Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. nóvember 2018 18:45 Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti.Rétt er að taka fram að viðtal við móðurina var tekið upp við Ísaksskóla, en drengurinn stundar ekki nám þar og er Ísaksskóli því ekki tengdur málinu. „Ég bugaðist þennan morgun þegar hann sagði við mig að hann langaði að hætta í skóla. Það væri alltaf verið að stríða honum. Ég bara gat ekki meir,“ segir Dagmar Ýr en þennan föstudagsmorgun skrifaði Dagmar Ýr einlæga facebookfærslu sem vakið hefur talsverða athygli. Þar fjallar um hún gróft einelti sem sex ára gamall sonur hennar, Gunnar Holger verður fyrir. Hún lýsir því hversu spenntur Gunnar hafi verið að hefja skólagöngu sína í haust. Spennan hafi hins vegar verið fljót að hverfa þar sem eineltið byrjaði strax, fyrsta skóladaginn. Hún segir að Gunnar sé beittur grófu ofbeldi í skólanum nánast alla daga. „Það er verið að hóta því að drepa hann. Barnið er í fyrsta bekk. Þetta bara er ekki hægt,“ segir Dagmar.Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði.Stöð 2Það séu bæði krakkar í bekknum sem leggi hann í einelti og eldri krakkar. „Hann lét mig vita af því að hann hafi verið skorinn hérna með blíanti hérna hjá auganu og að honum hafi verið hrint utan í vegg með hausinn á undan.“ Dagmar segir að á hverju kvöldi byrji Gunnar að tala um hvort hann megi vera í fríi daginn eftir eða að hann sé veikur. Hún segir að skólayfirvöld og kennara hafi gert sitt allra besta til að finna lausnir á ástandinu að, en eineltið heldur áfram. Hún vill ekki að Gunnar skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. „Ég veit ekki hvað ég get gert eða hvað ég á að gera því hann er svo lítill og mig langar bara að vernda hann. Hvernig maður getur það þegar hann verður að fara í skólann, veit ég ekki,“ segir Dagmar Ýr. Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði, segir einelti mjög algengt meðal barna á leikskólaaldri og í byrjun grunnskóla. Á Norðurlöndunum séu til að mynda um tólf prósent leikskólabarna lögð í einelti. Hann útskýrir að gerendur sem séu svona ungir átti sig oftast ekki á alvarleikanum. Ábyrgðin liggi hjá foreldrum gerendanna. „Maður útvistar ekki ábyrgðina á uppeldi barnanna sinna til skólans. Það er bara svo einfalt,“ segir Ársæll og bætir við að foreldrar þolenda eigi að reyna vinna að lausn með skólanum og foreldrum gerenda. Það sé mikilvægt að þolandi beri ekki ábyrgðina og eigi ekki að taka á sig að skipta um skóla þar sem ákveðin hætta fylgi því að koma nýr inn í annan skóla. Gunnar Holger segir að einelti sé aldrei í lagi og honum líði illa þegar krakkarnir stríði honum. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti.Rétt er að taka fram að viðtal við móðurina var tekið upp við Ísaksskóla, en drengurinn stundar ekki nám þar og er Ísaksskóli því ekki tengdur málinu. „Ég bugaðist þennan morgun þegar hann sagði við mig að hann langaði að hætta í skóla. Það væri alltaf verið að stríða honum. Ég bara gat ekki meir,“ segir Dagmar Ýr en þennan föstudagsmorgun skrifaði Dagmar Ýr einlæga facebookfærslu sem vakið hefur talsverða athygli. Þar fjallar um hún gróft einelti sem sex ára gamall sonur hennar, Gunnar Holger verður fyrir. Hún lýsir því hversu spenntur Gunnar hafi verið að hefja skólagöngu sína í haust. Spennan hafi hins vegar verið fljót að hverfa þar sem eineltið byrjaði strax, fyrsta skóladaginn. Hún segir að Gunnar sé beittur grófu ofbeldi í skólanum nánast alla daga. „Það er verið að hóta því að drepa hann. Barnið er í fyrsta bekk. Þetta bara er ekki hægt,“ segir Dagmar.Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði.Stöð 2Það séu bæði krakkar í bekknum sem leggi hann í einelti og eldri krakkar. „Hann lét mig vita af því að hann hafi verið skorinn hérna með blíanti hérna hjá auganu og að honum hafi verið hrint utan í vegg með hausinn á undan.“ Dagmar segir að á hverju kvöldi byrji Gunnar að tala um hvort hann megi vera í fríi daginn eftir eða að hann sé veikur. Hún segir að skólayfirvöld og kennara hafi gert sitt allra besta til að finna lausnir á ástandinu að, en eineltið heldur áfram. Hún vill ekki að Gunnar skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. „Ég veit ekki hvað ég get gert eða hvað ég á að gera því hann er svo lítill og mig langar bara að vernda hann. Hvernig maður getur það þegar hann verður að fara í skólann, veit ég ekki,“ segir Dagmar Ýr. Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði, segir einelti mjög algengt meðal barna á leikskólaaldri og í byrjun grunnskóla. Á Norðurlöndunum séu til að mynda um tólf prósent leikskólabarna lögð í einelti. Hann útskýrir að gerendur sem séu svona ungir átti sig oftast ekki á alvarleikanum. Ábyrgðin liggi hjá foreldrum gerendanna. „Maður útvistar ekki ábyrgðina á uppeldi barnanna sinna til skólans. Það er bara svo einfalt,“ segir Ársæll og bætir við að foreldrar þolenda eigi að reyna vinna að lausn með skólanum og foreldrum gerenda. Það sé mikilvægt að þolandi beri ekki ábyrgðina og eigi ekki að taka á sig að skipta um skóla þar sem ákveðin hætta fylgi því að koma nýr inn í annan skóla. Gunnar Holger segir að einelti sé aldrei í lagi og honum líði illa þegar krakkarnir stríði honum.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira