Guðbjörg: Fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. september 2018 17:27 Guðbjörg Gunnarsdóttir fékk á sig tvö mörk í dag VÍSIR/ERNIR Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði fyrsta mark Þýskalands á Laugardalsvelli í dag hafa verið eins og blaut tuska í andlitið en hún hefði þó ekki getað gert neitt betur til þess að halda því úti. „Það var svekkjandi en maður verður kannski að viðurkenna að þetta lá pínu í loftinu,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. Ísland tapaði 2-0 fyrir Þjóðverjum og þarf nú að öllum líkindum að fara í umspil um sæti á HM. „Það er alltaf leiðinlegt að fá svona langskot þar sem þær fylgja eftir. Þetta er ódýrt og pirrandi og jú, blaut tuska í andlitið.“ Það var aðeins rætt um það á samfélagsmiðlum að Guðbjörg hefði kannski átt að gera betur í markinu, gat hún gert eitthvað betur? „Mér fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum á svona sleipum velli.“ „Það var mjög hált og boltinn erfiður. Þá hefði ég frekar átt að setja hann í horn en ég held ég hefði ekki átt að reyna að halda honum,“ sagði hreinskilin Guðbjörg. Ísland byrjaði leikinn af krafti en eftir að Þjóðverjarnir tóku yfirhöndina í fyrri hálfleik var erfitt að sjá fyrir að íslenska liðið mundi halda leikinn út. Hvernig metur Guðbjörg leikinn? „Mér fannst skipulagið gott og við reyndum að fara eftir því. Við gáfum okkur allar fram í verkefnið en því miður þá mættum við bara betra liði í dag. Við höfðum fulla trúa á því að við gætum unnið þær eða náð jafntefli.“ „Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri bara eitt mark, við reyndum virkilega að ná inn þessu marki og töluðum líka um að ef það kæmi 2-0 þá myndum við fara upp með bakverðina og við gerðum það. Við teygðum okkur eins langt og við gátum,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir. Ísland mætir Tékklandi á þriðjudaginn í leik sem að Ísland verður að vinna til þess að tryggja sér sæti í umspilinu. Ef svo fer að Þýskaland tapi fyrir Færeyjum á sama tíma nær Ísland toppsætinu af þeim þýsku en það verður að teljast afar ólíklegt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði fyrsta mark Þýskalands á Laugardalsvelli í dag hafa verið eins og blaut tuska í andlitið en hún hefði þó ekki getað gert neitt betur til þess að halda því úti. „Það var svekkjandi en maður verður kannski að viðurkenna að þetta lá pínu í loftinu,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. Ísland tapaði 2-0 fyrir Þjóðverjum og þarf nú að öllum líkindum að fara í umspil um sæti á HM. „Það er alltaf leiðinlegt að fá svona langskot þar sem þær fylgja eftir. Þetta er ódýrt og pirrandi og jú, blaut tuska í andlitið.“ Það var aðeins rætt um það á samfélagsmiðlum að Guðbjörg hefði kannski átt að gera betur í markinu, gat hún gert eitthvað betur? „Mér fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum á svona sleipum velli.“ „Það var mjög hált og boltinn erfiður. Þá hefði ég frekar átt að setja hann í horn en ég held ég hefði ekki átt að reyna að halda honum,“ sagði hreinskilin Guðbjörg. Ísland byrjaði leikinn af krafti en eftir að Þjóðverjarnir tóku yfirhöndina í fyrri hálfleik var erfitt að sjá fyrir að íslenska liðið mundi halda leikinn út. Hvernig metur Guðbjörg leikinn? „Mér fannst skipulagið gott og við reyndum að fara eftir því. Við gáfum okkur allar fram í verkefnið en því miður þá mættum við bara betra liði í dag. Við höfðum fulla trúa á því að við gætum unnið þær eða náð jafntefli.“ „Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri bara eitt mark, við reyndum virkilega að ná inn þessu marki og töluðum líka um að ef það kæmi 2-0 þá myndum við fara upp með bakverðina og við gerðum það. Við teygðum okkur eins langt og við gátum,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir. Ísland mætir Tékklandi á þriðjudaginn í leik sem að Ísland verður að vinna til þess að tryggja sér sæti í umspilinu. Ef svo fer að Þýskaland tapi fyrir Færeyjum á sama tíma nær Ísland toppsætinu af þeim þýsku en það verður að teljast afar ólíklegt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira