Víglínan: Óvissa á vinnumarkaði og endurnýjaður Sjálfstæðisflokkur í borginni Þórdís Valsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 10:56 Í dag eru fjórir dagar þar til um sextíu formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins koma saman til fundar og ákveða hvort kjarasamningum hundrað þúsund karla og kvenna á almennum vinnumarkaði verður sagt upp eða þeir framlengdir út árið. Miðstjórn ASÍ komst að þeirri niðurstöðu í vikunnu að forsendur samninganna væru brostnar en forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins er ætlað að meta þetta og er enn að störfum. Samtök atvinnulífsins meta stöðuna með allt öðrum hætti en ASÍ og minnir á að kaupmáttur hafi aukist um 20 til 25 prósent á samningstímanum. Stjórnvöld leggja mikið upp úr því að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði og því má reikna með að ríkisstjórnin gefi frá sér einhverja yfirlýsingu með fyrirheitum um aðgerðir til að freista þess að kjarasamningum verði ekki sagt upp. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál, nýlega sölu á hlut ríkisins í Arion banka og fleira. Á fimmtudag opinberaði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Það er óhætt að tala um algera endurnýjun á listanum eða hreinsun eins og andstæðingar flokksins munu sjálfsagt kalla það og jafnvel þeir innan flokksins sem ekki kunna að meta breytingarnar. Eyþór Arnalds, nýr oddviti flokksins í borginni, ætlar sér stóra hluti í kosningunum í maí. Hann er með þræði víða í viðskiptalífinu, meðal annars í fjölmiðlum, sem hann segist ætla að slíta sig frá. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál og möguleika Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum en flokkurinn hefur meira og minna verið í minnihluta í borgarstjórn allt frá árinu 1994. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 Víglínan Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Í dag eru fjórir dagar þar til um sextíu formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins koma saman til fundar og ákveða hvort kjarasamningum hundrað þúsund karla og kvenna á almennum vinnumarkaði verður sagt upp eða þeir framlengdir út árið. Miðstjórn ASÍ komst að þeirri niðurstöðu í vikunnu að forsendur samninganna væru brostnar en forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins er ætlað að meta þetta og er enn að störfum. Samtök atvinnulífsins meta stöðuna með allt öðrum hætti en ASÍ og minnir á að kaupmáttur hafi aukist um 20 til 25 prósent á samningstímanum. Stjórnvöld leggja mikið upp úr því að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði og því má reikna með að ríkisstjórnin gefi frá sér einhverja yfirlýsingu með fyrirheitum um aðgerðir til að freista þess að kjarasamningum verði ekki sagt upp. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál, nýlega sölu á hlut ríkisins í Arion banka og fleira. Á fimmtudag opinberaði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Það er óhætt að tala um algera endurnýjun á listanum eða hreinsun eins og andstæðingar flokksins munu sjálfsagt kalla það og jafnvel þeir innan flokksins sem ekki kunna að meta breytingarnar. Eyþór Arnalds, nýr oddviti flokksins í borginni, ætlar sér stóra hluti í kosningunum í maí. Hann er með þræði víða í viðskiptalífinu, meðal annars í fjölmiðlum, sem hann segist ætla að slíta sig frá. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál og möguleika Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum en flokkurinn hefur meira og minna verið í minnihluta í borgarstjórn allt frá árinu 1994. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20
Víglínan Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira