Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2018 20:00 Loðdýrabændur standa frammi fyrir miklum erfiðleikum en svo gæti farið að loðdýrarækt leggist af í landinu komi ekki til stuðnings frá ríkisvaldinu. Ástæðan er hrun í skinnaverði og hátt gengi íslensku krónunnar. Bjarni Stefánsson og fjölskylda eru með stórt loðdýrabú í Túni í Flóahreppi, eða um tvö þúsund læður. Í dag eru 18 loðdýrabú í landinu. Rekstur þeirra allra er mjög erfiður og er útlit fyrir að búgreinin leggist af í landinu fái hún ekki utanaðkomandi aðstoð. Mikil offramleiðsla er á skinnum út um allan heim. „Til viðbótar er gengið mjög óhagstætt okkur og það er bara mjög erfiður rekstur. Þessi erfiði rekstur þýðir að það munu að óbreyttu margir hætta í þessari grein og bara veruleg hætta á því að greinin hreinlega leggjist af“, segir Bjarni. „Það eru mjög slæmar fréttir, sérstaklega kannski fyrir þjóðina í umhverfislegu tilliti þar sem að þessi grein er að vinna mjög mikið af lífrænum úrgangi sem annars þyrfti að urða“, bætir Bjarni við, en hér er hann meðal annars að vísa til skuldbindingar þjóðarinnar í loftlagsmálum. Átján loðdýrabú eru starfrækt á Íslandi.Magnús HlynurBjarni segir að loðdýrabændur þurfi um 300 milljóna króna stuðning frá ríkinu á næstu þremur árum til að fleyta þeim yfir erfiðasta hjallann hvort sem það er í formi lánagreiðslu eða beinum stuðningi. „Ég biðla bara til ríkisins eða samfélagsins um það að styðja okkur yfir þennan hjalla“, segir Bjarni. En hvað með hann sjálfan, ætlar hann að hætta rekstri eða halda áfram ? „Ég er nú ekki tilbúin til að gefast upp eða til þess að hætta en ég er auðvitað ekki einn í heiminum, það ræðast líka af öðrum því það er svo mikill sameiginlegur rekstur í þessu eins og fóðurgerðin sem er sameiginleg að miklu leyti og það er því kannski mjög erfitt fyrir mjög fáa að halda uppi greininni“. Flóahreppur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Loðdýrabændur standa frammi fyrir miklum erfiðleikum en svo gæti farið að loðdýrarækt leggist af í landinu komi ekki til stuðnings frá ríkisvaldinu. Ástæðan er hrun í skinnaverði og hátt gengi íslensku krónunnar. Bjarni Stefánsson og fjölskylda eru með stórt loðdýrabú í Túni í Flóahreppi, eða um tvö þúsund læður. Í dag eru 18 loðdýrabú í landinu. Rekstur þeirra allra er mjög erfiður og er útlit fyrir að búgreinin leggist af í landinu fái hún ekki utanaðkomandi aðstoð. Mikil offramleiðsla er á skinnum út um allan heim. „Til viðbótar er gengið mjög óhagstætt okkur og það er bara mjög erfiður rekstur. Þessi erfiði rekstur þýðir að það munu að óbreyttu margir hætta í þessari grein og bara veruleg hætta á því að greinin hreinlega leggjist af“, segir Bjarni. „Það eru mjög slæmar fréttir, sérstaklega kannski fyrir þjóðina í umhverfislegu tilliti þar sem að þessi grein er að vinna mjög mikið af lífrænum úrgangi sem annars þyrfti að urða“, bætir Bjarni við, en hér er hann meðal annars að vísa til skuldbindingar þjóðarinnar í loftlagsmálum. Átján loðdýrabú eru starfrækt á Íslandi.Magnús HlynurBjarni segir að loðdýrabændur þurfi um 300 milljóna króna stuðning frá ríkinu á næstu þremur árum til að fleyta þeim yfir erfiðasta hjallann hvort sem það er í formi lánagreiðslu eða beinum stuðningi. „Ég biðla bara til ríkisins eða samfélagsins um það að styðja okkur yfir þennan hjalla“, segir Bjarni. En hvað með hann sjálfan, ætlar hann að hætta rekstri eða halda áfram ? „Ég er nú ekki tilbúin til að gefast upp eða til þess að hætta en ég er auðvitað ekki einn í heiminum, það ræðast líka af öðrum því það er svo mikill sameiginlegur rekstur í þessu eins og fóðurgerðin sem er sameiginleg að miklu leyti og það er því kannski mjög erfitt fyrir mjög fáa að halda uppi greininni“.
Flóahreppur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira