„Flókið að ætla að verða prestur en vera svo allt í einu samkynhneigð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2018 10:30 Stefanía starfar í dag sem prestur í Glerárkirkju. Sjónvarpskonan Vala Matt fór til Akureyrar fyrir Ísland í dag á dögunum til að spjalla við Stefaníu Steinsdóttur fyrsta opinberlega samkynhneigða kvenprest landsins. Stefanía er menntaður líftæknifræðingur og fór svo í guðfræði og vinnur í dag sem prestur í Glerárkirkju á Akureyri. En leiðin þangað var ekki auðveld og byrjaði á því að Stefanía lenti í hræðilegu slysi þegar hún datt af hestbaki og skaddaðist á hálsi og höfði. Hún var það kvalin að hún grét í marga mánuði, það slæm að hún íhugaði að taka eigið líf. „Ég dett á hestbaki í hestaferð og hlýt áverka á hálsi og höfði. Verkirnir eru ólýsanlegir og ég ligg bara heima grenjandi hvern einasta dag og nánast hverja einustu mínútu í mjög langan tíma þangað til ég loksins kemst á Kristnes. Mér var kippt út úr öllu og að mínu mati var ég ekki lengur móðir því ég gat ekki sinnt börnunum mínum,“ segir Stefanía.Allt tekið frá manni „Það var bara allt tekið frá manni. Vinir, fjölskyldan og vinnan. Bara svona einfaldir hlutir sem okkur finnst sjálfsagðir. Það var reynt að hjálpa manni með lyfjum sem hjálpuðu mér aldrei nægilega mikið,“ segir Stefanía sem var lengi í sjúkraþjálfun sem hjálpuðu töluvert en aldrei fór sársaukin. Slysið átti sér stað í ágústmánuði og í febrúar var Stefanía komin með miklar sjálfsvíshugsanir.Stefanía var sárkvalin í marga mánuði.„Að hugsa til baka voru þetta hræðilegir tímar, alveg skelfilegir,“ segir Stefanía en barnatrúin bjargaði lífi hennar og hún missti ekki vonina. Í kjölfarið ákvað hún að fara í guðfræði og gefa af sér sem prestur. Erfileikarnir voru aftur á móti of miklir fyrir hjónabandið og þau hjónin skilja í kjölfarið. Í guðfræðinni verður Stefanía ástfangin af konu. „Við segjum stundum að þetta bara gerðist. Ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði áhuga á kvenfólki yfir höfuð og ég veit í raun ekki hvort ég hafi það yfirhöfuð, nema af þessari manneskju. Ég hafði aldrei áður orðið ástfangin af konu og reyndi allt sem ég gat að koma mér út úr þessum fáránlegum aðstæðum. Þó maður sé ekki með fordóma gagnvart öðrum þá voru mínir eigin fordómar svakalegir. Það var flókið að ætla að verða prestur en vera svo allt í einu samkynhneigð. Mér fannst þetta sjálfri ekki passa saman.“Hugsaði oft að hætta við Stefanía er tveggja barna móðir og var áður gift barnsföður sínum. Þrátt fyrir skilnað Stefaníu við eiginmann hennar þá er ótrúlega gott samband á milli þeirra og þeirra nýju maka. Fyrrverandi eiginmaður Stefaníu og hans nýja kona búa í Reykjavík en koma reglulega til Akureyrar og búa þá jafnvel hjá Stefaníu og konu hennar Hrafnhildi. „Þetta voru svolítið erfiðar pælingar og ég var bara hrædd og hugsaði ábyggilega svona tuttugu sinnum um það að hætta við að vera prestur,“ segir Stefanía en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Sjónvarpskonan Vala Matt fór til Akureyrar fyrir Ísland í dag á dögunum til að spjalla við Stefaníu Steinsdóttur fyrsta opinberlega samkynhneigða kvenprest landsins. Stefanía er menntaður líftæknifræðingur og fór svo í guðfræði og vinnur í dag sem prestur í Glerárkirkju á Akureyri. En leiðin þangað var ekki auðveld og byrjaði á því að Stefanía lenti í hræðilegu slysi þegar hún datt af hestbaki og skaddaðist á hálsi og höfði. Hún var það kvalin að hún grét í marga mánuði, það slæm að hún íhugaði að taka eigið líf. „Ég dett á hestbaki í hestaferð og hlýt áverka á hálsi og höfði. Verkirnir eru ólýsanlegir og ég ligg bara heima grenjandi hvern einasta dag og nánast hverja einustu mínútu í mjög langan tíma þangað til ég loksins kemst á Kristnes. Mér var kippt út úr öllu og að mínu mati var ég ekki lengur móðir því ég gat ekki sinnt börnunum mínum,“ segir Stefanía.Allt tekið frá manni „Það var bara allt tekið frá manni. Vinir, fjölskyldan og vinnan. Bara svona einfaldir hlutir sem okkur finnst sjálfsagðir. Það var reynt að hjálpa manni með lyfjum sem hjálpuðu mér aldrei nægilega mikið,“ segir Stefanía sem var lengi í sjúkraþjálfun sem hjálpuðu töluvert en aldrei fór sársaukin. Slysið átti sér stað í ágústmánuði og í febrúar var Stefanía komin með miklar sjálfsvíshugsanir.Stefanía var sárkvalin í marga mánuði.„Að hugsa til baka voru þetta hræðilegir tímar, alveg skelfilegir,“ segir Stefanía en barnatrúin bjargaði lífi hennar og hún missti ekki vonina. Í kjölfarið ákvað hún að fara í guðfræði og gefa af sér sem prestur. Erfileikarnir voru aftur á móti of miklir fyrir hjónabandið og þau hjónin skilja í kjölfarið. Í guðfræðinni verður Stefanía ástfangin af konu. „Við segjum stundum að þetta bara gerðist. Ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði áhuga á kvenfólki yfir höfuð og ég veit í raun ekki hvort ég hafi það yfirhöfuð, nema af þessari manneskju. Ég hafði aldrei áður orðið ástfangin af konu og reyndi allt sem ég gat að koma mér út úr þessum fáránlegum aðstæðum. Þó maður sé ekki með fordóma gagnvart öðrum þá voru mínir eigin fordómar svakalegir. Það var flókið að ætla að verða prestur en vera svo allt í einu samkynhneigð. Mér fannst þetta sjálfri ekki passa saman.“Hugsaði oft að hætta við Stefanía er tveggja barna móðir og var áður gift barnsföður sínum. Þrátt fyrir skilnað Stefaníu við eiginmann hennar þá er ótrúlega gott samband á milli þeirra og þeirra nýju maka. Fyrrverandi eiginmaður Stefaníu og hans nýja kona búa í Reykjavík en koma reglulega til Akureyrar og búa þá jafnvel hjá Stefaníu og konu hennar Hrafnhildi. „Þetta voru svolítið erfiðar pælingar og ég var bara hrædd og hugsaði ábyggilega svona tuttugu sinnum um það að hætta við að vera prestur,“ segir Stefanía en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira