Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2018 20:00 Loðdýrabændur standa frammi fyrir miklum erfiðleikum en svo gæti farið að loðdýrarækt leggist af í landinu komi ekki til stuðnings frá ríkisvaldinu. Ástæðan er hrun í skinnaverði og hátt gengi íslensku krónunnar. Bjarni Stefánsson og fjölskylda eru með stórt loðdýrabú í Túni í Flóahreppi, eða um tvö þúsund læður. Í dag eru 18 loðdýrabú í landinu. Rekstur þeirra allra er mjög erfiður og er útlit fyrir að búgreinin leggist af í landinu fái hún ekki utanaðkomandi aðstoð. Mikil offramleiðsla er á skinnum út um allan heim. „Til viðbótar er gengið mjög óhagstætt okkur og það er bara mjög erfiður rekstur. Þessi erfiði rekstur þýðir að það munu að óbreyttu margir hætta í þessari grein og bara veruleg hætta á því að greinin hreinlega leggjist af“, segir Bjarni. „Það eru mjög slæmar fréttir, sérstaklega kannski fyrir þjóðina í umhverfislegu tilliti þar sem að þessi grein er að vinna mjög mikið af lífrænum úrgangi sem annars þyrfti að urða“, bætir Bjarni við, en hér er hann meðal annars að vísa til skuldbindingar þjóðarinnar í loftlagsmálum. Átján loðdýrabú eru starfrækt á Íslandi.Magnús HlynurBjarni segir að loðdýrabændur þurfi um 300 milljóna króna stuðning frá ríkinu á næstu þremur árum til að fleyta þeim yfir erfiðasta hjallann hvort sem það er í formi lánagreiðslu eða beinum stuðningi. „Ég biðla bara til ríkisins eða samfélagsins um það að styðja okkur yfir þennan hjalla“, segir Bjarni. En hvað með hann sjálfan, ætlar hann að hætta rekstri eða halda áfram ? „Ég er nú ekki tilbúin til að gefast upp eða til þess að hætta en ég er auðvitað ekki einn í heiminum, það ræðast líka af öðrum því það er svo mikill sameiginlegur rekstur í þessu eins og fóðurgerðin sem er sameiginleg að miklu leyti og það er því kannski mjög erfitt fyrir mjög fáa að halda uppi greininni“. Flóahreppur Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Loðdýrabændur standa frammi fyrir miklum erfiðleikum en svo gæti farið að loðdýrarækt leggist af í landinu komi ekki til stuðnings frá ríkisvaldinu. Ástæðan er hrun í skinnaverði og hátt gengi íslensku krónunnar. Bjarni Stefánsson og fjölskylda eru með stórt loðdýrabú í Túni í Flóahreppi, eða um tvö þúsund læður. Í dag eru 18 loðdýrabú í landinu. Rekstur þeirra allra er mjög erfiður og er útlit fyrir að búgreinin leggist af í landinu fái hún ekki utanaðkomandi aðstoð. Mikil offramleiðsla er á skinnum út um allan heim. „Til viðbótar er gengið mjög óhagstætt okkur og það er bara mjög erfiður rekstur. Þessi erfiði rekstur þýðir að það munu að óbreyttu margir hætta í þessari grein og bara veruleg hætta á því að greinin hreinlega leggjist af“, segir Bjarni. „Það eru mjög slæmar fréttir, sérstaklega kannski fyrir þjóðina í umhverfislegu tilliti þar sem að þessi grein er að vinna mjög mikið af lífrænum úrgangi sem annars þyrfti að urða“, bætir Bjarni við, en hér er hann meðal annars að vísa til skuldbindingar þjóðarinnar í loftlagsmálum. Átján loðdýrabú eru starfrækt á Íslandi.Magnús HlynurBjarni segir að loðdýrabændur þurfi um 300 milljóna króna stuðning frá ríkinu á næstu þremur árum til að fleyta þeim yfir erfiðasta hjallann hvort sem það er í formi lánagreiðslu eða beinum stuðningi. „Ég biðla bara til ríkisins eða samfélagsins um það að styðja okkur yfir þennan hjalla“, segir Bjarni. En hvað með hann sjálfan, ætlar hann að hætta rekstri eða halda áfram ? „Ég er nú ekki tilbúin til að gefast upp eða til þess að hætta en ég er auðvitað ekki einn í heiminum, það ræðast líka af öðrum því það er svo mikill sameiginlegur rekstur í þessu eins og fóðurgerðin sem er sameiginleg að miklu leyti og það er því kannski mjög erfitt fyrir mjög fáa að halda uppi greininni“.
Flóahreppur Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira