í hræðilegu slysi þegar hún datt af hestbaki og skaddaðist á hálsi og höfði. Hún var það kvalin að hún grét í marga mánuði, það slæm að hún íhugaði að taka eigið líf. „Ég dett á hestbaki í hestaferð og hlýt áverka á hálsi og höfði. Verkirnir eru ólýsanlegir og ég ligg bara heima grenjandi hvern einasta dag og nánast hverja einustu mínútu í mjög langan tíma þangað til ég loksins kemst á Kristnes. Mér var kippt út úr öllu og að mínu mati var ég ekki lengur móðir því ég gat ekki sinnt börnunum mínum,“ segir Stefanía.Allt tekið frá manni „Það var bara allt tekið frá manni. Vinir, fjölskyldan og vinnan. Bara svona einfaldir hlutir sem okkur finnst sjálfsagðir. Það var reynt að hjálpa manni með lyfjum sem hjálpuðu mér aldrei nægilega mikið,“ segir Stefanía sem var lengi í sjúkraþjálfun sem hjálpuðu töluvert en aldrei fór sársaukin. Slysið átti sér stað í ágústmánuði og í febrúar var Stefanía komin með miklar sjálfsvíshugsanir.Stefanía var sárkvalin í marga mánuði.„Að hugsa til baka voru þetta hræðilegir tímar, alveg skelfilegir,“ segir Stefanía en barnatrúin bjargaði lífi hennar og hún missti ekki vonina. Í kjölfarið ákvað hún að fara í guðfræði og gefa af sér sem prestur. Erfileikarnir voru aftur á móti of miklir fyrir hjónabandið og þau hjónin skilja í kjölfarið. Í guðfræðinni verður Stefanía ástfangin af konu. „Við segjum stundum að þetta bara gerðist. Ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði áhuga á kvenfólki yfir höfuð og ég veit í raun ekki hvort ég hafi það yfirhöfuð, nema af þessari manneskju. Ég hafði aldrei áður orðið ástfangin af konu og reyndi allt sem ég gat að koma mér út úr þessum fáránlegum aðstæðum. Þó maður sé ekki með fordóma gagnvart öðrum þá voru mínir eigin fordómar svakalegir. Það var flókið að ætla að verða prestur en vera svo allt í einu samkynhneigð. Mér fannst þetta sjálfri ekki passa saman.“Hugsaði oft að hætta við Stefanía er tveggja barna móðir og var áður gift barnsföður sínum. Þrátt fyrir skilnað Stefaníu við eiginmann hennar þá er ótrúlega gott samband á milli þeirra og þeirra nýju maka. Fyrrverandi eiginmaður Stefaníu og hans nýja kona búa í Reykjavík en koma reglulega til Akureyrar og búa þá jafnvel hjá Stefaníu og konu hennar Hrafnhildi. „Þetta voru svolítið erfiðar pælingar og ég var bara hrædd og hugsaði ábyggilega svona tuttugu sinnum um það að hætta við að vera prestur,“ segir Stefanía en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Sjónvarpskonan Vala Matt fór til Akureyrar fyrir Ísland í dag á dögunum til að spjalla við Stefaníu Steinsdóttur fyrsta opinberlega samkynhneigða kvenprest landsins. Stefanía er menntaður líftæknifræðingur og fór svo í guðfræði og vinnur í dag sem prestur í Glerárkirkju á Akureyri. En leiðin þangað var ekki auðveld og byrjaði á því að Stefanía lenti í hræðilegu slysi þegar hún datt af hestbaki og skaddaðist á hálsi og höfði. Hún var það kvalin að hún grét í marga mánuði, það slæm að hún íhugaði að taka eigið líf. „Ég dett á hestbaki í hestaferð og hlýt áverka á hálsi og höfði. Verkirnir eru ólýsanlegir og ég ligg bara heima grenjandi hvern einasta dag og nánast hverja einustu mínútu í mjög langan tíma þangað til ég loksins kemst á Kristnes. Mér var kippt út úr öllu og að mínu mati var ég ekki lengur móðir því ég gat ekki sinnt börnunum mínum,“ segir Stefanía.Allt tekið frá manni „Það var bara allt tekið frá manni. Vinir, fjölskyldan og vinnan. Bara svona einfaldir hlutir sem okkur finnst sjálfsagðir. Það var reynt að hjálpa manni með lyfjum sem hjálpuðu mér aldrei nægilega mikið,“ segir Stefanía sem var lengi í sjúkraþjálfun sem hjálpuðu töluvert en aldrei fór sársaukin. Slysið átti sér stað í ágústmánuði og í febrúar var Stefanía komin með miklar sjálfsvíshugsanir.Stefanía var sárkvalin í marga mánuði.„Að hugsa til baka voru þetta hræðilegir tímar, alveg skelfilegir,“ segir Stefanía en barnatrúin bjargaði lífi hennar og hún missti ekki vonina. Í kjölfarið ákvað hún að fara í guðfræði og gefa af sér sem prestur. Erfileikarnir voru aftur á móti of miklir fyrir hjónabandið og þau hjónin skilja í kjölfarið. Í guðfræðinni verður Stefanía ástfangin af konu. „Við segjum stundum að þetta bara gerðist. Ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði áhuga á kvenfólki yfir höfuð og ég veit í raun ekki hvort ég hafi það yfirhöfuð, nema af þessari manneskju. Ég hafði aldrei áður orðið ástfangin af konu og reyndi allt sem ég gat að koma mér út úr þessum fáránlegum aðstæðum. Þó maður sé ekki með fordóma gagnvart öðrum þá voru mínir eigin fordómar svakalegir. Það var flókið að ætla að verða prestur en vera svo allt í einu samkynhneigð. Mér fannst þetta sjálfri ekki passa saman.“Hugsaði oft að hætta við Stefanía er tveggja barna móðir og var áður gift barnsföður sínum. Þrátt fyrir skilnað Stefaníu við eiginmann hennar þá er ótrúlega gott samband á milli þeirra og þeirra nýju maka. Fyrrverandi eiginmaður Stefaníu og hans nýja kona búa í Reykjavík en koma reglulega til Akureyrar og búa þá jafnvel hjá Stefaníu og konu hennar Hrafnhildi. „Þetta voru svolítið erfiðar pælingar og ég var bara hrædd og hugsaði ábyggilega svona tuttugu sinnum um það að hætta við að vera prestur,“ segir Stefanía en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“