Hafnar vegg á eigin lóð til að leysa ljósmengun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Lausnin sem Kópavogsbær býður er að byggja vegg á lóð Þorrasala 9-11 til að skerma íbúana þar af frá ónæði af bílageymslu nágrannanna. Veggurinn er sýndur með rauðu. Valgeir Jónasson, vélfræðingur og formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11, hafnar fullyrðingu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, um að Valgeir hafi ekki óskað eftir samtali við hann.Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag sagði Valgeir að Ármann bæjarstjóri svaraði ekki skilaboðum og vildi ekki ræða við íbúana í Þorrasölum 9-11 eftir að þeir unnu kærumál vegna leyfis sem bærinn gaf fyrir breyttri aðkomu að bílageymslu nágrannablokkar. Því hafnaði bæjarstjórinn í Fréttablaðinu daginn eftir. „Mér hafa hvorki borist skilaboð né beiðni um fund frá húsfélaginu,“ sagði Ármann. Þetta segir Valgeir ekki rétt. „Ég hafði samband við Kópavogsbæ viku áður en greinin kom í Fréttablaðið og bað um að bæjarstjóri hefði samband við mig en ég fékk bara samband við ritara hans og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra,“ fullyrðir Valgeir. Húsfélagsformaðurinn segist í þessu samtali við ritarann hafa gefið bæjarstjóranum vikufrest áður en hann færi með málið í fjölmiðla. „Og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra, en hann hefur ekki viljað vera að ómaka sig fyrir íbúa bæjarins sem greiða honum laun fyrir að sinna störfum bæjarfélagsins.“Sjá einnig Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Þá segir Valgeir að eftir að fréttin hafi birst á miðvikudag hafi bærinn sent tillögu til lausnar málinu. „Þetta er nákvæmlega sama plaggið og Kópavogsbær bauð árið 2016,“ segir hann. Tillagan er um að reistur verði veggur til að skerma af ljósgeisla og hljóð frá innkeyrslunni í bílageymslu nágrannana. „Við höfnum alfarið því sem Kópavogsbær er að bjóða sem er að fara inn á lóð okkar og byggja vegg þar.“ Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti í september í fyrra leyfi sem Kópavogsbær gaf fyrir því að umrædd innkeyrsla í bílageymslu Þorrasala 13-15 sneri að Þorrasölum 9-11 í stað þess að vísa að götunni sjálfri. „Nú verður Kópavogsbær að fara að hysja upp um sig buxurnar og hlýða þessum úrskurði. Ef þeir ætla ekkert að fara eftir úrskurðinum er ekkert fyrir okkur annað að gera en að fara með þetta í dómsmál – og fer það þá þangað nú um næstu mánaðamót,“ segir formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11 og ítrekar ósk sína um samtal við bæjarstjóra sem hann kveður ekki enn hafa svarað skilaboðum. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið. 22. mars 2018 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Valgeir Jónasson, vélfræðingur og formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11, hafnar fullyrðingu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, um að Valgeir hafi ekki óskað eftir samtali við hann.Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag sagði Valgeir að Ármann bæjarstjóri svaraði ekki skilaboðum og vildi ekki ræða við íbúana í Þorrasölum 9-11 eftir að þeir unnu kærumál vegna leyfis sem bærinn gaf fyrir breyttri aðkomu að bílageymslu nágrannablokkar. Því hafnaði bæjarstjórinn í Fréttablaðinu daginn eftir. „Mér hafa hvorki borist skilaboð né beiðni um fund frá húsfélaginu,“ sagði Ármann. Þetta segir Valgeir ekki rétt. „Ég hafði samband við Kópavogsbæ viku áður en greinin kom í Fréttablaðið og bað um að bæjarstjóri hefði samband við mig en ég fékk bara samband við ritara hans og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra,“ fullyrðir Valgeir. Húsfélagsformaðurinn segist í þessu samtali við ritarann hafa gefið bæjarstjóranum vikufrest áður en hann færi með málið í fjölmiðla. „Og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra, en hann hefur ekki viljað vera að ómaka sig fyrir íbúa bæjarins sem greiða honum laun fyrir að sinna störfum bæjarfélagsins.“Sjá einnig Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Þá segir Valgeir að eftir að fréttin hafi birst á miðvikudag hafi bærinn sent tillögu til lausnar málinu. „Þetta er nákvæmlega sama plaggið og Kópavogsbær bauð árið 2016,“ segir hann. Tillagan er um að reistur verði veggur til að skerma af ljósgeisla og hljóð frá innkeyrslunni í bílageymslu nágrannana. „Við höfnum alfarið því sem Kópavogsbær er að bjóða sem er að fara inn á lóð okkar og byggja vegg þar.“ Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti í september í fyrra leyfi sem Kópavogsbær gaf fyrir því að umrædd innkeyrsla í bílageymslu Þorrasala 13-15 sneri að Þorrasölum 9-11 í stað þess að vísa að götunni sjálfri. „Nú verður Kópavogsbær að fara að hysja upp um sig buxurnar og hlýða þessum úrskurði. Ef þeir ætla ekkert að fara eftir úrskurðinum er ekkert fyrir okkur annað að gera en að fara með þetta í dómsmál – og fer það þá þangað nú um næstu mánaðamót,“ segir formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11 og ítrekar ósk sína um samtal við bæjarstjóra sem hann kveður ekki enn hafa svarað skilaboðum.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið. 22. mars 2018 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið. 22. mars 2018 07:00