Sindri Þór leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2018 17:01 Sindri Þór var handtekinn í götunni Damrak í Amsterdam fyrir rúmri viku. Vísir/Getty Sindri Þór Stefánsson, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Amsterdam undanfarna tíu daga, er kominn til landsins. Íslenskir lögreglumenn tóku á móti Sindra Þór í flugvél Icelandair, þangað sem hann var leiddur af hollenskum yfirvöldum. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson, verjandi hans, í samtali við Vísi. Í framhaldi af komunni til landsins var Sindri leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness rétt fyrir klukkan fimm. Reikna má með því að íslensk lögregluyfirvöld munu fara fram á gæsluvarðhald yfir Sindra Þór eða þá farbann. Sindri Þór var upphaflega handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði en í apríl var hann fluttur í opið fangelsi að Sogni að eigin ósk. Tíu dögum síðar flúði hann fangelsið að næturlagi á meðan dómari tók sér frest til að meta hvort úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald. Álitamál er hvort lögregla hafi haft heimild til að halda honum í fangelsi á meðan enginn úrskurður væri þess efnis. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt ljóst að engum eigi að halda í fangelsi án úrskurðar. Sindri er grunaður um aðild að þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Amsterdam undanfarna tíu daga, er kominn til landsins. Íslenskir lögreglumenn tóku á móti Sindra Þór í flugvél Icelandair, þangað sem hann var leiddur af hollenskum yfirvöldum. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson, verjandi hans, í samtali við Vísi. Í framhaldi af komunni til landsins var Sindri leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness rétt fyrir klukkan fimm. Reikna má með því að íslensk lögregluyfirvöld munu fara fram á gæsluvarðhald yfir Sindra Þór eða þá farbann. Sindri Þór var upphaflega handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði en í apríl var hann fluttur í opið fangelsi að Sogni að eigin ósk. Tíu dögum síðar flúði hann fangelsið að næturlagi á meðan dómari tók sér frest til að meta hvort úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald. Álitamál er hvort lögregla hafi haft heimild til að halda honum í fangelsi á meðan enginn úrskurður væri þess efnis. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt ljóst að engum eigi að halda í fangelsi án úrskurðar. Sindri er grunaður um aðild að þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira